Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Ingólfur Þorláksson á Eyrar- bakka, sem er með hrossin sín í hesthúsahverfinu á Selfossi, hefur síðustu ár eftir jólin gefið hrossunum sínum jólatré að éta, sem þau háma í sig af góðri lyst. Mörgum þykir þetta mjög sérstakt og segir Ingólfur að hestamenn geri óspart grín að sér en hann láti það ekki á sig frá. „Hestarnir eru brjálaðir í trén, það er greinilega eitthvert efni í þeim, sérstaklega berkinum, sem þau sækjast eftir. Þau fá trén út í gerði þegar ég hleypi þeim út á daginn en á kvöldin fá þau sitt hey þegar þau eru komin inn. Ég get ekki séð að trén skaði hrossin á neitt hátt, þau virðast bara vera yfir sig hrifin. Þetta er líka mjög umhverfisvænt,“ sagði Ingólfur. /MHH Hross á Selfossi háma í sig jólatré Rétt fyrir áramót fór fram formleg undirskrift á Hótel Flúðum um inngöngu slökkviliðs Hrunamannahrepps inn í Bruna- varnir Árnessýslu (BÁ). Með samningum eru nú öll slökkvilið í sýslunni komin undir BÁ, sem þýðir að nú eru starfandi átta slökkvistöðvar og 120 manna lið í sýslunni. Fram kom við undirskriftina að nú væri slökkvimáttur sameinaðs liðs mikill með samæfðu liði og tækjakosti sem losar u.þ.b. einn milljarð króna ef kaupa þyrfti búnaðinn í dag. Þá var sagt frá því að 37 ár eru síðan BÁ var stofnað af sveitarstjórnum í neðri hluta sýslunnar. Eggert Vigfússon var þá ráðinn fyrsti slökkviliðsstjóri BÁ en nafnið, Brunavarnir Árnessýslu, var valið á þessum tíma þar sem menn höfðu þá trú að öll liðin sameinuðust fljótlega eftir stofnun BÁ. Nú, 37 árum síðar, varð það að veruleika. Jóhann Marelsson, sem var slökkviliðsstjóri á Flúðum, verður nú varðstjóri BÁ á staðnum. /MHH Slökkvilið á Flúðum sameinast Brunavörnum Árnessýslu Mikið hefur gengi á að undanförnu í Fánasmiðjunni ehf. á Ísafirði, enda verður fyrirtækið opnað formlega að nýju á laugardaginn eftir brunann í fyrra. Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði er búið að koma upp nýjum tækjabúnaði og segir Örn Smári Gíslason framkvæmdastjóri að öllum sé velkomið að kíkja í heimsókn til að skoða og þiggja kaffi á laugardaginn. Búið er að opna nýja heimasíðu www.fanar.is sem gefur nýja möguleika fyrir sölu og einnig fyrir fólk að nálgast allar upplýsingar varðandi fána, fánastangir og það sem snýr að þessum hlutum. „Enda er það markmið okkar að vera leiðandi á þessum markaði hér á landi.“ Þegar pantaðir eru fánar er hægt að afgreiða minni upplög með eins dags fyrirvara. „Þá hefur verið bætt við tækjabúnaði til að prenta myndir og texta á drykkjarkönnur og glös og er það að koma rosalega vel út. Við gerum ráð fyrir að koma vörunni á túristamarkaðinn í sumar. Við erum í samstarfsverkefni með Rafskaut ehf. í hönnun og framleiðslu á vestfirskum gjafavörum og var tekið forskot á sölu fyrir jólin, fengu þær vörur frábærar viðtökur og þökkum við fyrir það. Búið er að hanna og þróa fánastangar línu til að festa á húsveggi fyrir 1-4 metra fánastangir, gerðar til að þola íslenskar aðstæður. Festingin er úr rýðfríu stáli, stöngin úr áli og massífir plasthnúðar. Einnig voru hannaðar fánaborgir fyrir 5 og 7 stangir af sama gæðastaðli. Gaman er að geta þess að þetta er allt smíðað hér á svæðinu. Þessar vörur er allar hægt að nálgast í vefverslun okkar, enda er það okkar búðargluggi á markaðinn. Við erum þó líka með myndarlega verslun hér í Norðurtangahúsinu þar sem fólk getur séð sýnishorn af öllum vörunum. Við tökum alltaf vel á móti öllum og reynum að leysa vanda með þekkingu okkar og tækjabúnaði,“ segir Örn Smári Gíslason. Fimm þúsund manns gengu á Ingólfsfjall í Ölfusi 2012 – Ólafur Auðundsson, 65 ára Stokkseyringur, fór 153 ferðir á fjallið Á árinu 2012 gengu um 5 þúsund manns á Ingólfsfjall í Ölfusi, en það sést í dagbók sem Ferðafélag Árnesinga kom fyrir uppi á fjallinu. Fjallið er orðið eitt af helstu líkamsræktarfjöllum á Árborgarsvæðinu og dæmi er um að þeir hörðustu skokki upp á fjallið tvisvar á dag. Farið er upp við malargryfjuna við Suðurlandsveginn, en ferðin upp og niður tekur um 1 klukkustund. Ganga á fjallið er brött og erfið á köflum, en það er um 380 metra hátt. Ólafur Auðunsson á Stokkseyri, sem er 65 ára gamall, fór 153 ferðir á Ingólfsfjall á síðasta ári, auk þess að ganga á önnur fjöll víða um land. „Þetta er frábær heilsurækt sem ég hvet alla til að stunda. Ég hefði ekki trúa því hvað fjallgöngur gera manni gott fyrr en ég fór að prófa fyrir einu ári. Ingólfsfjall er frábær staður til að fara upp og niður og reynir á alla vöðva líkamans og eykur þrótt og þol þeirra sem reyna sig á fjallinu,“ sagði Ólafur. /MHH Fjallagarpurinn Ólafur Auðunsson á Stokkseyri. Hér er hann staddur við Ingólfsfjall á gamlársdag 2012, þegar hann fór sína 153. ferð upp á fjallið á árinu. Hér skrifar Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri BÁ, undir samninginn. Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamannahrepps, fylgist með. Mynd / MHH Verðlaun fyrir prjónaferðir í íslenskri náttúru Hélène Magnússon prjóna- hönnuður hlaut á dögunum árleg ferðaverðlaun þýska blaðsins Sonntag Aktuell fyrir prjónaferðina Knitting and Hiking between Fire and Ice. Prjónaferðina skipulagði Hélène í samstarfi við Íslenska fjallaleiðsögumenn. Verðlaunin eru veitt á hverju ári í tengslum við ferðasýninguna CMT í Stuttgart, sem er stærsta ferðasýning í Evrópu, en þangað koma rúmlega 200 þúsund manns á degi hverjum sem hún er haldin. Að þessu sinni voru 163 tilnefningar til verðlaunanna í ár og hlutu fimm ólíkar ferðir víðs vegar um heiminn verðlaun að þessu sinni. Þema ferðarinnar, Knitting and Hiking between Fire and Ice, er íslensk prjónahefð, rósaleppaprjón og íslenska ullin. Auk þess að njóta þess að prjóna í íslenskri náttúru sem er síður en svo af verri endanum er gengið yfir Fimmvörðuháls. Prjónarnir eru teknir upp á völdum stöðum og þá fléttar Hélène inn fróðleik og kennslu um ólíkar prjónaaðferðir auk þess sem ullarvinnslan Þingborg er heimsótt, íslenski torfbærinn, Skógarsafn og fleira. /ehg Hélène Magnússon Eigendur Fánasmiðjunnar ehf. á Ísafirði: Opna á ný á laugardag Á liðnu hausti hafa Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, bændur í Lækjartúni í Ásahreppi, unnið að breytingum á fjósinu þar á bæ. Hafa þau rifið allar innréttingar fyrir kýr úr húsinu og sett inn gólf og innréttingar fyrir sauðfé og þannig breytt því í fjárhús. Allar innréttingar hefur Tyrfingur smíðað sjálfur, en hann rekur viðgerðaverkstæði jafnhliða búskapnum og gerir þar við allar vélar sem bila auk þess að smíða innréttingar eftir pöntunum og teiknar hann þær þá upp þannig að þær passi í þau hús sem pantaðar eru innréttingar fyrir. Við breytingarnar á fjárhúsinu var reynt að miða allar innréttingar og vinnuaðstöðu við sem mesta hagræðingu og allt gert til að létta störf bóndans eins og hægt er, en oft eru sveitastörfin þung og reyna mikið á líkamann og því ástæða til að minnka það álag eins og hægt er. „Í stað þess að þurfa að bera allt hey í kindurnar og moka að þeim tvisvar á dag er nú gefið í stóran fóðurgang á fjögurra daga fresti og síðan er einungis fylgst með og lengt í keðjum, þangað til ærnar hafa etið upp allt heyið sem þeim er gefið hverju sinni. Framhliðarnar ganga sjálfkrafa fram undan kindunum þegar þær éta heyið og hægt er að hækka og lækka borð í átgrindunum eftir því hversu mikið er af heyi á ganginum,“ sagði Hulda í samtali við blaðið. /MHH Fjósi breytt í glæsilegt fjárhús í Lækjartúni í Ásahreppi Steinn Másson og Helga Dagrún Helgadóttir í Hjarðarbrekku komu með svargolsótta gimbur og færðu Huldu (græn lopaleysa) og yr ngi (brún lopapeysa) að gjöf í tilefni opnunarinnar sem haldið var upp á um miðjan nóvember. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.