Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Hvernig líður útiganginum? – um útigöngu hrossa og nautgripa Löng og órofin hefð er fyrir útigöngu hrossa að vetrarlagi. Útiganga geldneyta og kvígna við- gekkst allar aldir fram um 1800 að einhverju leyti. (Jón Torfason, Jón Viðar Jónmundsson, 2001). Æ algengara er nú að kálfar og kvígur séu á útigangi allan veturinn. Fyrir daga rammgerðra girðinga og djúpra skurða gátu gripirnir reikað um og leitað skjóls fyrir veðrum og vindi, aðgengi að drykkjarvatni var yfirleitt þokkalegt. Oftast þurftu þessir gripir að lifa á beitinni einni saman, en horfellir varð iðulega nokkur í hörðum árum. Sem betur fer er slíkt fátítt í dag, þótt ennþá sjáist reisa hross. Offóðrun hrossa er hins vegar orðin algengara vandamál en vanfóðrunin, offóðrun getur leitt til efnaskiptaröskunar sem líkist sykursýki 2. Helstu einkenni eru þykkildi í makka hrossanna og hófsperra á mismunandi stigum. Allt of algengt er að gripir hafi ekki skjól. Kuldi og vosbúð getur því verið alvarlegt dýravelferðarmál, sérstak lega hjá hrossum á umhleypinga sömum haustum. Skilyrði til útigangs gripa Allir gripir eiga að búa við s.k. jafnhitaskilyrði; að hvorki sé of heitt né of kalt á þeim. (S.k. „thermoneutral zone“, hross: efri mörk 20-30 °C, neðri mörk -15 °C, nautgripir: efri mörk 25-26 °C, neðri mörk -16 til -37 °C. Það tekur dýrin u.þ.b. þrjár vikur að aðlagast breyttu hitastigi.) Hross og nautgripir þola kulda ágætlega. Fái þau að venjast kuldanum á eðlilegan hátt (útiganga að hausti) búa þau sig til vetrarins með: verja og einangra vel gegn kulda og bleytu. Því er mikilvægt að dýrin séu hrein og legusvæðin sömuleiðis hrein og þurr, óhreinindi eyðileggja einangrunargildi feldsins. vel gegn kulda. Íslensk hross og holdagripir safna fitu undir húðina, mjólkurkúakyn (m.a. íslenskir nautgripir) safna fitunni í kviðar- hol, en þar kemur hún að litlum notum sem kuldavörn. Þess vegna eykst fóðurþörfin við aukinn kulda. Kuldaþol gripa eykst smám saman, fyrsta kuldakastið er erfiðast en svo herðast gripirnir. Því má ekki setja gripi aftur út sem teknir hafa verið á hús á hausti, það getur skaðað gripina. (Jordbruksverket, 1997) Hross þola þó betur að fara aftur út, að því tilskildu að þau séu ekki farin að ganga úr hárum, að þau séu í góðum holdum og búið sé vel að þeim eftir að þau koma út. Í köldu og þurru loftslagi eru litlar líkur á kuldastressi/ofkælingu. Mikill loftraki/rigning og hvassviðri veldur dýrunum hins vegar óþægindum og kulda. Einkenni ofkælingar er skjálfti og að dýrin standa í keng. Þau reyna að verjast kælingunni með því að leita í skjól, hama sig til að minnka vindkælinguna, hópa sig til að hafa skjól og hita hvert af öðru. Teknologi) Hvernig tapa gripir varma? Varmatap með leiðni verður þegar skrokkur dýrsins snertir eitthvað sem er kaldara en dýrið. Þegar dýrið liggur verður snertiflöturinn við jörð/gólf stór. Því er mikilvægt að legusvæðið sé þurrt og einangri vel (gúmmí, hálmur). Steypa leiðir mikinn varma og járn ennþá meiri, þannig að þessi efni eru mjög óhentug í legusvæði. Varmatap frá dýri út í andrúmsloftið kallast varmastreymi/ því er mikilvægt að dýrið geti leitað í skjól. Þykkur og hreinn feldur feldi minnkar einangrunargildið og dýrið þarf að nota meiri orku til að þurrka sig. Skítugur feldur (t.d. kleprar á lærum og kviði) hefur tapað einangruninni varanlega. Geislun hitar dýrið þegar sólin skín. En innrauð geislun veldur líka varmatapi frá dýrinu. Veggir og þak á skjóli minnka geislunina frá dýrinu og þar með varmatapið. (Jordbruksverket, 1997) Útiganga nautgripa Nautgripir sem ganga eiga úti að vetrarlagi verða að vera nægilega þroskaðir og í góðum holdum. Gripirnir skulu hafa nægan aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni. Nautgripir geta ekki nýtt snjó í stað drykkjarvatns. Fóðrið skal vera nægilegt til vaxtar og viðhalds, reikna verður með aukinni fóðurþörf vegna kuldaálags. Ekki má gleyma steinefnunum. Fóðra verður í gjafagrindum svo fóðrið mengist ekki. Gæta verður þess að allir gripir komist að fóðrinu í einu. Hópsálin ræður meiru en hungur og þorsti, þannig að lægra settir gripir gætu farið svangir og þyrstir með hjörðinni frá fóðrinu. Gott er að hafa brynningu og fóðuraðstöðu á svipuðum slóðum. Gjafagrindurnar ættu að vera sólarmegin og helst í skjóli þannig að gripunum verði ekki kalt. Annars er hætt við því að gripirnir éti ekki ætti að vera þurrt og hart svo ekki myndist svað við grindurnar. Flytja verður grindurnar eftir þörfum, öllum gripum líður illa að standa í forinni. Skýli ættu að vera nálægt brynn- ingu og gjafaaðstöðu, það auðveldar að opið snúi til suðurs, sólin þurrkar eina hlið opna, annars tvær breiðar dýr geti forðað sér, háttsett dýr standa oft í dyrunum og varna lægra settum inngöngu. Halda verður legusvæðinu þurru og hreinu. (Petersson) - lega. Húsaskjól verður að vera tiltækt fyrir veika eða slasaða gripi. Útiganga hrossa Nú eru flest hross á afmörkuðum svæðum, skjól stundum lítið sem ekkert og brynning í höndum eigenda. fullgrönn til útigangs, en fitulagið utan á síðum er þeim mikilvægt sem einangrun gegn kulda. Haustin eru oft erfiðasti tíminn á hrossunum, bleyta og kuldi gengur nærri þeim og þau leggja af og fá holdhnúska. gott skjól! Samkvæmt reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa þurfa hross sem eru að fara á útigang síðla hausts að hafa gott fitulag undir húð (holdastig 3,5-4). Sömuleiðis skulu hrossin ávallt hafa nægan aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni og fóðri sem að magni, gæðum og næringarinnihaldi fullnægja þörfum hrossa til vaxtar, viðhalds og notkunar. Hrossin skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Að vetri skal fylgjast daglega með hrossum á útigangi. (Reglugerð 160/2006 um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa, 2013). Hross sækja langar leiðir yfir polla og læki ef þau vita af góðri brynningu. Nú er hægt að fá ýmsar tegundir af frostfríum brynningum sem tryggja gott aðgengi að vatninu. Gjafagrindur varna mengun heysins og rjúfa þannig smitleiðir iðraorma og annarrar óværu, s.s. salmonellu. Tryggja þarf að öll hross komist að fóðrinu í einu, annars er hætta á að lægra settir einstaklingar afétist. Sömuleiðis verður að raga stóð þannig að ungviði og fylsugur fái örugglega nægju sína, þar sem fullorðnir geldingar geta verið mjög frekir til matar síns. Steinefnagjöf er nauðsynleg, sérstaklega fyrir ungviði og fylfullar hryssur. Ágætar leiðbeiningar eru til um aðbúnað og fóðrun útigangs, hér skal sérstaklega bent á grein Guðrúnar Stefánsdóttur: „Útifóðrun hrossa“ (Eiðfaxi, www.eidfaxi.is, 2012) Grein Guðrúnar Stefánsdóttur og hrossa; „Mat á holdafari hrossa“ er sömuleiðis aðgengileg á vefsíðum Eiðfaxa. (Eiðfaxi, www.e-pages.dk/ eidfaxi) Meta verður ástand beitilandsins og beitarþol. Heyfóðrun skal m.a. miðast við að ekki sé gengið of „Hrossahagar – aðferð til að meta ástand lands“ er að finna á vefsíðu Því miður vantar enn mjög víða skjól fyrir hross á útigangi. Gera þyrfti verulegt átak á landsvísu að koma upp skjólum, en leiðbeiningar um gerð einfaldra skjóla eru á vefsíðu ýmsar útgáfur af hrossaskjólum og margar mjög hugvitsamlegar, flestir hrossaeigendur hugsa vel um sín hross og sjá þeim fyrir skjóli. Gaman væri að sjá úttekt þessum skjólum því víst ber að hrósa þeim sem gera vel. Velferð gripa á útigangi Ef rétt er búið að gripum á útigangi fer oft mun betur um þá úti en á húsi. Velferð gripanna er sá þáttur sem aldrei má víkja frá og að sjálfsögðu ber eigandi/umráðamaður dýrs fulla ábyrgð á velferð dýrsins. En samfélagið ber líka ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis og því ætti hver sá sem verður var við frávik í dýrahaldi að tilkynna það strax til Matvælastofnunnar, sem nú fer með öll verkefni sem lúta að heilbrigði og velferð allra dýra. Nú liggja fyrir Alþingi drög að nýjum dýravelferðarlögum. Þessi lög eiga að skýra og gera alla málsmeðferð skilvirkari þegar eitthvað fer úrskeiðis í aðbúnaði, fóðrun og meðferð dýra, hægt verður að grípa fyrr inn og tryggja velferð dýranna strax. Katrín Andrésdóttir. Heimildir BÍ. (16. mars 2009). Hagaskjól fyrir hross. Sótt frá http://www.bondi. is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2487 Eiðfaxi. (19. desember 2012). Sótt frá www.eidfaxi.is: http://eidfaxi.is/ pdf/Heilsa/Utifodrun_hrossa.pdf Eiðfaxi. (án dags.). www.e-pages. dk/eidfaxi. Sótt frá http://www.e- pages.dk/eidfaxi/27/6 Jón Torfason, Jón Viðar Jónmundsson. (2001). Íslenska mjólkurkýrin. Bókaútgáfan Hofi. Jordbruksverket. (1997). Utedrift med nötkreatur. Petersson, A. (án dags.). Utedrift med nötkreatur. Sótt frá Jordbruksverket (SJV) : http://www. vaxteko.nu/html/sll/sjv/jordbruksinfo/ JIN97-12/JIN97-12.HTM Rala, Landgræðslan. (7. maí 2009). www.lbhi.is. Sótt frá http://www.lbhi.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=4013 Reglugerð 160/2006 um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa. (17. janúar 2013). Reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa. Sótt frá Stjórnartíðindi: http://www. reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard. nsf/58439f05a7f412f00256a0700347 6bc/1b5426eef797aedc0025711e005 ff5fa?OpenDocument SLU, Jordbrukets Biosystem och Teknologi. (án dags.). När fryser nötkreatur. Sótt frá http://www. vastansjo.com/assets/Uploads/doc/ presentationsmaterial-060508.pdf? PHPSESSID=746k8g4f5gre3gpe9p rhsch4u7b439f05a7f412f00256a07 003476bc/1b5426eef797aedc00257 11e005ff5fa?OpenDocument SLU, Jordbrukets Biosystem och Teknologi. (án dags.). När fryser nötkreatur. Sótt frá http://www. vastansjo.com/assets/Uploads/doc/ presentationsmaterial-060508.pdf? PHPSESSID=746k8g4f5gre3gpe9p rhsch4u7 Katrín Andrésdóttir Því miður vantar enn mjög víða skjól fyrir hross á útigangi. Gera þyrfti verulegt átak á landsvísu að koma upp skjólum, en leiðbeiningar um gerð einfaldra skjóla eru á vefsíðu Bændasamtakanna (BÍ, 2009). Dæmi um gott skýli fyrir útigangshross. Bændablaðið Með yfirburðalestur á landsbyggðinni (Samkvæmt lestrarkönnun Capacent) Kemur næst út 7. febrúar Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.