Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Á árinu 2012 var átak í gangi í hugbúnaðarþróun í sauðfjárrækt eftir nokkur tíðindalítil ár á undan sem kom til m.a. vegna niðurskurðar á framlögum til hugbúnaðarþróunar í kjölfar hrunsins. Með ákvörðun um að taka upp árgjald fyrir rekstur og þróun hugbúnaðar var þýðingarmikið skref stigið í hugbúnaðarþróun fyrir bændur. Skipaður var samráðshópur um forritun í sauðfjárrækt í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2012. Hópurinn er skipaður fulltrúum Landssamtaka sauðfjárbænda en auk þess eru í hópnum ráðunautur í sauðfjárrækt og fulltrúar tölvudeildar Bændasamtakanna. Hugleiðing um hugbúnaðarþróun Við smíði á hugbúnaði sem ætlað er að standast tímans tönn þarf ávallt að vera vakandi fyrir byltingarkenndum þróunarlausnum/ verkfærum til að unnt sé að koma nýjungum í hugbúnaðargerð sem fyrst til kröfuharðra notenda. Það er ekki sjálfgefið og víst er að mörg álitleg forrit daga uppi eins og náttröll vegna vanrækslu í lengri tíma. Að sama skapi þarf samtímis að gæta hófs í nýjungagirni því ör þróun getur verið þreytandi fyrir notendur vegna bögga sem eru óumflýjanlegar ,,aukaverkanir“ nýrra hugbúnaðarútgáfa. Dálkahöfundur hefur verið spurður að því af hverju FJARVIS.IS hafi ekki einfaldlega verið þróaður áfram í stað þess að leggja í gerð á nýrri og kostnaðarsamri hugbúnaðarlausn með vefforritinu LAMB. Einfaldast er að svara þessu með eftirfarandi spurningu: Af hverju kaupa bændur nýjar dráttarvélar en láta sér ekki þá gömlu nægja? Hendum við gömlu dráttarvélinni þótt við kaupum nýja? Sannleikurinn er nefnilega sá að LAMB er viðbót við FJARVIS.IS og þessi tvö vefforrit vinna saman sem ein heild þar sem þau vinna á sama miðlæga skýrsluhalds- gagnagrunninum. Sauðfjárbændur eru þannig að fá tvö forrit, ,,tvær dráttarvélar“, í stað einnar áður. Hér skiptir höfuðmáli að með þróun á LAMB var hefðbundinni hugbúnaðarþróun skýrsluhaldsforrita snúið við. Byrjað var á viðskipta- greindinni, skýrslugerðinni, til að skýrsluhaldarar gætu kallað fram þær upplýsingar sem nýtast þeim strax í ræktunarstarfinu. Þetta er mögulegt einmitt vegna þess að FJARVIS.IS stendur traustum fótum sem skráningarkerfi og uppgjörskerfi í skýrsluhaldi fjárræktarfélaga fyrir um eitt þúsund og fimm hundruð skýrsluhaldara um allt land. Í gegnum árin hafa bændur gagnrýnt að skýrsluhaldskerfin miði of mikið að því að ná inn skýrsluhaldsupplýsingum í miðlægan gagnagrunn fyrir sameiginlegt uppgjör á landsvísu, en sárlega vanti að bændur geti kallað fram upplýsingar og skýrslur sem nýtist þeim í ræktunarstarfi sínu. LAMB á að vera svar við þessari gagnrýni og því er mikilvægt að fá ábendingar frá sauðfjárbændum um hvernig megi betur ná þessu markmiði. Uppbyggileg gagnrýni frá notendum er ómetanleg fyrir okkur sem vinnum að þróun hugbúnaðar. Unnið að fjórum verkhlutum samtímis Þróunarvinnu við sauðfjárrækt má skipta í fjóra hluta. Í fyrsta lagi var unnið að þróun á nýrri kynslóð af vefforriti í sauðfjárrækt, LAMB (www.lamb.bondi.is), og náðist að koma út tveimur útgáfum á árinu 2012. Í öðru lagi var ráðist í að gera nýja útgáfu af FJARVIS.IS og kom ný útgáfa út í desember 2012. Á sama tíma var ekkert gefið eftir í þjónustu við skýrsluhaldara í sauðfjárrækt og gagnavinnu frekar en fyrri ár. Þannig var umtalsverð vinna við að aðstoða sauðfjárbændur vegna sláturgagna og leiðréttinga á skýrsluhaldsgögnum, en á sama tíma vinna við gagnaúttektir fyrir ráðunauta og vinnu við uppfærslu á kynbótamati í sauðfjárrækt. Í þriðja lagi var unnið að þróun á VasaFjárvísi fyrir handtölvur o.fl. Og í fjórða lagi var smíðað vefforrit fyrir landsmarkaskrá sem opnaði á nýju vefsetri www.landsmarkaskra.is á haustmánuðum. Skal nú gerð frekari grein fyrir þessum fjórum verkhlutum. LAMB stígur fyrstu skrefin LAMB er nýtt vefforrit sem byggir á þróunarlausn sem svarar kröfum notenda um hraðari þróun og ,,viðskiptagreind“. Að sama skapi opnar LAMB ný tækifæri við þróun fyrir fjölbreyttari vélbúnað og kröfuharðari hugbúnaðarútgáfur í vefrápurum. Aðgangur er samþættur og skýrsuhaldsgögn sem eru skráð í FJARVIS.IS verða samstundis aðgengileg í LAMB. Notendur FJARVIS.IS hafa stundum átt í vandræðum þegar þeir nota aðra vafra en Internet Explorer frá Microsoft, svo sem Firefox eða Google Chrome. Við þróun á LAMB var þess gætt að forritið keyrði á fleiri vöfrum en Internet Explorer en það hefur vissulega verið áskorun. En til þess að unnt sé að bregðast við hugsanlegum ágöllum er þýðingarmikið að notendur sendi okkur í gegnum athugasemdakerfið (Senda athugasemd) eða með tölvupósti á netfangið tolvudeild@ bondi.is greinargóðar upplýsingar um villur sem verða á vegi þeirra. Í desember 2012 var opnuð önnur útgáfa af LAMB, útgáfa 1.1.0. Fyrsta útgáfan var opnuð í september. Í núverandi útgáfu hefur eftirfarandi markmiðum verið náð: Útgáfan er smíðuð í opnum og frjálsum hugbúnaðar verkfærum; Python-forritunarmáli og PostgreSQL-gagnagrunni. LAMB er þróað fyrir einkatölvur, spjaldtölvur og snjallsíma, allt í senn. Notendaaðgangur er samþættur í gegnum Bændatorgið við önnur forrit Bændasamtakanna. Tvær skýrslur eru aðgengilegar; þungaskýrsla og skýrsla sem sameinar að hluta kjötmatsyfirlit og afkvæmarannsókn með möguleika á að velja sláturdagsetningu. Allar skýrslur vistast sjálfkrafa, sem auðveldar samanburð. Unnið er að þróun á næstu útgáfu, 1.2.0, sem á að opna 1. mars nk. Í millitíðinni kemur út útgáfa 1.1.1 sem fór í prófun 18. janúar sl. Eitt af forgangsmálunum er að leysa vandamál sem komið hafa upp í LAMB í mismunandi vöfrum. Þá er verið að þróa svokallaðan Gagnasmið, sem er ætlaður ráðunautum í fyrstu, og hugsanlega bændum síðar, til að taka út skýrsluhaldsgögn með öflugum síum. Enn fremur leggur samráðshópurinn áherslu á að bjóða upp á heilsuskráningu, m.a. til að uppfylla skilyrði gæðastýringar í sauðfjárrækt, og þarf að tengja hana skráningu dýralækna í tölvukerfið Matvælastofnunar, Heilsu. Dálkahöfundur hefur tekið upp málið við Matvælastofnun. Ný útgáfa af FJARVIS.IS eftir langt hlé Í desember sl. kom loksins út ný útgáfa af FJARVIS.IS. Með þessari útgáfu kom upp möguleiki á að velja á milli sjálfvirkrar og handvirkrar burðarskráningar eins og hægt er að gera við skráningu á þunga. Í skráningarglugga í þungaskráningu bætast við upplýsingar um þann grip sem er verið að skrá hverju sinni. Með aukinni notkun á örmerkjum er tryggt að upplýsingar um örmerkinúmer komi fram. Þá var bætt við möguleika á skráningu á afdrifum hrúta og áa með sams konar hætti og við skráningu á afdrifum lamba. Að síðustu má nefna að nú er boðið upp á hraðvirka þungaskráningu í Ófeigi (VasaFjárvísi) sem síðan er lesin inn í FJARVIS.IS með auðveldum hætti. Bændur lentu í vandræðum með skráningu á sæðingum í haust í Internet Explorer vafranum, sem þarf að vera stilltur með ákveðnum hætti, eins og kemur fram á fréttasíðu FJARVIS.IS. Beðist er velvirðingar á hve illa tókst að koma þessu á framfæri. Lögð verður áhersla á að leysa þessi skráningarvandamál í FJARVIS.IS í mismunandi vöfrum í nýrri útgáfu sem verður opnuð fyrir vorskráningu. VasaFjárvís og sauðfjárbændur á Grænlandi Árangur náðist einnig í Ófeigsverkefninu, sem byggir á samspili VasaFjárvíss og FJARVIS. IS. Bændur sem fjárfest hafa í handtölvum geta nú skráð þunga með auðveldum hætti og fengið margvíslegar upplýsingar um fjárstofn sinn í fjárhúsinu með aðstoð þessarar öflugu lausnar fyrir handtölvur og örmerkjalesara. Bætt var við, eins og komið hefur fram, möguleika fyrir alla notendur FJARVIS.IS, að þeir geti skráð með hraðvirkum hætti þunga gripa og lesið síðan sjálfvirkt inn í miðlægan skýrsluhaldsgagnagrunninn. Nú er unnið hörðum höndum að því að bæta við fangskráningu í næstu útgáfu af VasaFjárvísum. Þá ber að nefna að smíðuð var viðbót fyrir grænlensku ráðgjafaþjónustuna til að þeir geti lesið inn sláturgögn fyrir bændur á Grænlandi sem eru notendur af FJARVIS.IS. Allt sauðfé á Grænlandi er örmerkt og auðveldar það allan innlestur og tryggir öryggi gagna. Tölvudeildin hefur einnig þýtt vorbókina og fá bændur sem eru notendur FJARVIS.IS vorbókina sína að þessu sinni á dönsku, en bækurnar eru prentaðar á Íslandi, með sama hætti og fjárbækur íslenskra sauðfjárbænda. Öll vinnsla fer í gegnum FJARVIS.IS. Landsmarkaskráin á netið Að síðustu ber að nefna fjórða verkhlutann í hugbúnaðarþróun fyrir sauðfjárrækt, Landsmarkaskrá. Á haustmánuðum opnaði tölvudeildin vefsetrið www.landsmarkaskra.is þar sem öllum býðst ókeypis aðgangur að öllum skráðum búfjármörkum á landinu. Auk marka fyrir sauðfé eru upplýsingar um búfjármörk fyrir hross og nautgripi á hverjum tíma. Þegar hafa komið fram óskir um að gera landsmarkaskrána aðgengilega í snjallsímum og er það til skoðunar. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Hugbúnaðarþróun í sauðfjárrækt Bændur á FJARVIS.IS námskeiði á Blönduósi fyrir nokkrum árum. Skýrsla y r hrúta sem bændur geta fengið fram í vefforritinu LAMB.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.