Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 „Við höfum verið gæfusöm í okkar rekstri, aldrei reist okkur hurðarás um öxl en starfsemin hefur vaxið og dafnað og farið hægt og sígandi upp á við,“ segja þau Valmundur Pétur Árnason og Ingibjörg Ringsted, eigendur Lostætis á Akureyri. Fyrirtækið er nú á sextánda starfsári. Fyrirtækið var stofnað 1. september árið 1996 og þá voru starfsmenn þess 5 talsins en eru nú um 60. Félagið sérhæfir sig í veitingaþjónstu við fyrirtæki og hópa, rekur kaffi teríur og mötuneyti svo eitthvað sé nefnt. Allt að 2.000 manns fá hádegisverð hjá fyrirtækinu daglega og magnið sem höndlað er með er gríðarlegt, um 250 kíló af fiski þarf fyrir svo stóran hóp og allt að 350 kíló af kjöti. Starfsemin vatt upp á sig Valmundur var á sínum tíma kokkur hjá Slippstöðinni en þegar þar fór að halla undan fæti og fyrirtækið fór í þrot og síðan endurnýjun lífdaga var fyrirkomulaginu breytt; óskað var eftir að hann sæi áfram um matinn, en á eigin vegum. „Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til og úr varð að við stofnuðum fyrirtækið Lostæti í kringum þetta,“ segir Valmundur, en með honum í eldhúsinu störfuðu þá fjórar konur. Auk þess að sjá starfsfólki Slippsins fyrir staðgóðum hádegisverði var matur sendur í bökkum til nokkurra annarra fyrirtækja í bænum. Þar með var grunnurinn lagður að því fyrirtæki sem Lostæti nú er, stærsta fyrirtæki á sínu sviði á landsbyggðinni með starfsstöðvar á Akureyri og Reyðarfirði. Þau Ingibjörg og Valmundur segja að starfsemin hafi í tímans rás smám saman aukist. „Þetta vatt upp á sig og eiginlega án þess að við værum mikið að gera í því að markaðssetja okkur, verkefnin hafa að stórum hluta komið til okkar,“ segir Ingibjörg. Þannig tók félagið við rekstri kaffistofu Háskólans á Akureyri um mitt ár 2000, það heitir nú Kaffi Hóll, og árið 2005 bættist kaffitería og mötuneyti Verkmenntaskólans á Akureyri við. Haldið í víking austur á land Stóra stökkið var í júlí árið 2007, en þá tók Lostæti við rekstri mötuneytis Alcoa – Fjarðaráls á Reyðarfirði. Félagið hefur síðan þá séð um rekstur og umsjón með mötuneyti sem og veitingaþjónustu fyrir Alcoa. „Okkur var ásamt fleiri fyrirtækjum boðið að taka þátt í útboði á þessu verkefni og fórum austur til að skoða aðstæður og kynna okkur málið. Á leiðinni ræddum við um að þetta væri nú bara kjaftæði, ekkert vit í að fara með starfsemina svona langt austur á firði,“ segir Valmundur. Forsvarsmenn Alcoa voru á öðru máli og sýndu því strax mikinn áhuga að Lostæti tæki verkefnið að sér, en áður höfðu þeir gert heilmikla úttekt á fyrirtækinu sem og öðrum þeim sem til greina komu. „Þeir skoðuðu okkar rekstur ofan í kjölinn og niðurstaðan var sú að þetta væri gamalgróið og traust fyrirtæki, fyrir hendi væri mikil reynsla og þekking á þessu sviði og það varð úr að þeir völdu okkur úr hópnum,“ segir Ingibjörg og bæði kváðust þau afar stolt af því sú varð niðurstaðan. Við tók mikil vinna, en eldhúsið og allt í kringum framleiðsluna var nýtt og hannað frá upphafi í samráði við fyrirtækið. „Þetta var mjög erfitt og krefjandi verkefni,“ segir Valmundur „en líka skemmtilegt og maður lærði heilmikið af þessu ferli. Þetta var góður skóli og mikil reynsla sem við búum að um alla framtíð.“ Unnið er allan sólarhringinn í álverinu og matur stendur starfsfólkinu líka til boða á hvaða tíma sólarhrings sem er. Allt að 800 manns koma í mat yfir sólarhringinn og því þarf alltaf að vera á vaktinni í eldhúsinu. Matur er borinn fram á hlaðborði og er úrvalið fjölbreytt, allir fá eitthvað við sitt hæfi. Brauð og ávextir Starfsemin fyrir austan er nú komin í fastar skorður og gengur vel. Valmundur fer reglulega austur og starfar í mötuneytinu nokkrar vikur í senn og líkar vel. Þau létu ekki staðar numið fyrir austan, því í fyrrahaust keyptu þau hús í miðbæ Reyðarfjarðar, byggðu við það og opnuðu handverksbakarí, Sesam brauðhús, þar sem framleitt er úrvalsbrauð og ilmandi kökur. Þá má geta þess að árið 2009 stofnuðu þau Ávaxtaland, en félagið býður áskriftarþjónustu á ávaxtasendingum í fyrirtæki. Þetta var m.a. gert til að auka fjölbreytni í starfseminni, en þjónustan sem í boði er, ferskir ávextir í körfum, bökkum eða boxum fyrir hópa af öllum stærðum, hefur mælst sérlega vel fyrir á Akureyri. Einkum eru það starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem nýta þjónustuna og ávaxtabakkar eru einnig vinsælir þegar halda á fundi, ráðstefnur eða móttökur. Starfsemin stokkuð upp Árið 2010 var starfsemi fyrirtækisins stokkuð upp og stofnað var eitt móðurfélag, Lostæti ehf., auk þriggja Ingibjörg Ringsted og Valmundur Pétur Árnason eiga og reka veitingaþjónustuna Lostæti: Framreiða hádegismat fyrir allt að 2.000 manns á hverjum degi – reka umfangsmikla starfsemi á Norður- og Austurlandi „Við höfum verið gæfusöm í okkar rekstri, aldrei reist okkur hurðarás um öxl en starfsemin hefur vaxið og dafnað og farið hægt og sígandi upp á við,“ segja þau Valmundur Pétur Árnason og Ingibjörg Ringsted, eigendur Lostætis. Mynd / MÞÞ Lostæti framreiðir mat fyrir allt að 2.000 manns á dag og í því liggur í augum uppi að gríðarmikið magn þarf til að metta svo marga munna. Þessi mynd er úr mötuneyti álvers Alcoa-Fjarðaráls, en þar borða að jafnaði um 800 manns á sólarhring. Í fyrrahaust keyptu þau Ingibjörg og Valmundur gamalt hús í miðbæ Reyðarfjarðar, gerðu það upp, byggðu við og opnuðu þar bakarí og kaf hús. Eins fer þar fram stórframleiðsla á brauðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.