Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 24. janúar 2013 Traktorsdrifnar rafstöðvar 10,8 KW  upp í 72 KW,  Agrowatt Framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1.500 sn./mín.)  með AVR (automatic volt regulator) AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjólkurþjóna, tölvubúnað o.fl. Verðdæmi: (42 KWA) 33,6 KW  =  566.000 + vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430 Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefslóð: www.hak.is                       ! " # $ %%%" " !    "" #$%%#%% & '" #  & () $ * '+' " #$ ,- ." '" * '" '" /0  & - () $ * '+' " #$ ., -" '" * '" #$ ,. "&- '" $ '" #$ ,".- '" $ '" Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Vélboði ehf. Hafnarfirði. Sími. 565-1800 Heimasíða. www.velbodi.is Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær stórir skógareldar verða hér á landi. Þetta var mat framsögumanna og gesta á málþingi um gróðurelda sem haldið var í Borgarnesi í síðustu viku. Að málþinginu stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag slökkviliðsstjóra og Mannvirkjastofnun. Fjöldi erinda var á dagskrá málþingsins, en fjallað var um reynslu af baráttu við gróðurelda, áhrif þeirra á heilsu og náttúru, stöðu slökkviliða og sveitarfélaga og aðgerðir til forvarna. Á undanförnum árum hafa orðið stórir gróðureldar hér á landi, þó að ekki hafi kviknað skógareldar að neinu marki enn sem komið er. Þeirra stærstir voru svokallaði Mýraeldar í Borgarbyggð sem loguðu í þrjá daga árið 2006. Mýraeldar eru taldir mestu gróðureldar Íslandssögunnar, en alls brunnu eldar á um 73 ferkílómetra landsvæði. Árið eftir brunnu níu ferkílómetrar á Miðdalsheiði og síðast í sumar kviknaði eldur í Laugardal í Súðavíkurhreppi. Þar brunnu fjórtán ferkílómetrar lands í eldi sem logaði í vikutíma með miklum tilkostnaði fyrir sveitarfélagið, en kostnaðurinn af slökkvistarfinu var rúm 21 milljón króna. Voru illa búnir undir Mýraeldana Í máli Bjarna Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, kom fram að þegar að Mýraeldar urðu hefðu þeir komið verulega á óvart, þ.e. hversu gríðarlega umfangsmiklir eldarnir urðu. „Við höfðum ekki séð svona gróðurelda áður,“ sagði Bjarni. Hins vegar hefði komið í ljós, þegar leitað var í eldri heimildum, að á hlýindaskeiðum hefðu áður orðið miklir gróðureldar hér á landi. Dæmi um slíkt væru Úlfhildarbrenna í Biskupstungum árið 1563 og bruni í Þingvallaskógi árið 1586. Í ljósi loftaslagsbreytinga, breytinga á búháttum og aukinni skógrækt væri því ljóst að hætta á stórum gróðureldum færi vaxandi. Við því yrði að bregðast með öllum ráðum. Til þess yrðu sveitarfélög að vinna viðbragðsáætlanir. Eftir Mýraelda hefur verið farið af stað með ýmis verkefni til að bregðast við þessari vá. Sænskur sérfræðingur kom hingað til lands árið 2006 og hélt námskeið fyrir stjórnendur slökkviliða. Keypt var 2.000 lítra slökkvifata fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar og áhafnir hennar þjálfaðar í notkun hennar. Árið 2009 var gefin út 100 síðna kennslubók um viðbrögð við gróðureldum og henni m.a. dreift til skógareigenda. Þá er vinna við viðbragðsáætlun vegna skógar- og gróðurelda í Skorradal á lokastigi en sú áætlun er dæmigerð og hægt að nota sem grunn að gerð viðbragðsáætlanna fyrir önnur sveitarfélög. Þá er ótalin vinna hjá Veðurstofu Íslands við spálíkangerð, þar sem ætlunin er að geta sagt fyrir um hættu á gróðureldum. Þrátt fyrir þessa vinnu er ljóst að enn er langt í land. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, Kristján Einarsson, slökkviliðs stjóri Brunavarna Árnes- sýslu, og Elísabet Pálmadóttir, sviðs- stjóri á Mannvirkjastofnun, fóru yfir stöðu slökkviliða á landinu. Í máli þeirra kom meðal annars fram að þrátt fyrir að mörg slökkvilið væru vel búin og mönnuð væri það mjög mismunandi milli svæða. Fæst þeirra væru útbúin til að takast á við stóra gróðurelda og sum algjörlega vanbúin. Jón Viðar velti því upp hvort slökkviliðin væru of mörg og of smá til að standa undir þeirri ábyrgð sem á þau væri lögð. „Kröfurnar eru þær sömu um allt land, enginn afsláttur gefinn,“ sagði Jón Viðar en benti á að augljóst væri að slökkviliðin væru misvel í stakk búin til þess. Undir þetta tók Elísbet og sagði að stöðu slökkviliðanna þyrfti að bæta. Hún benti á að innan við fjórðungur af bílaflota slökkviliðanna væri yngri en tuttugu ára. Slökkviliðsmönnum hefði fækkað á síðustu tuttugu árum um tuttugu prósent og væru nú um 1.300 á landinu öllu. Kallað eftir tryggingasjóði Framsögumönnum varð tíðrætt um nauðsyn þess að komið yrði á fót einhvers konar tryggingasjóði sem tæki á tjóni af völdum hamfara. Ítrekað var vísað í vinnu starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins sem ætlað var að gera tillögur um bætur til tjónþola í náttúruhamförum. Sá starfshópur hefur nú skilað áliti sínu eins og fjallað er um annars staðar hér á síðunni. Fjöldi fundarmanna benti á að mögulega væri ráðlegt að slíkur sjóður tæki ekki bara á bótagreiðslum heldur sinnti forvarnarhlutverki og hugsanlega yrði uppbygging tækjakosts slökkviliða að einhverju leyti kostaður af slíkum sjóði. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tók saman helstu niðurstöður málþingsins í lokin. Taldi hann að fimm atriði stæðu einkum upp úr að þinginu loknu. Þau voru: Nánar verður fjallað um málþingið í næstu blöðum. /fr Ekki spurning hvort heldur hvenær stórir skógareldar verða: Nauðsynlegt að efla slökkvi- lið og setja á fót hamfarasjóð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 22. janúar síðastliðinn að skipa starfshóp sem skyldi fjalla um hlutverk nýs hamfarasjóðs. Sú samþykkt byggir á tillögum nefndar sem forsætisráðherra skipaði í nóvember 2010, en nefndinni var ætlað að gera tillögur um bætur samkvæmt föstum verklagsreglum til tjónþola í náttúruhamförum til þess að fyrirbyggja að ríkissjóður standi frammi fyrir óvæntum útgjöldum í kjölfar náttúruhamfara. Megintillaga nefndarinnar er að stofnaður verði slíkur hamfarasjóður. Eingöngu er tekið á málum sem skilgreind eru sem náttúruhamfarir í tillögu sjóðsins. Samkvæmt skilgreiningu almannavarna er um að ræða óveður, ofanflóð, flóð í ám, sjávarflóð, flóðbylgjur af hafi, stíflurof, jarðskjálfta, eldgos, sinu- og kjarrelda og skyndilegar breytingar á jarðhitasvæðum. Forvarnir og greiðslur bóta Hamfarasjóður af því tagi sem hér um ræðir ætti að sinna verkefnum sem lúta annars vegar að forvörnum gegn náttúruvá og hins vegar greiðslum bóta vegna tjóns af völdum náttúruhamfara sem ekki fæst bætt með almennum vátryggingum. Lagt er til að tekjustofnar sem fyrir hendi eru í dag, svo sem eignaskattur sem rennur til Ofanflóðasjóðs, framlag í A-deild Bjargráðasjóðs, hlutfall af iðgjöldum til Viðlagatryggingar og hlutfall af skatttekjum sveitarfélaga, renni í sjóðinn. Ýmsar aðrar tillögur er að finna í skýrslunni sem lúta að tryggingavernd og bæta og skýra verklag þegar náttúruhamfarir verða. /fr Unnið að stofnun hamfarasjóðs Frá málþinginu um gróðurelda í Borgarnesi sem fjallað er um hér til hliðar á síðunni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.