Bændablaðið - 21.02.2013, Síða 23

Bændablaðið - 21.02.2013, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 www.buvis.is Ve r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r Áburðarverð 2013 Áburður Efnisinnihald (hrein efni) Greitt Greitt Greitt N P K S Ca Mg við pöntun 15. maí 15. okt. Kraftur 27 27.0 4.3 2.4 69.830 71.920 75.150 Kraftur 27+S 27.0 2.9 4.3 71.510 73.660 76.500 Kraftur 34 34.4 66.060 68.040 71.100 Völlur 30-5+S 30.0 2.0 2.0 76.890 79.200 82.760 Völlur 27-12+S 26.8 5.0 2.0 82.260 84.730 88.540 Völlur 26-6-6+S 26.0 2.5 4.9 2.0 79.150 81.520 85.180 Völlur 20-10-10+S 20.2 4.1 8.0 4.0 84.050 86.570 88.850 Völlur 23-7-12+S 23.0 3.0 10.0 1.0 84.180 86.710 88.980 Völlur 17-15-15+S 16.5 6.4 12.0 2.0 86.200 88.786 92.780 ÁB UR ÐU R Verð á tonn án VSK. í 500kg stórsekkjum. Verð getur breyst án fyrirvara. Flutningur á norður- og austurlandi er innifalinn í verði. Hafir þú hug á öðrum greiðslukjörum hafðu samband við sölumenn okkar. Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76-98% Verðskrá getur breyst án fyrirvara. Hvern mánudag kl 9.00 birtist ný verðskrá á www.buvis.is Kraftur 27 Eingildur N-áburður með kalsíum og magnesíum. Hann hentar með sauðataði á flest tún og með vordreifðri kúamykju á eldri tún. Hentar einnig á milli slátta og til beitar þar sem ekki er talin þörf á því að bera á P og K. Kraftur 34 Eingildur N-áburður. Hann hentar með sauðataði á flest tún og með vordreifðri kúamykju á eldri tún. Þá hentar Kraftur á milli slátta og til beitar þar sem ekki er talin þörf á því að bera á P og K. Kraftur 27+S Eingildur N-áburður með kalsíum og brennisteini. Hann hentar með sauðataði á flest tún og með vordreifðri kúamykju á eldri tún. Hentar einnig á milli slátta og til beitar þar sem ekki er talin þörf á því að bera á P og K. Velja skyldi Kraft 27+S á þurrlendistún þar sem hætta er á brennisteinsskorti. Völlur 30-5+S Tvígildur NP áburður með brennisteini. Hann hentar með vordreifðum búfjáráburði á tún sem gera ekki miklar kröfur um fosfóráburð. Þá hentar hann á milli slátta á endurræktuð tún og til landgræðslu. (Vatnsuppleysanleiki fosfors 98%) Völlur 27-12+S Tvígildur NP áburður með brennisteini. Hann hentar með vordreifðum búfjáráburði á grænfóður, endurræktuð tún og nýræktir sem þurfa mikinn fosfór. Hentar einnig sem landgræðsluáburður.(Vatnsuppleysanleiki fosfórs 98%) Völlur 26-6-6+S Þrígildur NPK túnáburður með brennisteini og lágu hlutfalli steinefna. Hann hentar með haustdreifðum búfjáráburði eða hóflegum skömmtum af vordreifðum búfjárábuði. Þá hentar hann ágætlega á milli slátta á uppskerumikil tún, á beitartún og til landgræðslu. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Völlur 23-7-12+S Þrígildur NPK túnáburður með brennisteini. Hann hentar á eldri tún í góðri rækt sem ekki fá búfjáráburð og gera minni kröfur um fosfóráburð. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Völlur 20-10-10+S Þrígildur NPK túnáburður með brennisteini. Hann hentar á uppskerumikil endurræktuð tún þar sem ekki er borinn á búfjáráburður. Hentar einnig á rýgresi, bygg og hafra og á bygg til þroska þar sem borinn er á hár skammtur af köfnunarefni. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Völlur 17-15-15+S Þrígildur NPK áburður með brennisteini og háu steinefna- hlutfalli. Hann hentar á fóðurkál þar sem ekki er borinn á búfjáráburður og repju og korn til þroska. Hentar einnig á smáratún og grassáningar. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) B Æ T I R H A G B Æ N DA Kynna gamla bæinn á Blönduósi Blönduósbær hefur sótt um styrk til Menningarráðs Norðurlands vestra fyrir verkefni sem nefnt er Saga byggðarinnar á Blönduósi fyrir 100 árum. Verkefnið gengur út á að gera grein fyrir byggðinni á Blönduósi fyrir 100 árum og er unnið út frá skipulagskorti frá 1914 sem sýnir þá byggð sem þá var til staðar. Sett verður upp stórt skilti sem sýnir gamla kortið og svo þau hús sem enn standa og á því kemur fram við hvaða hús eru söguskilti. Þá verða sett upp þrjú söguskilti eins og eru við „Þorsteinshús“ og fjallað um Hillebrantshús, Kvennaskólann og Blöndubyggð 1, en húsin eru í eigu Blönduósbæjar og nágrannasveitarfélaga. Verkefni þetta er sett af stað í því augnamiði að vekja meiri athygli á gamla bænum og upplýsa ferðamenn um byggðasögu Blönduósbæjar. Frá þessu er sagt á vef Blönduósbæjar. Bændablaðið Kemur næst út 7. mars Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu á ársgrundvelli. Viðmiðunar eignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351 m3. Stærð lóðar er 808 m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. janúar 2013. Þetta kemur fram á heimasíðu Byggðastofnunar. Af þeim stöðum sem skoðaðir voru reyndist rafmagnsverð hæst hjá notendum RARIK í dreifbýli kr. 103.059. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði RARIK kr. 77.533. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri, kr. 66.278. Hæsta verð er rúmlega 55% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 17% hærra en lægsta verð. Dýrt að hita upp hús á orku- veitusvæði RARIK í dreifbýli Þegar kemur að húshitunar- kostnaðinum verða skilin skarpari. Þar er hæsti kyndingarkostnaðurinn á orkuveitusvæði RARIK í dreif- býli kr. 217.063. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði, kr. 187.133. Þess ber að geta að á nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum er húshitunarkostnaður hærri en hér kemur fram fyrir þá íbúa sem ekki eiga kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki, kr. 68.707. Hæsta verð er 216% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 172% hærra en lægsta verð. Ef horft er til heildarkostnaðar þá er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK kr. 320.123. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 264.686. Lægstur er heildarkostnaðurinn á Sauðárkróki, kr. 146.260. Hæsta verð er því 119% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 81% hærra en lægsta verð. Skýrsla Byggðastofnunar um húshitun: Um 216% munur á hæsta og lægsta kostnaði Frá Norð rði. Heildarkostnaður vegna húshitunar í þéttbýli er hæstur á Grundar rði, Neskaupstað og Vopna rði, kr. 264.686. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.