Bændablaðið - 21.02.2013, Side 25

Bændablaðið - 21.02.2013, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 jafnvel þótt þær væru aðeins í nafni formannsins Hallgríms Snorrasonar, þá er það raunveruleikinn að hefðu þær tillögur hans orðið að veruleika hefði verið búið að draga landbúnaðarframleiðsluna þannig niður þegar efnahagshrunið varð að ekki hefði verið burður í henni til að framleiða hér mat. Við þurftum að berjast gegn því að kjúklinga- og svínakjötsframleiðsla væri ekki steypt í tollfrjálsan innflutning. Það sem menn gera sér aldrei grein fyrir er að ef svínakjöt yrði dregið út úr slátrun og kjötvinnslu hér á landi myndi það þýða að hagkvæmni þess geira yrði eyðilagður. Allur búskapur eða öllu heldur vinnsla og slátrun í öðrum kjötgreinum yrði ómöguleg á eftir. Í hruninu fengum við síðan upphringingar frá fólki sem vildi þakka okkur fyrir að bændur væru enn að störfum úti í sveitum, að framleiða mat. Svona eru öfgarnar sem maður upplifði. Að vera fyrst sagður algjör dragbítur á kjör al mennings í landinu og standa í vegi fyrir kaupmáttar- aukningu sem verkalýðsfélög og félög kaupmanna reyndu að selja fólki, yfir í að eiga sterka grunnframleiðslu sem fólk þakkar fyrir að eiga þegar til kastanna kemur. Niðurstaðan varð að gerðar voru breytingar af hendi stjórnvalda, sem við bændur fundum sannarlega fyrir, en í engu samræmi við afleiðingarnar sem hefðu getað orðið.“ Haraldur segir að mjög hafi verið barið á bændum á þessum tíma og ýmsum meðölum beitt. Bændur hafi á þessum tíma orðið átt fáa talsmenn en þó alltaf átt hauka í horni. „Ég get alveg vottað það að maður var mjög einn í þessari baráttu þegar fram í sótti. Gríðarsterk öfl unnu gegn bændum og landbúnaði. Það munaði aðeins hársbreidd að peningabrjálæðið gerði út af við landbúnaðinn. Við höfum alla tíð verið að slást við samtök og einn stjórnmálaflokk sem halda að þau geti bætt stöðu sína með því að berja á landbúnaðinum. Hins vegar áttu bændur öfluga hauka og við áttum mjög gott samtal við stjórnvöld og alla ráðherra landbúnaðarmála. Ég hef reyndar átt mjög gott samstarf við alla ráðherra landbúnaðarmála frá því ég tók við formennsku og ég undanskil engan í þeim efnum.“ Þrekvirki unnið í hruninu Þegar efnahaghrunið reið yfir ísland í október 2008 vissu fæstir hvað við var að etja. Ef horft er í baksýnisspegilinn nú, þegar mesta rykið er sest, kemur í ljós að ýmislegt gekk á sem aldrei kom fyrir sjónir fólks. Fjöldi manna gekk þar fram fyrir skjöldu og vann þrekvirki í að halda hjólunum gangandi. Haraldur segir að bændur hafi haft raunverulegar áhyggjur af því að landbúnaðarframleiðsla gæti stöðvast hér á landi. „Það var nauðsynlegt að huga að mörgum þáttum. Við fórum strax inn í ráðuneyti landbúnaðarmála og ráðuneytið tók fast á málum, m.a. í samstarfi við Seðlabankann. Seðlabankinn brást strax vel við þessum ábendingum. Við höfðum áhyggjur af korni, umbúðum olíu og slíkum hlutum sem hefðu mjög fljótlega getað farið að hökta. Það sem við vorum líka að hugsa um á þessum tíma var að þó að bú lentu í greiðslufalli þyrfti að vera hægt að leysa út aðföng til búskapar, sækja mjólk, flytja gripi í sláturhús og svo framvegis. Raunveruleikinn var auðvitað sá að þótt bóndi væri tæknilega gjaldþrota gátu bankastarfsmenn ekki farið inn á búið og tekið við því. Þetta skildu bankastjórnendur svo sem mjög vel þegar við fórum að tala þessu máli við þá. Mér er minnisstæður fundur sem við áttum með Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Hún var sá bankastjóri sem ég segi að hafa skilið kjarna erindis okkar allra best. Hún sagði: „Já, þetta er rétt hjá ykkur. Ég sé alla vega engan fyrir mér í mínum banka sem getur farið að mjólka eða gefa kindum eða hirða svín.“ Það má líka segja að tiltölulega fljótt hafi rykið sest og menn áttað sig. Ég held að enginn bóndi hafi í raun lent í stoppi en það skipti máli að hugsa fyrir þessu strax.“ Hugmyndir um að flytja alla mjólkurframleiðslu á Suðurland -Var til umræðu hjá bankastofnunum á þessum tíma að skera rekstur niður? Að slátra gripum, selja kvóta og stöðva búrekstur þar sem menn voru komnir í gjaldþrot? „Það voru sannarlega hugmyndir í þá veru, já. Það var líka meira en það, það voru viðraðar við okkur hugmyndir um að sameina mikið búvöruframleiðslu og flytja hana til á landinu. Þetta átti sérstaklega við um mjólkurframleiðslu, en þar voru hugmyndir um að flytja hana frá Norðurlandi og á Suðurland þar sem menn ímynduðu sér að væri meiri hagkvæmni í rekstrinum. Allt hugmyndir sem voru örugglega ágætar í excel-skjali en ekki í raunveruleikanum. Þá skipti máli að tala um hluti eins og búsetuskyldu á bújörðum og takmarkanir á eignarhaldi bújarða. Þegar Jón Bjarnason varð síðan landbúnaðarráðherra sumarið 2009 skipti máli að hann sagði að hann hygðist endurskoða jarðalög. Það sló verulega á þessar raddir um uppstokkun. Til að setja nú ekki alla banka samt undir sama hatt er rétt að nefna að þessum hugmyndum var fyrst og fremst hreyft inni í Kaupþingi.“ -Hrunið og afleiðingar þess hafa staðið u.þ.b. helminginn af þinni formannstíð og hafa tekið drjúgan tíma í þínum störfum. Það hefur væntanlega skaðað aðra vinnu að hagsmunum bænda? „Jú, við erum ekki að vinna að framgangi og þróun landbúnaðarins á meðan við erum í slökkvistarfi. Strax á haustdögum 2008 er gripið inn í búvörusamningana við fjár- lagagerð. Við neituðum samkomu- lagi um þær skerðingar. Í janúar 2009 erum við búin að ná samkomulagi við Einar Kristin Guðfinnsson landbúnaðarráðherra um framhaldið en þá er ríkisstjórnin að verða örend. Sá samningur er síðan gerður af Steingrími J. Sigfússyni í apríl sama ár. Þá stöndum við í þeirri trú að við séum að taka þátt í að skapa samstöðu til að takast á við kreppuna, fyrstir stétta. Þegar við erum að tala við stjórnvöld á þessum tíma var meginhlutverk okkar að eyða óvissu, því bændur þurftu ekki á meiri óvissu að halda. Það var gert af miklum myndarskap af beggja hálfu. Við settum meðal annars þak á verðtryggingu samninga okkar og afnemum hana að hluta. Við ræddum það við ráðherra hvort slíkar aðgerðir ættu ekki rétt á sér á öðrum sviðum efnahagslífsins. Án þess að við hefðum nokkuð um það að segja var það auðvitað andi viðræðnanna að vísitala yrði hugsanlega tekin úr sambandi að einhverju leyti. Við gerum okkar samkomulag kannski að hluta í þeirri vissu að við værum hluti af púsluspili, hluti af einhvers konar þjóðarsátt sem á þyrfti að halda til að takast á við þessa erfiðleika. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta samkomulag frá 2009 var og er mjög mikils virði fyrir samskipti bænda og ríkisvalds og fyrir framtíð búvörusamninga. Ef búvörusamningar hefðu brotnað eftir inngrip Alþingis 2008 og við ekki samið hefðu búvörusamningar, eins og við vorum búin að reka þá í áratugi á undan, verið ónýtt fyrirkomulag.“ Ísland þurfti ekki á meiri óvissu að halda Síðastliðið haust voru búvörusamn- ingar framlengdir á nýjan leik auk þess sem nýr búnaðarlagasamningur var undirritaður. Haraldur segir að það hafi verið nauðsynlegt en ljóst sé að taka þurfi samningana til gagn- gerrar endurskoðunar næst. „Alveg eins sannfærður og ég var 2009 um að við værum að gera rétt þá er ég núna sannfærður um að nú verðum við að taka samningana upp næst. Við getum ekki framlengt þá með sama hætti og verið hefur síðustu tvö skipti. Enda eru aðstæður óvenjulegar. Mér fannst svolítið sárt að upp- lifa á bændafundum í haust ákveðið áhugaleysi fyrir því hvað við vorum að gera. Svolítið eins og það væri bara sjálfsagt mál að samningar upp á milljarða króna væru sjálfsagður og eðlilegur hlutur. Í minni formannstíð erum við búin að gera nokkuð marga búvörusamninga. Þessi samningar hafa farið í gegn með miklum meiri- hluta á Alþingi. Við höfum því búið við mjög öflugt og gott samstarf við Alþingi á þessum tíma.“ -Hvert hefði framhaldið orðið að þínu mati ef bændur hefðu staðið þverir fyrir árið 2009 og ekki komið að borðinu með það í huga að þeir yrðu að leggja sitt að mörkum við endurreisn efnahagslífsins? „Við hefðum orðið háð velvilja Alþingis varðandi fjárveitingar inn í samningana á hverju einasta ári. Samdráttur til landbúnaðarins hefði vafalaust orðið mun meiri. Við hefðum aldrei getað byggt upp neina framtíðarsýn, aldrei getað horft lengra en til næstu fjárlaga. Bændur gátu ekki setið hjá í þeim samdrætti sem óhjákvæmilegur var. Það hefur orðið slíkur samdráttur í fjármunum til ýmissa verkefna af hálfu ríkisvaldsins að það er beinlínis bjánalegt að halda að við hefðum getað farið eitthvað betur út úr því, með búvörusamninga í óvissu. Fyrir vikið hefðum við skapað óvissu í búvöruframleiðslu og Ísland þurfti ekki á meiri óvissu að halda. Ísland þurfti atvinnuvegi sem hægt var að keyra áfram. Við skulum ekki gleyma því að vegna þessa hefur störfum í landbúnaði fjölgað, á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist. Verðmæti útflutnings hefur aukist. Útlánatöp í landbúnaði og sjávarútvegi voru innan við þrjá milljarða króna samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar um skuldaskil en voru tæpir 90 milljarðar í verslun og þjónustu. Sú staðreynd finnst mér segja að í landbúnaði er og var raunveruleg verðmætasköpun. Hitt er að landbúnaðurinn stóð sterkum fótum þrátt fyrir að vera að koma út úr gríðarlegu ofþenslutímabili og þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að orsök á háu matarverðlagi er að finna í gríðarlega óhagkvæmum verslunarrekstri á Íslandi. En vegna þess að verslunin fjármagnar fyrst og fremst auglýsingar dagblaða má ekki tala hátt um það í slíkum miðlum.“ -Þegar samkomulagið við stjórn- völd var gert 2009, um skerðingu búvörusamninga, tölduð þið að bændur væru að ganga á undan með góðu fordæmi varðandi það að taka á sig byrðar við endurreisn efnahagslífsins. Þið tölduð að aðrir myndu koma í ykkar fótspor. Finnst þér það hafa gengið eftir? „Nei, við sáum á þessum tíma mun minni samdrátt í fjárveitingum fjárlaga en boðað var. Það er erfitt að útskýra fyrir bændum af hverju við gáfum eftir, í því ljósi. Ég vil þó taka fram að ríkisstuðningurinn er ekki upphaf og endir í öllu í landbúnaði. Það skiptir okkur mestu máli að haldið sé við kaupmætti í landinu, svo fólk geti keypt vörurnar okkar.“ Hefði átt að ganga harðar fram varðandi skuldaafskriftir -Ertu ánægður með það hvernig þér, og forystu bænda, tókst til í þessum efnum tengdum hruninu? Er eitt- hvað sem þú telur að hefði átt að gera öðruvísi? „Ég er heilt yfir ekki ósáttur. Eftir á að hyggja hefði ég viljað að við gengjum harðar fram í því í upphafi að skuldir yrðu afskrifaðar. Við fengum ákveðin skilaboð um að með góðum samtakamætti í þjóðfélaginu væri hægt að knýja slíkt fram. Ég nefndi þetta lauslega við nokkur samtök launafólks en fékk engan hljómgrunn. Ég skal bara viðurkenna að ég sé mikið eftir því að hafa ekki talað af meiri hávaða og gengið harðar fram í því að setja strax fram kröfu um almenna skuldaleiðréttingu fyrir almenningu og fyrirtæki strax í upphafi árs 2009. Rá ða nd i - a ug lý sin ga st of a eh f BYLTING Í SÓTTHREINSUN Sagewash sótthreinsikerfið Hlutlaust efni sem drepur bakteríur sem valdið geta sýkingum, ásamt því að halda tækjum, gólfi og veggjum skínandi hreinum. Hafðu samband við ráðgjafa KEMI og fáðu nánari upplýsingar. „Ég vil að við leggjum þessar viðræður niður. Við vitum það öll sem höfum verið að fást við þetta af hálfu Bænda- samtakanna að það er enginn samningur, það er aðlögun að stefnu Evrópusambandsins sem þarna fer fram,“ segir Haraldur um aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.