Bændablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
Með sívaxandi fólksfjölda hefur
álag á vistkerfi jarðarinnar aukist
verulega, meðal annars vegna
þeirra landbúnaðaraðferða sem
notaðar eru til að ná fram sem
mestri uppskeru svo að hægt sé að
brauðfæða fjöldann. Ræktunar-
aðferðir nútímans hafa stuðlað að
alvarlegum umhverfisspjöllum,
svo sem landeyðingu, skemmdum
á vist kerfum, vatnsskorti og
vatns mengun. Hana má meðal
annars má rekja til mikillar
notkunar á tilbúnum áburði og
eiturefnum. Á sama tíma hefur
það landbúnaðarsvæði sem háð
er reglulegri vökvun við ræktun,
tvöfaldast síðastliðin 50 ár.
Skaðlegar loftslagsbreytingar
Landbúnaður er mikill áhrifavaldur
í losun gróðurhúsalofttegunda. Talið
er að bein losun tengd búskapnum
sjálfum sé um 13% af heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda árlega,
en rúmlega 30% ef reiknað er
með losun vegna aðfanga, tækja,
vinnslu afurða, breyttri landnotkun
og vegna dreifingar og flutninga.
Loftslagsbreytingar gætu haft mikil
áhrif á landbúnaðinn í framtíðinni þar
sem því er spáð að ýmiss konar öfgar
í veðri aukist, svo sem hitabylgjur,
þurrkar og flóð. Á árunum 1970-2004
jókst losun gróðurhúsalofttegunda af
mannavöldum um 70%.
Olíu- og fosfórskortur
Hefðbundnar landbúnaðaraðferðir
eru háðar mikilli notkun á olíu og
fosfóráburði, sem hvorttveggja eru
þverrandi auðlindir. Spár reikna með
að hámarksolíuframleiðslu verði náð
árið 2035, aðrir halda því fram að
hámarksframleiðslu hafið þegar verið
náð.
Talið er að nú sé búið að nota
um helming alls fosfórs í heiminum
og fyrirséð að innan 30 ára þurfi að
fara að vinna hann frá svæðum af
minni gæðum. Meiri vinnsla hækkar
verðið. Fosfór er nauðsynlegur öllum
lífverum og ekkert annað efni kemur
í hans stað.
Alþjóðastofnanir mæla með
lífrænum búskap
Í alþjóðlegu mati á stöðu landbúnaðar
í heiminum er fjallað um að í
langan tíma hafi verið lögð áhersla
á búskaparhætti í landbúnaði þar
sem hægt væri að framleiða sem
mest á sem lægstu verði. En nú sé
svo komið að ekki sé hægt að halda
áfram á þessari braut, það verði
að framleiða matvæli á grundvelli
sjálfbærrar þróunar. Samkvæmt
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna er ljóst að þær
landbúnaðaraðferðir sem notaðar
verða í framtíðinni verða að fela í sér
sjálfbæra nýtingu auðlinda1. Lífræn
ræktun hefur verið nefnd sem ein
af þeim aðferðum sem leggja ætti
áherslu á8.
Í skýrslu Umhverfisstofnunar
Sameinuðu þjóðannna og Viðskipta-
og þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna frá árinu 2008 segir að
lífrænn landbúnaður:
á meðal vatn og fjölbreytileika
lífríkisins
framleiðni til lengri tíma
og neytenda.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
lífrænn landbúnaður noti 20-56%
minni orku til að framleiða hverja
einingu af uppskeru miðað við
hefðbundna ræktun og lífrænir akrar
bindi 3-8 sinnum meira af kolefni á
hvern hektara en hefðbundin ræktun
og gætu því verið mikilvægur
þáttur í að draga úr nettóútstreymi
gróðurhúsalofttegunda.
Græna hagkerfið – stefnumótun
stjórnvalda
Fjölmörg lönd hafa sett sér markmið
til að auka lífræna ræktun á næstu
árum og stuðlað að því marki
t.d með fjárhagslegum hvötum,
innkaupastefnu stjórnvalda,
rannsóknum og fræðslu. Má
þar nefna Danmörku, Holland,
má segja um ýmis bandalög landa
til að mynda Evrópusambandið og
Í september árið 2011 kom út
skýrsla nefndar alþingis sem bar
yfirskriftina: Efling græns hagkerfis á
Íslandi, sjálfbær hagsæld – samfélag til
áhersla á mikilvægi þess að stjórnvöld
móti framkvæmdaáætlun um eflingu
lífrænnar framleiðslu á Íslandi, enda
eins og fram kemur í skýrslunni,
gangi lífrænir búskaparhættir lengst í
átt til sjálfbærar þróunar í landbúnaði.
Í upphafi árs 2012 voru tillögur
þar með tillaga þess efnis að stjórnvöld
setji af stað framkvæmdaáætlun með
það að markmiði að lífræn framleiðsla
verði 15% af landbúnaðarframleiðslu
á Íslandi árið 2020. Tölur varðandi
hlutfall lífrænna íslenskra land-
búnaðar vara á markaði liggja ekki
fyrir, en samkvæmt lauslegri áætlun
er hlutdeild lífrænna matvara um 2%
að innflutningi meðtöldum.
saman hvað varðar umfang lífrænnar
ræktunar er oftast miðað við hlutfall
ræktarlands í lífrænni ræktun. Í þeim
samanburði hefur Íslandi dregist
verulega aftur úr nágrannalöndunum.
Eftirspurn meiri en framleiðsla
Eftirspurn eftir lífrænum matvörum
hefur aukist mikið undanfarin
ár bæði hérlendis og erlendis.
í lífrænni matjurtarækt á Íslandi eru
langt frá því að anna eftirspurn og
þannig virðist það hafa verið lengi.
Umframeftirspurn hefur svo verið
mætt með innflutningi en ekki eru til
neinar upplýsingar um hversu mikill
hann gæti verið.
Lítil sem engin nýliðun hefur verið
í lífrænni matjurtarækt síðan 1996
en bændur hafa þó haldið tryggð
við greinina og aukið framleiðsluna.
Samt sem áður er hlutdeild lífræns
grænmetis lítil á Íslandi og miðað
við fyrirhugaða aukningu mun svo
verða áfram næstu þrjú árin. Hlutur
lífræns byggs ætlað til manneldis er
hinsvegar talsverður og eykst mikið
helst hafa aukið lífræna ræktun eru
aðlögunarstyrkir, en undanfarin ár
hafa fjárframlög ríkisins til lífrænnar
ræktunar verið skorin niður þannig
að ekki er hægt að standa við gerða
samninga hvað þá að taka fleiri býli
í aðlögunarferli.
Nánast allt sem lýtur að
uppbyggingu greinarinnar undanfarin
ár hefur verið í algjöru lágmarki, má
þar nefna rannsóknir, kennslu, styrki,
ráðgjafarþjónustu og kynningu.
Ekki virðast heldur þær stofnanir
sem styðja ættu við greinina vera að
standa sig í stykkinu, því að bændur í
lífrænni matjurtarækt líta í raun á þær
sem helstu hindranir hvað varðar vöxt
lífrænnar ræktunar.
Möguleikar á Íslandi
Með tilliti til sjálfbærrar þróunar
eru kostir lífrænnar ræktunar á
Íslandi margir, og auðlindir landsins
gætu veitt forskot þegar kemur að
framleiðslu á matvöru í sem mestri
sátt við umhverfið.
lífrænni ræktun hérlendis er skortur
á lífrænum áburði, en stranglega
bannað er að nota tilbúinn áburð í
lífrænni ræktun.
Á Íslandi fellur mikið til af ýmiss
konar úrgangi sem hugsanlega
mætti nýta í áburð, svo sem fisk-
og sláturúrgang, eða rækjuskel sem
nú er losuð í sjóinn. Dæmi eru um
að bændur í lífrænni ræktun nýti
með góðum árangri það sem annars
þyrfti að losna við á annan hátt með
tilheyrandi áhrifum á umhverfið.
Notkunin er samt háð undanþágum
en Heilbrigðiseftirlitið hefur þó veitt
leyfi til að fiskúrgangur sé notaður
sem áburður.
Ein af tillögum nefndar um eflingu
græns hagkerfis á Íslandi var að gerð
yrði kostnaðar- og ábatagreining á
framleiðslu lífræns áburðar hérlendis,
bæði til að mæta þörf bænda í
lífrænni ræktun og einnig til að
bæta nýtingu þess lífræna úrgangs
sem fellur til í landinu svo sem í
sjávarútvegi, landbúnaði, verslun og
þeim tillögum sem nefnd á vegum
forsætisráðuneytisins lagði til nýlega
að yrði frestað.
Í hefðbundinni ræktun er aðallega
notaður tilbúinn áburður og allt frá
árinu 2001 þegar Áburðarverksmiðja
ríkisins hætti starfsemi hefur allur
tilbúinn áburður verið fluttur inn á
Íslandi, en áburðarverð hefur hækkað
mikið undanfarin ár.
Mengun og orkunotkun
Mikil notkun tilbúins áburðar getur
valdið ofauðgun í nágrenni við
landbúnaðarsvæði. Útskolun þessara
efna í nærliggjandi ár, læki og vötn
leiðir af sér að ofvöxtur hleypur í
vatnaplöntur, þörunga og svif. Við
þessar kringumstæður getur skapast
súrefnisskortur sem drepur þær
lífverur sem fyrir eru. Ofauðgun í
nágrenni við landbúnaðarsvæði hefur
víða verið vandamál og má þar nefna
Danmörku. Ein af ástæðum þess
að dönsk stjórnvöld hafa lagt ríka
áherslu á lífrænan landbúnað er sú
að ofauðgun í ám, vötnum og sjó var
mikið vandamál í Danmörku. Einnig
var farið að finnast nítrat og leifar
af skordýraeitri í drykkjarvatni og
landbúnaðarvörum.
ýmissa efna á umhverfið er það ekki
einungis notkunin sjálf sem hefur
áhrif heldur einnig framleiðsla
þeirra og flutningur til kaupenda.
Hefðbundinn landbúnaður er háður
mikilli orku sem að langmestu
leyti er fengin úr óendurnýjanlegu
eldsneyti á borð við olíu, kol og gas.
Notkunin er meðal annars tilkomin
vegna framleiðslu aðfanganna,
ræktunar og flutnings. Rannsókn í
af orkunotkun tengd landbúnaði er
tilkomin vegna framleiðslu áburðar
hafa sýnt jafnvel hærra hlutfall. Við
þetta bætist svo flutningur vörunnar
til kaupenda en flutningum um
langan veg fylgir mikil losun
gróðurhúsalofttegunda, hún getur
jafnvel verið meiri en losun tengd
framleiðslu vörunnar.
Á Íslandi er nægt vatn og lágt
hitastig og einangrun landsins koma
í veg fyrir ýmsa þá sjúkdóma sem
Íslendingar við þau hlunnindi að
hafa jarðhita og rafmagn sem losar
aðeins brot af þeim CO2 ígildum
sem meðalrafmagnsframleiðsla í
ræktun í gróðurhúsum eykur
fjölbreytni þeirra tegunda sem hægt
er að rækta, lengir ræktunartímann og
síðast en ekki síst kemur í veg fyrir
innflutning.
Úrelt sjónarmið enn við lýði
Helstu rök þeirra sem setja sig upp
á móti aukinni lífrænni ræktun eru
þau að hún geti ekki brauðfætt hinn
ört vaxandi fólksfjölda á jörðinni.
Uppskeran sé minni og einnig þurfi
lífræna ræktunin meira landrými.
frá land til að rækta með aðferðum
sem þurfi meira pláss og skili minni
uppskeru.
Núverandi matvælaframleiðsla er
talin geta brauðfætt um 10 milljarða
manna ( 7 milljarðar byggja jörðina
nú). Áætlað er að um þriðjungur
af framleiddum mat í heiminum
endi í ruslinu. Í nýlegri skýrslu er
þetta hlutfall jafnvel talið hærra.
Vannæring í heiminum í dag er
tilkomin af fátækt og ójöfnuði en
ekki vegna þess að skortur sé á
matvælum. Rannsókn frá árinu
2006 leiddi í ljós að væru lífrænar
landbúnaðaraðferðir teknar upp í
þróunarlöndum myndi þær auka
var fyrst og fremst að þakka meiri
vistfræðiþekkingu varðandi lífræna
áburðargjöf, notkun belgjurta,
skiptiræktun og árangursríkri
vatnsstjórnun.
Áður hefur verið minnst á þau
rök íslenskra fræðimanna að ekki
ætti að auka lífræna ræktun vegna
þess hún þurfi meira landrými en
hefðbundin ræktun, í þessu samhengi
er vert að hafa í huga að í skýrslu
um landnotkun á Íslandi frá árinu
2010 kemur fram að aðeins fimmti
hluti þess lands sem talið er gott
ræktunarland er í raun nýtt sem slíkt.
Lokaorð
skref í átt til sjálfbærar þróunar og
liður í því að tryggja að komandi
kynslóðir geti nýtt jörðina með þeim
getur lífræn ræktun einnig haft í för
með sér ýmsa aðra kosti svo sem
fjárhagslegan ávinning og aukna
hollustu. Mikil vakning hefur átt
sér stað út um allan heim um kosti
þess að leggja áherslu á lífrænar
landbúnaðaraðferðir, en einhverra
hluta vegna virðist þetta ekki vera
áherslan hérlendis.
Ragna D. Davíðsdóttir
MS í umhverfis- og auðlindafræði
frá Háskóla Íslands og höfundur
nýútkominnar skýrslu um lífræna
matjurtarækt á Íslandi.
Sjálfbær þróun með lífrænni ræktun
Heimildir
FAO. (2011) The state of the world's land and water resources for food and agriculture: Managing
systems at risk. Rome: Food and Agriculture Organization of the United Nation (FAO).
UNCTAD. (2010). Agriculture at the Crossroads: Guaranteeing Food Security in a Changing Climate.
Achieving food security in the face of climate change: Final report from the Commission on Sustain-
able Agriculture and Climate Change. Copenhagen, Denmark: CGIAR Research Program on Climate
Change, Agriculture and Food Security (CCAFS).
Pachauri, R. K., & Reisinger, A. (Eds.) (2007). Climate change 2007: Synthesis Report. Geneva,
Switzerland: IPCC.
IEA. (2010). World Energy Outlook 2010. París: IEA.
Aleklett, K., Höök, M., Jakobsson, K., Lardelli, M., Snowden, S. & Söderbergh, B. (2010). The Peak
of the Oil Age – Analyzing the World Oil Production Reference Scenario in World Energy Outlook
2008. Energy Policy, 38(3), 1398-1414. Oxford: Elsevier Ltd.
Sverdrup, H. U. & Ragnarsdottir, K. V. (2011). Challenging the planetary boundaries II: Assessing
the sustainable global population and phosphate supply, using a systems dynamics assessment model.
Applied Geochemistry, 26, S307-S310
IAASTD (2008). Agriculture at a Crossroads: Executive Summary of the Synthesis Report. Washington,
DC: Island Press.
UNEP-UNCTAD. (2008). Best practices for organic policy what developing country governments
can do to promote the organic agriculture sector. New York: United Nations.
hagsæld - samfélag til fyrirmyndar. Reykjavík: Alþingi.
Guðni Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Helga Þórðardóttir, ÓIafur R. Dýrmundsson & Sigurður
Jóhannesson. (2010). Staða og horfur í lífrænum landbúnaði og tillögur um stuðning við aðlögun að
lífrænum búskap á Íslandi. Skýrsla til Jóns Bjarnasonar ráðherra.
Norfelt, T. F. (2011). Organic farming in Denmark.
Heller, M. C. & Keoleian, G. A. (2000). Life Cycle-Based Sustainability Indicators for Assesment of
the U.S Food System. (Skýrsla Nr. CSS00-04). Michigan: University of Michigan.
Sims, R. E. H. & Dubois, O. (2011). Energy-smart food for people and climate: issue paper. Rome: FAO.
Ólafur R. Dýrmundsson. (2008, 16. maí). Skilyrði fyrir lífrænan landbúnað á Íslandi. Málþing Land-
búnaðarháskóla Íslands, Norræna húsinu, Reykjavík.
Institution of Mechanical Engineers. (2013). Global food waste not, want not. (Skýrsla). London:
Institution of Mechanical Engineers.
Badgley, C., Moghtader, J., Quintero, E., Zakem, E., Jahi Chappeli, M., Avilés-Vázquez, K., Samulon,
A. & Perfecto, I. (2006). Organic agriculture and the global food supply. Renewable Agriculture and
Food Systems 22(2), 86-108.
Arnór Snæbjörnsson, Drífa Hjartardóttir, Eiríkur Blöndal, Jón Geir Pétursson, Ólafur Eggertsson
og Þórólfur Halldórsson. (2010). Skýrsla nefndar um landnotkun. Athugun á notkun og varðveislu
ræktanlegs lands. Reykjavík: Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið.
Ragna D. Davíðsdóttir