Bændablaðið - 28.11.2013, Síða 4

Bændablaðið - 28.11.2013, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 20134 Fréttir Á síðustu vikum hafa kjúklinga- framleiðendur fengið orð í eyra vegna ófullkominna merkinga á umbúðum og gruns um að erlend kjötvara sé markaðs sett sem íslensk. Formaður Bænda- samtakanna vill að allar búvörur verði merktar upprunalandi til að auðvelda neytendum að velja á milli íslenskra og erlendra matvæla. Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðis flokksins, sagði í þingræðu fyrr í mánuðinum að sér hefði verið sagt að íslenskir kjötinnflytjendur leituðu eftir ódýrasta kjötinu á erlendum mörkuðum en ekki því besta. Það væri síðan unnið og pakkað í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og innlent kjöt. Uppi varð fótur og fit við ummæli þingmannsins, sem urðu meðal annars til þess að Neytendasamtökin könnuðu sannleiksgildi þessara fullyrðinga. Fyrirtæki í kjúklingaframleiðslu voru sein til svara en á endanum var málflutningur þingmannsins staðfestur að mestu leyti. Viðurkenndu framleiðendur að hafa flutt inn erlent kjöt en að hráefnið hefði farið í vinnsluvörur eða á veitingahúsa- eða mötuneytamarkað og væri ekki merkt sérstaklega. Í kjölfarið lofuðu forsvarsmenn Reykjagarðs og Matfugls að framvegis yrðu allar umbúðir merktar með upprunalandi kjötsins og Ísfugl lofaði neytendum því að bjóða alls ekki upp á erlendar kjötvörur. Mikil vonbrigði fyrir íslenska bændur Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að í ljósi umræðunnar sem verið hefur um þessi mál að framleiðendur þurfi að taka sig á. „Við hjá Bænda- samtökunum höfum verið í góðri trú um að innflytjendur merktu innfluttar kjötvörur eftir uppruna. Upplýsingar, sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarna daga, um að erlendar vörur séu dulbúnar sem innlendar eru mikil vonbrigði fyrir íslenska bændur. Ég hef skilning á því að erlendar búvörur séu fluttar inn til þess að sinna eftirspurn sem innlendir framleiðendur geta ekki uppfyllt en þá verður auðvitað að geta upprunans. Að sjálfsögðu er skilyrði að gætt sé að sóttvörnum og farið að öllum reglum, sem við höfum ekki ástæður til að efast um,“ segir Sindri. Verðum að vernda orðspor okkar framleiðslu Bændasamtökin hafa um árabil reynt að fá leyfi til notkunar á íslenska fánanum til að auðkenna innlendar afurðir með skýrum hætti. Það auðveldar neytendum að aðgreina íslenskar vörur frá erlendum. Sindri segir að það sé afar mikilvægt fyrir bændur að vernda það góða orðspor sem innlend búvöruframleiðsla hefur í hugum þjóðarinnar. „Séu innfluttar landbúnaðarvörur seldar sem íslenskar er verið að fara á bak við neytendur og skaða íslenska bændur. Hér eru heilbrigðir búfjárstofnar og notkun sýklalyfja er með minnsta móti í íslenskum landbúnaði, mun minni en í flestum nágrannalöndum okkar. Við eigum hreint vatn og ómengaða náttúru. Almennt treysta neytendur íslenskum búvörum og það er mikilvægt fyrir bændur að viðhalda því trausti,“ segir Sindri, sem heldur því fram að neytendur eigi sjálfsagðan rétt á að fá upplýsingar um upprunaland kjöts og annarra búvara frá söluaðilum. Vilja allar upplýsingar um uppruna og eðli búvara „Bændur eru á sama báti og neytendur. Við viljum að allar upplýsingar um uppruna og eðli búvara liggi fyrir. Bændasamtökin hvetja neytendur til að láta sig þessi mál varða og biðja um upplýsingar um uppruna, hvort heldur sem er í verslunum, á veitingastöðum eða í mötuneytum. Takið til dæmis eftir því og látið verslunarstjóra vita af því ef þið sjáið erlent grænmeti í sölukössum frá íslenskum garðyrkjubændum eða kjötvörur sem eru illa merktar,“ segir Sindri Sigurgeirsson. Samkvæmt lögum er fyrirtækjum ekki skylt að merkja uppruna á kjöti, öðru en nautgripakjöti. Um áramótin 2014/2015 mun þó taka gildi reglugerð sem skyldar framleiðendur til að upprunamerkja ferskt og fryst alifuglakjöt, kindakjöt, svínakjöt og geitakjöt. Einnig verður skylt að merkja uppruna aðalhráefnis í framleiðsluvörum. /TB Innflutningur á alifuglakjöti og öðrum búvörum: „Neytendur eiga sjálfsagðan rétt á því að fá upplýsingar um upprunaland“ – segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði hafa farið fram á að fá að flytja inn smjör til landsins til notkunar í vinnsluvörur. Beiðni þess efnis var send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gær. Ástæða beiðninnar er sú að vegna fordæmalausrar söluaukningar á smjöri, rjóma og ostum er birgðastaða mjólkurafurðastöðva orðin lítil nú fyrir mesta sölumánuð ársins, desember. Sala á smjöri hefur aukist meira en 20 prósent nú í haust en við venjulegar kringumstæður er eykst sala mjólkurafurða um 1–3 prósent. Smjör hefur ekki verið flutt inn til landsins áður svo neinu nemi. Smjörið sem flutt verður inn, fáist til þess leyfi frá ráðuneytinu, verður nýtt í vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta. Tryggt verður að nóg magn af íslensku smjöri og rjóma verði á markaði í desember með þessum hætti. Farið er fram á að leyfður verði ótakmarkaður innflutningur tímabundið í einn mánuð, það er í desember. Allir aðilar á markaði hafa heimild til innflutnings ef af verður. Heimsmarkaðsverð á smjöri er hátt um þessar mundir og er kílóverð á smjöri talsvert hærra hingað komið en heildsöluverð á íslensku smjöri. Nóg verður til af íslensku smjöri og rjóma Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, segir að neyslu á fituríkari mjólkurafurðum megi líkja við sprengingu. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna. Mjólkuriðnaðurinn mætir þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar eru með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar. Innflutt smjör er dýrara en innlent en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Mjólkursamsalan hvatti bændur þegar í haust til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. Bændur brugðust þegar við og hafa með breyttri fóðrun og öðrum aðgerðum aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó að hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust. Fram undan eru mestu söluvikur ársins fyrir hátíðirnar og mjólkuriðnaðurinn býr sig undir þá vertíð. „Það verður alltaf nóg af íslensku smjöri og rjóma hér á markaði. Það er hluti af íslenska jólahaldinu,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. /fr Afurðastöðvar hyggjast tryggja birgðastöðu með innflutningi: Vilja fá að flytja inn smjör – sala á fituríkum mjólkurafurðum eykst gríðarlega Liðin eru 30 ár frá stofnun Félags gulrófnabænda og verður hátíðarfundur haldinn 30. nóvember næstkomandi kl. 18 í Ásbyrgi (Broadway) til að minnast þeirra tímamóta. Af því tilefni verður stofnað hollvinafélag um íslensku gulrófuna. Markmið félagsins verður fyrst og fremst að stuðla að því eins og kostur er að íslensk frærækt gulrófunnar verði stunduð hér á landi. Fræræktun gulrófna á sér ekki langa sögu hér á landi. Á fyrri hluta síðustu aldar voru ýmis yrki flutt inn til landsins og ræktuð af mörgum framanaf. Þau yrki sem í dag eru talin íslensk eru Ragnarsrófa og Maríubakkarófa. Maríubakkarófan er talin vera „fulltrúi Kálfafellsrófunnar eins og hún var í upphafi“ eins og Jónatan Hermannsson kemst að orði í fjölriti Rala nr. 199, frá 1999. Kálfafellsrófan var mest notuð hér um skeið og þá fræræktuð í Danmörku en blandaðist þar m.a. arfanæpu og nepju þannig að ekki var lengur hægt að nota hana. Afbrigði af þessum rófustofnum hafa verið ræktuð hér en í dag lifir best svokölluð Sandvíkurrófa, sem ræktuð hefur verið frá 1983 með góðum árangri. Að mati flestra sem greinina stunda er mikil nauðsyn á að efla íslenska frærækt og hefja íslensku yrkin til vegs og virðingar á ný. Skorað er á alla þá sem vilja styðja íslenska frærækt gulrófunnar í landinu að ganga í hollvinafélagið. Félag gulrófnabænda 30 ára Í auglýsingu frá matvöruheildsala er kalkúnakjöt auglýst án allra uppruna merkinga. Ekkert er getið um upprunaland, sem er erlent. Þessar vörur fara að mestu leyti til veitingahúsa eða í mötuneyti þar sem neytendur eru grunlausir um upprunann. Sindri Sigurgeirsson, formaður - búnaðarvörur seldar sem íslenskar sé verið að fara á bak við neytendur og skaða íslenska bændur. Mikill vilji er meðal forystumanna sauðfjárbænda til þess að huga að breytingum á stuðningsgreiðslum í sauðfjárrækt, þegar gildistíma yfirstandandi búvörusamnings lýkur. Greiðslumarkskerfið hefur reynst kostnaðarsamt og hamlandi fyrir nýliðun. Áhugi er á skoða aðrar útfærslur á stuðningi við greinina, til að mynda frekari framleiðslutengingar. Þetta kom fram á formannafundi Landssamtaka sauðfjárbænda 9. nóvember síðastliðinn. Mikil umræða varð um stuðningskerfi sauðfjárræktarinnar, meðal annars um viðskipti með greiðslumark og verðlagningu. Töldu fundarmenn verð orðið mjög hátt og eðlilegt að horfa til annarrar útfærslu. Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtakanna, segir flesta bændur sammála því að megináhersla stuðningsins eigi að vera á lambakjötsframleiðslu. „Í því ljósi eru menn að velta fyrir sér hvernig best sé að haga hlutunum, hvað komi best út fyrir greinina. Við hyggjumst því óska eftir því við aðildarfélög okkar að farið verði að ræða þessa hluti. Við viljum skoða allar leiðir til að komast hjá því að bændur þurfi að fjárfesta í ríkisstuðningi. Það er mjög kostnaðarsamur biti.“ Greiða ætti fyrir framleiðslu Eins og staðan er í dag er ásetnings- hlutfall 0,65 sem þýðir í raun að eigi bændur 100 ærgildi nægir að þeir haldi 65 veturfóðraðar kindur til að fá allan stuðninginn. „Menn vilja tengja ríkisstuðning beint við framleiðslu. Það var skýrt á þessum fundi að fulltrúar vilja að ásetningshlutfallið fari í einn, að menn fái greitt fyrir ærgildi sem samsvara því sem menn framleiða.“ Þórarinn segir að í dag sé um helmingur stuðnings greiddur út á framleiðslu. Það séu gæðastýringar- greiðslur, ullarniðurgreiðslur, geymslugjöld og styrkir til jarðræktar. „Miðað við þá stefnumörkun sem við erum að vinna eftir er markmiðið að helmingur greiðslnanna verði tengdur framleiðslu. Við erum nálægt því marki. Við þurfum hins vegar að horfa lengra til framtíðar.“ Verð á greiðslumarki er í dag rúmar 30 þúsund krónur á ærgildi. Þau fjögur ár sem eftir standa af samningstíma búvörusamnings í sauðfjárrækt mun stuðningur á ærgildi hins vegar nema á bilinu 26 til 27 þúsund krónum, á verðlagi yfirstandandi árs. Því er ljóst að kaup á greiðslumarki munu ekki borga sig meðan á samningstímanum stendur. Þórarinn segir að margir hafi spurt hann ráða varðandi hugsanleg kaup á greiðslumarki nú upp á síðkastið. „Ég hef sagt að ég geti ekki svarað því frekar en aðrir hvað verður eftir 2017. Við finnum hins vegar að það er mikill áhugi, það er eftirspurn eftir greiðslumarki þrátt fyrir verðið. Það er mikill áhugi hjá ungu fólki að hefja sauðfjárbúskap og það er ein ástæðan fyrir því að fólk er að velta þessum þáttum fyrir sér. Menn vilja gera fólki kleift að komast inn í greinina án hindrana.“ /fr Vilja skoða aðrar stuðnings- leiðir í sauðfjárrækt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.