Bændablaðið - 28.11.2013, Page 7

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 7 Bændasamtökin buðu bændum í heimsókn í Bændahöllina föstu- daginn 15. nóvember síðast liðinn til þess að kynna sér starf semina og gera sér glaðan dag í leiðinni. Leikurinn verður endurtekinn á föstudaginn kemur þegar bændum gefst kostur á að koma á skrifstofur BÍ frá kl. 14.00 til 17.00. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, hélt tölu þar sem hann bauð fólk velkomið og hafði á orði að það væri mikilvægt að treysta böndin á milli starfsfólks samtakanna og bænda. Í kjölfarið fór Sindri yfir þau mál sem voru efst á baugi og því næst hélt hópurinn í stutta kynnisferð um húsið. Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar BÍ, fór yfir það helsta í hugbúnaðargerð samtakanna og Ólafur K. Ólafs hjá Lífeyrissjóði bænda gaf allar upplýsingar um stöðu lífeyrismála. Bændurnir fræddust um það hvernig Bændablaðið verður til og Erna Bjarnadóttir fór yfir þau fjölbreyttu verkefni sem samtökin sinna þegar kemur að því að gæta hagsmuna bænda. Aukum lífsgæðin Kristin Linda Jónsdóttir sálfræðingur hélt erindi niðri í fyrirlestrarsal Hótels Sögu þar sem hún fór yfir það hvernig hægt er að halda starfsánægj- unni lifandi og fjallaði um jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs. Greinilegt var að fyrirlestur Kristínar Lindu vakti fólk til umhugsunar um það hvað gefur líf- inu gildi. Slegið á létta strengi Eftir tveggja tíma dag- skrá var slegið á létt- ari strengi þegar Hótel Saga og Bændasamtökin buðu gestum upp á léttar veitingar á skrifstofum sam- takanna á 3. hæð. Þar birtist svo enginn annar en Raggi Bjarna ásamt harmonikkuleikaranum þjóðkunna Þorgeiri Ástvaldssyni. Saman tóku þeir fjölda laga og ætlaði allt um koll að keyra þegar húsfreyjan í Belgsholti, Sigrún Sólmundardóttir, tók lagið með þeim félögum. Um að gera að drífa sig í borgina! Í tengslum við Bændadaga í borginni bauð Hótel Saga bændum upp á hagstæð kjör á gistingu og veitingum. Enn eru nokkur herbergi laus fyrir næstu helgi en þeir bændur sem hyggjast drífa sig í bæinn ættu að hringja strax og panta í síma 525- 9921. Þá býður Borgarleikhúsið upp á góðan afslátt á leiksýninguna Mýs og menn fyrir áhugasama. Tilboð á bondi.is Nánari upplýsingar um Bændadaga í borginni og tilboð til bænda er að finna á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is /TB ftir orðkynngi Sigur- bjarnar frá Fótaskinni í síðasta vísnadálki verður nú mælt á mýkri tungu. Úr bréfkorni frá Ástu Sverrisdóttur í Ytri-Ásum í Skaftártungum eru næstu vísur teknar. Tvær þær fyrstu eru eftir Orm Ólafsson frá Kaldrananesi í Mýrdal: Vakan hljóða átti óð, æskurjóðar kinnar. Stakan góða, lista ljóð, lífæð þjóðar minnar. Oft er góður óður sendur, yljar blóði manns. Um kjarnagróðurs ljóðalendur liggur slóðin hans. Um höfund næstu vísu er ekki vitað með vissu utan það að ábyggilega er hún vestur-skaftfellsk. Gleðiefni væri ef lesendur kynnu henni höfund: Unir hljóð við ís og glóð, elskar ljóðin fögur. Okkar þjóð á engan sjóð á við góðar stökur. Eftir Erling Filippusson er þessi vísa ort uppá gagaraljóð. Sá rímnaháttur var mikið notaður í rímnakveðskap og kom fyrst fram á 16. öld: Ef að færi um það sáld, eigin heim hver byggir sér. Erum við ekki allir skáld, uppá sína vísu hver. Síðasta vísan úr bréfi Ástu er svo eftir Kristján á Skálá: Loftið í vestrinu litast sem blóð af lækkandi röðulsins eldi. Svo hverfur í djúpið hin deyjandi glóð og dagur er orðinn að kveldi. Frá Ingólfi Ómari Ármannssyni eru næstu tvær vísur komnar, báðar með nokkrum kuldablæ, en hring- hentar þó og oddhent sú síðari: Hreytist mjöll um hlíð og völl, hylur fjöllin bláu. Veðrasköllin vekja öll vetrartröllin gráu. Fönnin prýðir fjöllin blá, Frónið víða klæðir. Vetrarhríðin grimm og grá geysi stríð þá næðir. Að endingu koma nokkrar vísur frá Iðnþingi ársins 1965. Þar var ort þéttingsmikið, enda margir þingfulltrúar hagmæltir vel. Guðmundur H. Guðmundsson sendi Bjarna úrsmið: Bjarni Jónsson, bragsnilld þín ber af öðrum störfum. Öll þín ljóð og allt þitt grín okkar nægir þörfum. Bjarni svarar Guðmundi H.: Þína vísu þakka má, þessu hólið veldur. Þú ert ekki alveg H- alvarlegur heldur. Guðmundur H. kveður til Jökuls Péturssonar: Hvar er Jökull, hvar eru allir okkar tindar? upphaf bestu ljóðalindar, leika um salinn norðanvindar. Jökull svarar Guðmundi: Ef að jöklar allir hverfa, er á höndum nokkur vandi. Norðanvindar svalir sverfa svipmótið af voru landi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM E Bændadagar í borginni „Kenndu mér að kyssa rétt og hvernig á að faðma nett…“ sungu Ragnar Bjarnason og Sigrún Sólmundardóttir undir þéttum harmonikkutónum Þorgeirs Ástvaldssonar á skrifstofum Bændasamtakanna. Tilefnið var opið hús hjá Bændasamtökunum þar sem bændur kynntu sér starfsemina. Myndir / HKr. Bændur fengu leiðsögn um húsið, en hér eru þeir inni hjá Lífeyrissjóði bænda sem er með aðsetur í Bændahöllinni. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, hélt erindi um það sem er efst á baugi hjá samtökunum. Erna Bjarnadóttir á efri myndinni og Jón Baldur Lorange til hliðar segja bændum frá hug búnaðar gerð BÍ og hagsmuna- baráttunni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.