Bændablaðið - 28.11.2013, Page 20

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Orkumál Reynt að beisla orkutækni sólarinnar: Kínverjar stíga stórt skref í kjarnasamrunatækni Tækni við að framkalla kjarna- samruna orku, líkt og á sólinni, hefur tekið risastökk fram á við á undanförnum misserum þó að enn virðist mjög langt í að hægt verði að byggja raunverulega notahæfan kjarnasamrunaofn til orkuframleiðslu. Virðast Kínverjar vera að ná forskotinu í þessum efnum af Bandaríkja- mönnum, því þeir sem greindu frá því 27. október að tekist hafi í fyrsta sinn að framleiða sjálfbæra kjarnasamrunaorku. Það þýðir að meiri orka náðist út úr kjarnasamrunanum en notuð var til að búa hann til. Í ritinu Nature Physics var greint frá því hinn 18. nóvember sl. að tekist hefði að tífalda eða jafnvel tuttugufalda þann tíma sem hægt var að halda yfir 100 milljóna gráðu heitu plasmagasi stöðugu í segulsviði, eða í 30 sekúndur. Þó að þetta sé afar skammur tími er þetta samt risastökk frá því sem áður hefur tekist að gera á þessu sviði. Menn glíma því ekki lengur við að sanna að þetta sé mögulegt, heldur hvort hægt sé að framkvæma kjarnasamrunann í þeim skala að hitinn verði beislaður á hagkvæman hátt til raforkuframleiðslu. Varla til heimabrúks Þess má geta að 100 milljóna gráða hiti er þokkaleg velgja. Er það vart til heimabrúks ef tekið er tillit til þess að yfirborðshiti sólar er um 5-6.000 gráður á Celsius og hitinn í kjarna sólarinnar er talinn vera nálægt 15 milljón gráðum. Ekkert efni, hvorki málmar, steinefni né annað sem notað er í kjarnaofna í dag, getur haldið 100 milljóna gráða hita, hvað þá 150 eða 200 milljóna gráða hita eins og menn eru að gæla við að ná. Ofurheitum plasma stýrt í segulsviði Eina ráðið til þess er að framkalla kjarnasamrunabrunann er að stýra honum í afar sterku segulsviði þar sem plasmagasið er látið fljóta án snertingar við efnið í kring. Vísindamenn hjá Experimental Advanced Superconducting Tokamak (EAST) framkvæmdu kjarnasamrunatilraun sína á dögunum í kleinuhringslaga segulsviðs ofni í Hefei í Kína. Vandinn við að hemja þann ofurhita sem myndast við kjarnasamrunann verður trúlega erfiðasta þrautin að yfirstíga við smíði kjarnasamruna- ofna í framtíðinni. Erfiður biti fyrir heimilisbókhaldið Tilraun vísindamanna hjá EAST er talin geta rutt brautina fyrir stærri alþjóðlega tilraun sem nefnd hefur verið International Thermonuclear Experimental Reactor (ITER). Áætlað var að hefja starfsemi þess tilraunaofns árið 2020 og að fyrsta kjarnasamrunatilraunin i honum yrði framkvæmd árið 2028. Hætt er við að kjarnasamruna- tilraunirnar geti reynst erfiðar fyrir heimilisbókhaldið. Talið er að not- hæfur kjarnasamrunaofn geti kostað 20 milljarða dollara. Samdráttur í fjárveitingum til vísindastarfsemi um allan heim gæti tafið þessar tilraunir, en þar hafa Bandaríkjamenn t.d. nýverið dregið til baka framlag sitt til ITER. Eigi að síður telja menn eftir miklu að slægjast því kjarnasamrunaorkan gæti leyst orkuvanda mannkyns í að minnsta einhverja tugi milljóna ára og það án þess að valda loftmengun. Spurningar hljóta þó hin svegar að vakna eftir einhverjar milljónir ára um áhrifin ef um of verður gengið á vatnsbirgðir jarðarinnar, en uppspretta kjarnasamrunaorkunnar er vetni. /HKr. Með kjarnasamruna ætla menn sér að lýkja eftir því ferli sem gerist á sólinni. með slíkri tækni má ná fram ótrúlegri orku úr vatni, eða ollu heldur vetnis- sameindum vatnsins. Kjarnasamrunaorka Kjarnasamruni verður þegar tveir eða fleiri atómkjarnar rekast saman á mjög miklum hraða og sameinast og mynda nýja gerð atómkjarna. Við þennan árekstur og samruna atómkjarnanna myndast mikil orka. Þetta er sama ferlið og gerist á sólinni. Það er ein- mitt slík orka sem menn hafa á undanförnum 60 árum reynt að beisla í stýrðu ferli. Vatn eða öllu heldur vetni er eldsneytið sem til þarf í kjarnasamruna á meðan úraníum er notað sem eldsneyti til að framkalla þá keðjuverkun sem nauðsynleg er við framleiðslu á kjarnorku og í kjarnorkusprengjum. Kleinuhringslaga segulsviðs-kjarnasamrunaofninn EAST. Að kunna að temja hjálpar við járningar – segir Gunnar Halldórsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í greininni, sem í tvígang hefur hlotið alla þrjá bikara í gæðingamóti Skugga Mýramaðurinn Gunnar Halldórs son, tamningamaður á Arnbjörgum, varð nú í nóvember Íslandsmeistari í járningum á móti sem haldið var í Hveragerði. Þar keppti Gunnar ásamt sjö öðrum og bar sigur úr býtum. En hvenær vaknaði áhugi hans á hestum? „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en með áhuga á dýrum og þá sérstaklega hestum og hundum. Þegar ég var fjögurra ára, árið 1982, flutti fjölskyldan úr Reykjavík að Þverholtum á Mýrum. Í framhaldi af því komu hingað nokkrir hestar frá frændfólki okkar í Bakkakoti í Landeyjum. Við bræðurnir fengum að velja sinn hestinn hvor og þá eignaðist ég hana Lísu mína. Hún var ljósaskjótt, frekar lítil, ekki sérlega falleg en reyndist mjög vel sem ræktunarhryssa. Hún var þó aldrei tamin neitt sérstaklega.“ Sigursæll á hestamótum Ekki varð aftur snúið, hestabakterían var komin til að vera. Gunnar hefur keppt á öllum landsmótum hesta- manna frá árinu 2002 og einnig á nokkrum fjórðungsmótum. Hann hefur unnið A-flokk gæðinga hjá hestamannafélaginu Skugga í Mýrasýslu síðastliðin átta ár og einnig unnið í B-flokki. Þá hefur hann átt glæsilegasta hest mótsins nokkrum sinnum og tvisvar verið valinn knapi ársins hjá Skugga. „Ég hef líka keppt á Íslandsmótum og að sjálfsögðu á minni mótum innan héraðs og utan. Tvisvar sinnum hafa mér hlotnast allir þrír bikararnir á gæðingamóti Skugga.“ Gunnar er sjálfmenntaður í járningum en hefur tekið próf Félags tamningamanna í tamningum og segist þess vegna vera titlaður tamingamaður í símaskránni. Segist hann þó að mestu hættur tamningum nema á sínum eigin hestum. Járningar starfar hann mikið við, að mestu í næsta nágrenni í Borgarfirði og á Snæfellsnesi en fer þó stundum lengra. Hann segir galdurinn við góðan járningamann vera að geta skilið hestinn. – „Að hafa lært að temja hjálpar mér til dæmis mjög mikið við járningar, hvernig á að nálgast hestinn og hafa skilning á eðli hans.“ Ræktunin skilar árangri Arnbjörg er einnig nafn á ræktunar- búi fjölskyldunnar og einn hestur úr búinu lék til dæmis hlutverk í nýlegri mynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss. Hvernig kom það til? „Ég var ásamt mörgum öðrum aðstoðarmaður með hesta í myndinni og merin okkar, hún Brák, var í einu af burðarhlutverkunum. Hún hlaut þar hræðileg örlög en er sprelllifandi í dag. Það sýnir hvað galdur kvikmyndalistarinnar er mikill.“ Arnbjörg eru nýbýli út úr Þverholtajörðinni þar sem Gunnar býr nú með fjölskyldu sinni. Eins og fyrr segir flutti Gunnar í Þverholt með foreldrum sínum Ragnheiði Guðnadóttur og Halldóri Gunnarssyni og eldri bróður Guðna. Síðar bættust við systurnar Heiðrún og Guðrún og í Þverholtum bjó fjölskyldan í rúma tvo áratugi og rak stórt kúabú. Halldór lést árið 2006 og þá var jörðin seld. – En kom það aldrei til greina að þú yrðir kúabóndi í Þverholtum? „Nei, áhugasviðið lá meira í hestunum. Maður getur ekki verið kúabóndi með hálfum huga.“ Arnbjörg eru í um 25 km fjarlægð frá Borgarnesi en Gunnar og kona hans Guðríður Ringsted, hjúkrunarfræðingur og tónlistarkona, fluttu þangað í nýbyggt hús árið 2010. Guðríður starfar í Borgarnesi og þar eru börnin þrjú líka í skóla og leikskóla. Gunnar segir þau ekkert finna fyrir fjarlægðinni, þetta sé örstutt. /A.G. Gunnar járnar með dyggri aðstoð Öglu dóttur sinnar. Gunnar keppir á gæðingnum Eskli frá Leirulæk sem er hans helsti keppnis- hestur. Mynd / Dagur Brynjólfsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.