Bændablaðið - 28.11.2013, Side 28

Bændablaðið - 28.11.2013, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 „Það eru mörg aðkallandi verkefni sem brýnt er að vinna að á vegum samtakanna,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson skógarbóndi á Breiðavaði á Héraði, en hann var kjörinn formaður Landssamtaka skógareigenda á síðasta aðalfundi. Tók hann við formennsku af Eddu Björnsdóttur í Miðhúsum, sem verið hefur formaður samtakanna allt frá því þau voru stofnuð fyrir 16 árum. „Það leggst vel í mig að taka við keflinu af Eddu. Hún hefur sinnt þessu starfi með miklum sóma allt frá upphafi og má segja að hún hafi búið samtökin til og haldið þeim gangandi. Það er auðvitað ekki auðvelt að taka við af henni en ég mun reyna mitt besta,“ segir Jóhann Gísli. Hann segir að eitt af fyrstu stóru verkefnum nýrrar stjórnar verði að tryggja fjárhag samtakanna til lengri tíma. Ljóst væri þó að á meðan sala á afurðum úr skógum félagsmanna væri lítil sem engin yrði ekki um neinar tekjur að ræða af afurðasölu. „Við höfum ekki úr miklu að spila, félagsgjöld skila einhverju í kassann og svo fáum við örlítinn styrk frá ríkinu en erum ekki á föstum fjárlögum eða neitt slíkt. Það er því verðugt verkefni fyrir nýja stjórn að leita eftir auknu fjármagni svo efla megi starf samtakanna og vinna með auknum krafti að hagsmunamálum félagsmanna,“ segir Jóhann Gísli. Botn þarf að finnast í kolefnismálin Að mörgu er að hyggja en nokkur mál er varða skógarbændur eru brýnni en önnur að sögn nýkjörins formanns. Þar nefnir hann sem dæmi að botn þurfi að finnast í kolefnismálunum. Þau hafa verið að velkjast fyrir mönnum í á annað ár eða frá því ný lög um loftslagsmál tóku gildi hér á landi í fyrrasumar. Menn eru ekki á eitt sáttir um túlkun á kafla sem fjallar um meðferð losunarheimilda sem tengist bindingu kolefnis. Fram kemur í lögunum að þær losunarheimildir sem verði til við bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi eða vegna endurheimtar votlendis í samræmi við alþjóðlega skuldbindingar Íslands á því sviði skulu bókfærðar á reikning íslenska ríkisins. Viljum að Alþingi standi vörð um eignarrétt okkar Skógarbændur telja sig eiga þá kolefnisbindingu sem bundin er í trjám og jarðvegi og segir Jóhann Gísli að á aðalfundi samtakanna hafa verið samþykkt að óska eftir því að Alþingi viðurkenni þá staðreynd. „Við hermum upp á Alþingi að standa vörð um eignarrétt okkar,“ segir hann. „Og við teljum skynsamlegast að nýta þær tekjur sem geta skapast af kolefnisgjaldi til skógræktar.“ Áfram verður á vegum samtakanna unnið að því að finna farsæla lausn á kolefnismálinu að sögn formannsins, en á aðalfundinum var stjórn falið að skipa nefnd til að halda áfram vinnu við málaflokkinn. „Þetta er viðkvæmt mál, en afar brýnt að á því finnst lausn, sem stendur hefur það verið að velkjast um án þess að nokkur botn hafi fengist. Það er okkur mikilvægt að málið verði tekið föstum tökum og við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að niðurstaðan verði hagstæð fyrir okkar félagsmenn.“ Nauðsynlegt að vinna heildarskipulag Jóhann Gísli segir einnig nauðsynlegt að vinna að heildar- skipulagi skógræktar á Íslandi og að uppbyggingu hennar sem atvinnugreinar. „Það er orðið mjög aðkallandi að fyrir liggi heildarskipulag í skógrækt hér á landi. Við þurfum í þeim efnum að taka mið af markvissri uppbyggingu greinarinnar, að fagmennska ráði ríkjum við skipulag skógræktar og úrvinnslu með það að markmiði að tryggja stöðugt og öruggt framboð af timbri og öðrum afurðum skógarins,“ segir hann. Jóhann Gísli segir að vissulega valdi sá mikli niðurskurður sem verið hefur mörg undanfarin ár til skógræktar áhyggjum og samtökin mótmælt frekari niðurskurði. „Framlög ríkisins til skógræktar hafa lækkað mikið og það hefur alvarleg áhrif á atvinnugreinina sem og tengdar atvinnugreinar. Það er til að mynda alveg ljóst að ekki verður hægt að hafa jafnt framboð af timbri úr íslenskum skógum á komandi árum svo sem að var stefnt. Gróðursetningar hafa eðlilega verið minni, í takt við skert framlög og því munum við á ákveðnu tímabili ekki geta boðið upp á jafnt magn af timbri og öðrum afurðum úr íslenskum skógum.“ Mun setja úrvinnsluiðnaðinn í vanda Nefnir Jóhann Gísli að heildar- fjárveiting ríkisins til landshluta- verkefnanna fimm hafi á árinu 2009 verið 447,5 milljónir króna, en var fyrir yfirstandandi ár, 2014 rétt um 387 milljónir. Lækkunin nemur því ríflega 60 milljónum króna, eða 13,5% og við það bætist að vísitala Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði nýr formaður Landssamtaka skógareigenda: Niðurskurður til skógræktar bitnar hart á atvinnulífi landsbyggðarinnar Nauðsyn á aðstoð frá ríkinu Til að LSE geti sinnt forystuhlutverki í úrvinnsluþætti skógar- afurða verður að koma til aðstoð frá ríkinu í einhverri mynd til að við getum náð tökum á þeim verkefnum sem við þurfum að vinna og eru nú þegar orðin mjög aðkallandi. Í mínum huga er ekki nokkur vafi á að sá peningur sem lagður er í að skapa betri yfirsýn yfir þessi verkefni mun skila sér til baka. Við höfum líka bent á að skógrækt gegni mikilvægu hlutverki þegar kemur að fæðuöryggi landsmanna, skógarnir eiga stóran þátt í að bæta skilyrði til ræktunar og búfjárhalds og í kjölfarið næst betri árangur,“ segir Jóhann Gísli. „Við hermum upp á Alþingi að standa vörð um eignarrétt okkar,“ segir nýr formaður LSE. „Og við teljum skynsamlegast að nýta þær tekjur sem geta skapast af kolefnisgjaldi til skógræktar.“ Frá hægri: Pétur, Hlynur, Jói. Félagsafl sem skiptir máli Við skógarbændur gegnum lykilhlutverki í skógrækt á Ís- landi. Það er því mikilvægt að LSE sé leiðandi í faglegu starfi, taki virkan þátt í að móta áherslur í skógrækt, allt frá skipulagi og undirbúningi skógræktar til nýtingar skóga og úrvinnslu. Því eigum við að vera sterkt félagslegt afl sem skiptir miklu fyrir framgang skógræktar í landinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.