Bændablaðið - 28.11.2013, Page 29

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 neysluverðs hefur hækkað um rúm 22% á sama tímabili. Raunlækkun milli áranna 2009 til 2013 sé því yfir 30%. „Þessi niðurskurður bitnar hart á atvinnulífi landsbyggðarinnar, hann bitnar líka á allri uppbyggingu þeirrar auðlindar sem skógar eru, en áætlanir sem fyrir liggja gerðu ráð fyrir að skógarnir gætu í fyllingu tímans staðið undir öflugum úrvinnsluiðnaði. Þegar er ljóst að ekki verður hægt að hafa jafnt framboð á timbri vegna þess að á þessum árum eftir hrun hefur ekki verið nægilega mikið um gróðursetningar. Það mun setja úrvinnsluiðnaðinn í vanda rétt eins og gróðrarstöðvarnar sem voru búnar að byggja sig upp í takt við loforð stjórnvalda um fjármagn til landshlutaverkefnanna í skógrækt, en ég get nefnt að margar gróðrarstöðvar hafa á undanförnum árum keypt sérhæfðan búnað og aflað sér þekkingar og reynslu á framleiðslu skógarplantna. Þessar stöðvar berjast nú margar í bökkum, eða hafa hætt starfsemi,“ segir Jóhann Gísli. Hagur alls samfélagsins Í kjölfar niðurskurðar framlaga til skógræktar hafa að sögn Jóhanns Gísla tapast fjölmörg störf á landsbyggðinni. Bendir hann á nýja rannsókn sem sýni að ársverkum í skógrækt hafi fækkað úr 98 árið 2007 niður í 67 árið 2010. „Það er ekki bara hagur okkar skógar bænda að framlög til skóg- ræktar aukist á ný, heldur alls samfélagsins,“ segir hann. Skógrækt sé ung atvinnugrein innan landbúnaðarins, hliðargreinar hennar séu margar. Afurðir skóganna komi í stað innfluttrar vöru, þannig flytjist vinnan heim og gjaldeyrir sparast. „Við höfum líka bent á að skógrækt gegni mikilvægu hlutverki þegar kemur að fæðuöryggi landsmanna, skógarnir eiga stórar þátt í að bæta skilyrði til ræktunar og búfjárhalds og í kjölfarið næst betri árangur,“ segir Jóhann Gísli. /MÞÞ Jóhann Gísli Jóhannsson, nýr formaður Landssamtaka skógarbænda, með eiginkonu sinni Ólöfu Ólafsdóttir á góðum degi í skóginum. Í góðum hópi, talið frá vinstri: Hlynur, Pétur, Bjarki, Þorsteinn, Lóa og Jói. Bjóðum í samvinnu við Fella frábært tilboðsverð á heyvinnuvélum í lok 50 ára afmælis Fella á Íslandi. Gerið verðsamanburð áður en verslað er. Áramótatilboð á Fella heyvinnuvélum Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Bændablaðið Kemur næst út 12. desember Eiðahólmi er utantil í Eiðavatni, við endann á Stórahaga. Hólminn hefur verið skógi vaxinn frá fornu fari og voru það einu leifar Eiðaskógar hins forna um 1940. Þar eru nokkur myndarleg tré af bergfuru, allt að 7 m að hæð og 70 cm að þvermáli, sem gróðursett voru á árunum 1910– 12, nokkur grenitré af svipuðum aldri og hæð og eitt þintré. Auk þess er reynir víða í skóginum en ekki stórvaxinn, hluti hans líklega plantaður. Gulvíðir, loðvíðir og einir eru einnig áberandi og víða er mikill blómgróður. Ýmsir hafa skoðað gróður í hólmanum og skráð plöntur, en alls hafa fundist þar 75 tegundir háplantna. Eiðahólmi er elsti „náttúrugarður“ á Austurlandi. Um 1910 fór Ungmennafélagið Þór í Eiðaþinghá að halda samkomur í hólmanum og byggði upp samkomustað í rjóðri vestan á honum, með upphlöðnum grasbekkjum og „ræðustól“. Einnig var lagður stígur eftir endilöngum hólmanum. Á árunum 1921–1935 hélt Eiðasambandið þarna sumarsamkomur, sem kallaðar voru Eiðamót. Stephan G. Stephansson kom í hólmann 1917 og orti um hann langt kvæði, Að Eiðum. Má segja að Eiðahólmi hafi orðið tákn þeirra hugsjóna er ungmenna félögin og Alþýðuskólinn stóðu fyrir á öndverðri 20. öld og var í hugum margra nánast heilagur staður. Hólminn skertist mikið þegar hækkað var í vatninu 1935 og fór þá hluti af samkomustaðnum á kaf. Einnig sukku nálægir smáhólmar að mestu. Nú er vanalega róið í hólmann úr Prestavík við Kirkjumiðstöðina. Um 1910 voru áætlanir um að lækka vatnsborð Eiðavatns verulega til að auka engjar á staðnum. Eiðahólmi: Elsti „náttúrugarður“ á Austurlandi Hólminn hefur verið skógi vaxinn frá fornu fari og voru það einu leifar Eiðaskógar hins forna um 1940.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.