Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 31

Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 - í allar sortir - 23 A uglýsingastofa Menntaskólinn á Ísafirði Húsasmíðanám með vinnu – lokaönn 2014 Á vorönn mun nám á lokaönn í húsasmíði verða í boði við skólann ef næg þátttaka fæst. Kennslan mun fara fram um helgar og í fjarnámi. Eftirfarandi áfangar verða kenndir: ÁGS102, HÚB102, SVH102 og TEH303 sem eru fagbóklegir áfangar og TRS102, TST101 og LHÚ104 sem eru verklegir áfangar. Sveinspróf verður í maí og útskrift þann 24. maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nánari upplýsingar um skipulag námsins má finna á misa.is. Við skólann er heimavist með 20 nýuppgerðum herbergjum með sturtu og snyrtingu. Nokkur herbergjanna henta vel fyrir pör. Við skólann er mjög gott mötuneyti sem er vel nýtt af nemendum og starfsmönnum skólans. Skráning fer fram í gegnum menntagátt eða heimasíðu skólans. og 2008. Það hefur orðið aukning öll árin nema árið 2009 en þá fór stuðningur eilítið niður á við,“ segir Ragnar. Algengast er að foreldrar sem einu sinni hafa tekið að sér barn styðji það á meðan það býr í barnaþorpinu og jafnvel lengur. Það er þó ekki alveg einhlítt að sögn Ragnars. „Auðvitað getur fólk lent í áföllum, veikindum eða atvinnumissi til að mynda. Þá hafa sumir gripið til þess ráðs að segja upp stuðningi við barnið. Oftast er það gert með miklum trega og af illri nauðsyn. Við spyrjum ekki um ástæður þegar fólk ákveður að hætta stuðningi. Þegar við hins vegar tökum að okkur barn er það komið undir okkar verndarvæng og fer ekki frá okkur fyrr en það er fullorðið eða því bjóðast aðrar betri aðstæður. Svo eru dæmi um að þegar staða fólks hefur lagast hefur það aftur tekið til við að styðja sama barn.“ Einnig hægt að styðja barnaþorp Að gerast styrktarforeldri barns kostar 3.750 krónur á mánuði, eða 123 krónur á dag. Slík upphæð dugir þó ekki til og standa því fleiri en einir styrktarforeldrar að baki hverju barni. Þó er aðeins ein íslensk styrktarfjölskylda að baki hverju barni. „Mörg þessara barna þurfa á miklum stuðningi að halda, sér í lagi fyrsta kastið. Þau eru að koma úr aðstæðum sem krefjast kannski áfallahjálpar eða sálfræðiaðstoðar. Þau geta hafa horft upp á heimilis- ofbeldi eða verið fórnarlömb stríðsátaka. Við þurfum því að græða sárin og sjá til þess að börnin komist yfir þessi áföll. Kostnaðurinn getur því verið mun meiri, en við fjár mögnum það með öðrum fram- lögum,“ segir Sunna. Einnig er hægt að gerast barnaþorps vinur, en þá styður fólk ákveðið barnaþorp með mánaðarlegu framlagi að upphæð 3.250 krónur. Rekstur samtakanna hér á landi er alfarið fjármagnaður með framlögum og stuðningi. Stuðningur styrktarforeldra fer eingöngu í að styðja við fósturbarn þeirra í barnaþorpunum. Styrktar foreldrum er sömu leiðis frjálst að skrifa börnunum, senda þeim gjafir og styðja þau frekar. Hamfarir og hátíðir ýta við fólki Þau Sunna og Ragnar játa því að þegar fréttir berist af hamförum erlendis aukist vitund fólks varðandi hjálparstarf. „Til dæmis núna eftir að fellibylur gekk yfir Filippseyjar höfum við orðið vör við mikinn stuðning. Fólk hefur haft samband við okkur og stutt við uppbyggingarstarfið þar. Fyrir fellibylinn vantaði fjölda barna á Filippseyjum styrktarforeldra. Nú hafa nálega öll börn þar fengið styrktarforeldra. Svona atburðir hafa mikil áhrif á fólk. Við verðum líka mikið vör við áhuga og aukningu í kringum hátíðir eins og jól.“ /fr SOS barnaþorpin SOS barnaþorpin hafa starfsemi í 133 löndum eða landsvæðum. Samtökin reka 545 barnaþorp víðs vegar um heiminn. Um 80.000 börn og ungmenni búa í þorpunum. Yfir ein og hálf milljón manns njóta stuðnings samtakanna. Á Íslandi eru um 6.000 styrktarforeldrar barna í SOS barna þorpunum. Það kostar 3.750 krónur á mánuði að gerast styrktarforeldri barns. Það jafngildir 123 krónum á dag. Ung stúlka í SOS barnaþorpi á leið í skólann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.