Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 34

Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Sylvía býr í húsinu sem afi hennar reisti Þegar Íslendingarnir komu til Point Roberts var landið var þá enn að mestu skógi vaxið. Þurftu þeir því að byrja á að ryðja sér land til ræktunar. Þar reisti Helgi Thorsteinson (f. 1860 d. 1945) og Dagbjört (f. 1862 d. 1941), afi og amma Sylvíu, bjálkahús árið 1900. Börnin þeirra hétu Elsa, Gróa, Rúna, Jónas og Gunnlaugur, eða Laugi eins og hann var síðar kallaður og var pabbi Sylvíu. Hann fæddist 1898. Gunnlaugur mun reyndar hafa verið skírður í höfuðið á bróður sínum sem hafði látist ungur. Þau Gunnlaugur og Ella Magnúsdóttir eiginkona hans tóku síðan við húsinu af foreldrum Gunnlaugs árið 1932. Sylvía D. Schonberg, sem heitir að millinafni Dagbjört eftir föðurömmu sinni, tók síðan við húsinu af foreldrum sínum árið 1987 og gerðist organisti og píanisti við Trinity Community Lutheran Church á Point Roberts. Þar hafði hún reyndar byrjað að spila á orgelið 13 ára gömul og spilaði eftir það í kirkjum hvar sem hún kom. Þess má geta að Gunnlaugur ritaði endurminningar sínar sem komu út á 63 síðum árið1985 undir heitinu; A Short Story of a Long Life: Eight Decades of Memories. Bændablaðinu hefur þó ekki tekist að hafa upp á þessu riti. Lærðu garðyrkju og ávaxtarækt „Íslendingunum fannst þeir líka mjög lánsamir að koma á þetta svæði þar sem einnig var hægt að rækta grænmeti og ávexti,“ segir Sylvía. „Við eigum enn ávaxtatrén sem þeir plöntuðu fyrir meira en hundrað árum. Þeir höfðu áður verið í Victoríuborg á Vancouver-eyju þar sem þeir lærðu garðyrkju og ræktun ávaxtatrjáa. Þeir kunnu því að lifa á landinu til að komast af. Faðir minn fæddist hér og tók svo við búskapnum þegar afi var orðinn of gamall til að sjá um þetta. Hann byggði svo þetta hús sem ég á nú fyrir fjölskyldu sína. Hann stækk- aði jörðina og keypti 100 ekrur til viðbótar (um 40 hektara) á svæði sem nú er búið að gera höfn. Svo keypti hann 20 ekrur til viðbótar hér í nágrenninu og fór út í ræktun á kartöflum, hvítkáli, höfrum og korni. Þessu hélt hann áfram frá á sjötta áratug síðustu aldar. Hann bjó hér þangað til hann dó á jörðinni sem hann fæddist á, 88 ára að aldri. Ég hafði þá áður flust aftur heim frá Seattle, eða litlum bæ sem kallaður er Stanford, til að sjá um aldraða foreldra mína. Og hér er ég enn á bænum þar sem ég ólst upp.“ Afi hafði oft talað um hversu yndislegar skepnur íslensku hestarnir væru „Þegar móðir mín dó vildi ég halda eftir einhverju af dýrunum. Við höfðum líka verið með hesta en ég vildi kaupa mína eigin hesta. Pabbi hafði sagt mér frá því að afi hafði oft talað um hversu yndislegar skepnur íslensku hestarnir væru og hvað hann óskaði þess heitt að sonurinn eignað- ist slíka hesta. Það var þó engin leið að fá íslensk hesta á þeim tíma því þeir voru þá ekki fluttir inn. Þegar farið var að flytja íslenska hesta hingað vestur á áttunda áratugnum keypti ég hesta af hrossabónda í Bresku Kólumbíu í Kanada sem hafði flutt þá með flugi frá Íslandi. Það var svo 1994 sem ég fékk tvær merar og önnur var með sex mánaða folald með sér. Svo fékk ég líka stóðhest og innan fimm ára var ég komin með 11 íslenska hesta. Þetta voru mjög fal- legir hestar en ég seldi flesta þeirra á endanum hér í nágrennið. Sjálf á ég nú aðeins eftir einn hest. Það er meri sem var fædd á Íslandi.“ Konurnar elska íslensku hestana „Við erum því með íslenska hesta hér um allt á Point Roberts. Konurnar elska þessa hesta og fólk sem hefur áður verið með hross af stærra kyni líkar mjög vel við íslensku hestana. Þeir eru svo þægilegir til útreiða og skapgóðir og gott að fara með þá á ströndina. Fólk fer því mjög vel með íslensku hestana sína og gætir þeirra vel. Kona ein frá Pennsylvaníu hafði frétt af ágæti íslensku hestanna og fór meira að segja til Íslands og keypti svo einn hest. Svo frétti hún að það væru íslenskir hestar á Point Roberts og kom hingað í heimsókn til að skoða þá. Ég sýndi henni þá og umhverfið hérna. Þá ákvað hún að flytja hingað ásamt manni sínum og hesti. Hér finnst henni að hún sé komin til himnaríkis.“ Þessi kona er með hestinn sinn á jörðinni hjá Sylvíu og kemur jafnvel mörgum sinnum á dag til að tala við hestinn sinn og klappa honum. Þriðja kynslóðin tapaði íslenskunni Sylvía segir að eftir andlát afa hennar, foreldra og annarra sem höfðu íslensku sem sitt aðalmál, þá hafi verið fáir eftir sem kunnu að einhverju marki íslensku. „Þau gátu bæði skrifað og lesið íslensku en ég lærði aldrei tungumálið. Sennilega hafa foreldrar mínir ekki talið það mikilvægt að kenna mér íslenskuna. Mér sýnist að með þriðju kynslóð innflytjenda hafi íslenskan farið að deyja út.“ Systir Sylvíu sem einnig fæddist og ólst upp á Point Roberts lærði þó íslensku af foreldrum þeirra og forfeðrum. Hún flutti til Missouri í Bandaríkjunum en kom samt á hverju sumri í heimsókn á heimaslóðirnar. Þar hlustaði hún á íslenska tónlist og dáðist að því hversu íslensku ljóðin við lögin voru falleg. Einnig þýddi hún gjarnan texta og annað sem hún las á íslensku fyrir systur sína og aðra ættingja. Sum íslensk nöfn hafa lifað og önnur breyst Íslenskan helst þó að einhverju leyti enn í nafngiftum eins og á Jóhannesi sonarsyni Sylvíu sem segist ekki vita um fleiri Bandaríkjamenn sem heiti þessu íslenska nafni. „Þegar ég var í bandaríska flotanum var ég eini maðurinn með nafnið Johannes í gagnagrunni flotans sem saman- stendur af hundruðum þúsunda nafna,“ segir Jóhannes. Hestarnir hennar Sylvíu hafa líka flestir verið nefndir íslenskum nöfnum samhliða enskum nöfnum. Fyrsti hesturinn var t.d. nefndur Dawn á ensku þar sem hann fæddist í dagrenningu og íslenska nafnið var Dagrún. Annar fékk nafnið Shadow á ensku og Skuggi á íslensku. Enskumælandi íbúar á slóðum vesturfaranna áttu þó oft í millum erfiðleikum með framburð íslensku nafnanna. Þess vegna urðu oft til styttingar eins og á nafni á forföður Sylvíu sem hét Gunnlaugur og var stundum kallaður Gun-laugur í skóla, eða Byssu-laugur og síðar Laugi sem endaði svo í framburði sem Logi eða „Lógí“. Upplifðu jól í landi forfeðranna Sylvía segir að fyrir tæpum þrem árum eða, 2010, hafi hún farið ásamt Jóhannesi Schonberg, sonarsyni sínum, bróður hans og föður í heimsókn til Íslands um jól. „Það var mjög sérstakt. Við dvöldum tvo eða þrjá daga í Vík í Mýrdal.“ Hún segir að þau hafi gist þau í húsi sem bróðir Helga Þorsteinssonar afa hennar hafi byggt. Það mun ekki allskostar rétt því það byggðu bræðurnir Jón og Loftur Þorsteinssynir. Sá Þorstein var Einarsson og bjó í Reynisdal og einnig í Suður-Hvammi. Jón seldi síðar enn öðrum Þorsteini hlut sinn í húsinu og flutti hann þann hluta nokkra metra í suður. Það er húsið sem Sylvía gisti í og heitir nú Sigurðarstaðir og er á Víkurbraut 30. Hinn hluti hússins heitir Lækjarmót og stendur enn á sínum upprunalega stað. Bróðir Helga Þorsteinssonar, afa Sylvíu sem hún telur hafa byggt húsið í Vík, hét aftur á móti Jakob Þorsteinsson. Var hann gjarnan kenndur við Fagardal. Í minningargrein um Jakob í Tímanum frá desember 1960, kom fram að hann var ekki fæddur í Fagradal heldur að Skammadalshól í Mýrdal hinn 12. september 1867, og var fullra 93 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar og Guðrúnar Guðbrandsdóttur, bæði komin af bændaættum úr Mýrdal. Þau hjónin áttu alls 12 börn. Jakob ólst upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en flutti þá að Suður-Vík. Árið 1893 giftist Jakob Sólveigu Brynjólfsdóttur frá Hvammi í Mýrdal. Hófu þau búskap í Skammadal og bjuggu þar í 11 Fiskveiðar löðuðu fólk að Point Roberts Elstu minjar um veru manna á Point Roberts eru nokkur þúsund ára gamlar. Fornleifafræðingar frá háskólum í Bresku Kólumbíu og Washington-ríki komust að þeirri niðurstöðu að þetta voru minjar um indíána af svokallaðri Salishan-ætt. Þeir voru fyrst og fremst fiskimenn sem höfðust við á Kyrrahafsströndinni norðanverðri. Evrópskir sæfarar, bæði spænskir og enskir fundu tangann á 18. öld. Árið 1824 sigldi enski sægarpurinn James McMillan sigldi inn á flóann og lýsti tanganum í dagbókum skipsins. Þremur árum seinna, sumarið 1827, sigldi skútan Cadboro sömuleiðis að tanganum og gengu fáeinir skipverjar á land. Aðalerindi áhafnarinnar var hins vegar að kanna Fraser-ána og stofnsetja þar verslunarstað fyrir hið volduga breska félag, Hudson's Bay Company. Ekki er vitað með vissu hvenær evrópskir landnemar í Ameríku hófu fiskveiðar af tanganum en um miðja öldina (10. september, 1853) greinir The Columbian frá því að fáeinir menn stundi laxveiðar á Point Roberts. En þessar frásagnir af veiðum á Point Roberts leiddu til þess að menn tóku að gefa tanganum gaum en um þessar mundir, um miðja 19. öld, hófust deilur milli Bandaríkjanna og Bresku Ameríku (Kanada) um landamæri ríkjanna. Bandaríkin og Bretland gerðu landamærasamning 15. júní árið 1846. Þegar Breska Kólumbía varð hluti Kanada það ár var loks endanlegur samningur um landamæri undirritaður. Með honum urðu að engu tilraunir Bandaríkjanna til að ná yfirráðum á allri strandlengjunni frá Mexíkó norður til Alaska, sem þeir keyptu af Rússum árið 1867. Á árunum 1846-1871 voru deilur tíðar um Point Roberts og landamærin. Bandaríkjamenn ásökuðu íbúa Bresku Kólumbíu fyrir smygl á kjöti en norðanmenn gultu í sömu mynt og klöguðu áfengissmygl að sunnan. Tanginn þótti sérstaklega heppilegur smyglurum vegna þess að aðeins var að honum komist sjóleiðina Bandaríkjamegin. Bandaríkjamenn gáfu úr yfirlýsingu árið 1859 sem bannaði búsetu og að stunda fiskveiðar frá tanganum. Öll umferð um hann var sömuleiðis bönnuð en stjórn Bandaríkjanna taldi hann hernaðarlega mikilvægan. Þar skyldi í framtíðinni rísa bækistöð hersins. Aldrei kom herinn og þessi yfirlýsing gleymdist eða ekki var tekið mark á henni því ekki leið á löngu þar til menn settust að á tanganum í algjöru óleyfi. Upp úr 1870 fjölgaði fólki ört á Kyrrahafsströnd og þótt Point Roberts væri ekki í alfaraleið fjölgaði landnámsmönnum smátt og smátt. Sumir þeirra áttu vafasama fortíð en tanginn þótti prýðilegur felustaður fyrir sakamenn á flótta undan réttvísinni. Þóttu árin 1878-1888 sérstaklega róstusöm en þá var engin löggæsla. Norðan við landamærin stóð íbúum Kanada stuggur af „lýðnum“ á Point Roberts og gekk svo langt að málið var tekið fyrir af stjórninni í Ottawa. Talsvert var fjallað um málið í dagblöðum t.d. lagði The Ottawa Telegram til, 17. apríl, 1888 að tanginn yrði annaðhvort keyptur af Bandaríkjunum eða hann fenginn í skiptum fyrir annað land til þess að kanadísk lög næðu yfir hann. Óöldinni þar yrði að linna. En tanginn freistaði ekki aðeins sakamanna heldur renndu eigendur fiskverksmiðja til hans hýru auga. Á síðasta áratug 19. aldar risu niðursuðuverksmiðjur á tanganum og atvinnulíf blómgaðist. Um þetta leyti kynnast Íslendingar á Kyrrahafs- strönd Point Roberts. Jóhannes Schonberg fóðrar íslensku hestana hennar ömmu sinnar á Point Roberts. Niðursuðuverksmiðja Alaska Packers Association á Point Roberts þar sem Íslensku landnemarnir gátu m.a. fengið vinnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.