Bændablaðið - 28.11.2013, Side 40

Bændablaðið - 28.11.2013, Side 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Fundaröð Bændasamtaka Íslands um landið lokið: Vinnuvernd, nýliðun og fjármögnun í landbúnaði til umræðu Fulltrúar Bændasamtaka Íslands hafa verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga, en samtökin hafa efnt til funda um land allt undanfarna daga og vikur. Vel hefur verið mætt og bændur í öllum landsfjórðungum hafa gripið tækifærið til skrafs og ráðagerða með forystumönnum Bændasamtakanna. Ýmis mál hafa verið rædd á fundunum, m.a. vinnuverndarmál, nýliðun í landbúnaði, fjármögnun í landbúnaði og um streitu og starfsgleði í landbúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið fjallað um það sem efst er á baugi hjá samtökunum. Þrír frummælendur voru á fundi BÍ sem haldinn var á Akureyri í liðinni viku. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, fór yfir þau málefni sem hæst ber um þessar mundir í starfsemi þeirra, Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri fór yfir vinnuverndar- og öryggsmál og þá fjallaði Helgi Haukur Hauksson bóndi um nýliðun í landbúnaði. Búnaðarmálagjaldið ekki framtíðartekjustofn Meðal þess sem Sindri kom inn á í máli sínu voru þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi samtakanna undanfarið, sem og þær breytingar sem fram undan væru. Meðal þess sem horfa þyrfti til væri fjármögnun samtakanna; ljóst væri að búnaðarmálagjaldið væri ekki framtíðartekjustofn. Þá lægi fyrir að endurskipleggja þyrfti allt félagskerfi bænda. Formaðurinn fór einnig í ræðu sinni yfir búvöruframleiðslu liðinna mánaða, m.a. að framleiðsla og neysla á mjólkurvörum hefði aukist undanfarna mánuði. Þá nefndi hann að nýliðinn októbermánuður hefði verið sérlega góður í kjötinu, einn sá besti í manna minnum. Nýsjálenskur ráðgjafi stýrir vinnu við áhættumat Sindri nefndi einnig álit sem ESA sendi frá sér á dögunum þess efnis að bann í íslenskum matvæla- lögum og lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum, við innflutningi á hráu ófrosnu kjöti, væri í andstöðu við gildandi Evrópulöggjöf. Álit ESA kom í kjölfarið á kvörtun sem SVÞ sendi til stofnunarinnar eftir að frumvarp hafði verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Sindri sagði að málið yrði að öllum líkindum sent til EFTA-dómstólsins, en BÍ hefur ráðið nýsjálenskan ráðgjafa sem m.a. mun stýra vinnu við áhættumat. Hann kom einnig inn á málefni landbúnaðarháskólanna og sagði ljóst að mikill áhugi væri fyrir því hjá menntamálaráðherra að sameina Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Háskóla Íslands og væri það til skoðunar. Nefndi hann að Bændasamtökin óttuðust að skólastarfið myndi þynnast út yrði yfirstjórn þess færð í Vatnsmýrina og þá væri óvissa einnig ríkjandi varðandi Háskólann á Hólum. Eins hefðu menn áhyggjur af starfsnáminu sem í boði væri, en það væri í raun á framhaldsskólastigi. Að bændur verði færir um að annast sjálfir innra eftirlit á búum sínum Guðmundur Hallgrímsson, starfsmaður Búnaðarsamtaka Vestur lands á Hvanneyri, fór yfir öryggismál, starfsumhverfi bænda og heilsuvernd. Hann vinnur að verkefni sem miðar að því að byggja upp eftirlitskerfi fyrir bændur til afnota heima á býlum sínum með það að markmiði að tryggja öryggi þeirra og annarra sem þar starfa. Einnig að bæta umhverfi og líðan bæði heimilisfólks og búfjár, sem og að draga úr tíðni slysa við búrekstur. Loks nefndi hann að markmiðið væri einnig að gera búið aðlaðandi og eftirsóknarvert. Bændur ættu með slíku kerfi að vera færir um að annast sjálfir innra eftirlit á búum sínum. Mikilvægt að fara yfir öryggismálin Að setja upp eftirlitskerfi heima á býlunum felur meðal annars í sér að fara þarf yfir öryggi og aðbúnað, meðal annars allra tækja sem notuð er í rekstrinum. Fara þarf yfir rafmagnsmálin og huga að ljósabúnaði og eldvörnum í útihúsum og hafa greiða útgönguleið fyrir gripi úr húsunum ef upp kemur eldur. Þá þarf að huga að því að veður er válynd hér á landi og gott að hafa tiltæka áætlun um viðbrögð þegar þau koma upp. Eiturefni og ýmis sterk efni önnur eru gjarnan geymd heima á býlum og búa þarf um þau með viðeigandi hætti. Innifalið í eftirlitskerfinu væri að skoða einnig heildarásýnd býlisins, s.s. býlið sjálft, girðingar og lausa muni umhverfis það eins og bílhræ, ónýtar heyrúllur eða annað slíkt. /MÞÞJóhannes á Espihóli og Sigurgeir á Sigtúnum skrafa saman á fundi BÍ á Hótel KEA á Akureyri á dögunum. Nafnar bera saman bækur sínar, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hákon Bjarki á Svertingsstöðum, Ingveldur Ása Konráðsdóttir frá Böðvarshólum í V- Hún., Arnór Erlingsson á Þverá, Margrét Melsteð Fagrabæ og fjærst Anna Bára Bergvinsdóttir og Sveinn Sigtryggsson Áshóli. Aftan við þau eru Þórður í Hvammi, Viðar á Brakanda og Gunnhildur á Steindyrum. Haraldur og Vaka á Dagverðareyri spjalla við Gunnhildi á Steindyrum, sem ætlar án efa að segja þeim eitthvað viskulegt.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.