Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 49

Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Utan úr heimi Í Bondebladet, blaði Norsku bændasamtakanna, hinn 14. nóvember síðastliðinn er viðtal við Höllu Steinólfsdóttur, bónda í Ytri–Fagradal á Skarðströnd, um fjárbúskap hennar og manns hennar, Guðmundar Gíslasonar. Mesta athygli norsku blaðakonunnar, Marianne Östby, vekur það að lömbum á búi þeirra var beitt á hvönn í tvær vikur fyrir slátrun til að bragðbæta kjötið. Matvælastofnun hefur síðan borið kjöt af „hvannarlömbunum“ saman við tvo samanburðarhópa sem gengu á venjulegri haustbeit og þar var hvannarbragðið staðfest. Auk þess kom í ljós að fitu- og ullarbragð er minna af hvannarlömbunum. Talið er að unnt eigi að vera að fá hærra verð fyrir „hvannarkjöt“ en annað lambakjöt. Hvönn er notuð nú á dögum sem lækningajurt og sem krydd. Fyrr á tímum, og að nokkru marki enn þann dag í dag, er hvönn notuð sem lækningajurt á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi. Halla er ánægð með það að rannsóknin leiddi í ljós að unnt er að bragðbæta kjötið með fárra vikna hvannarbeit. Í ljós kom að ekki skipti höfuðmáli hvort beitin stóð í þrjár eða sex vikur. Það er hagstætt fyrir bóndann, þar sem sex vikna beit gengur mun nær rótarkerfi jurtarinnar. Um 20% af flatarmáli Íslands eru gróið land en að öðru leyti er landið ógróið eða þakið jöklum. Ræktað land nemur fáum hundraðshlutum af landinu. Á jörð Höllu eru 60 hektarar lands ræktaðir og þá mest sem tún. Þar sem jörðin hefur nýlega fengið vottun um að þar sé stundaður lífrænn búskapur er helsta fóðurjurtin rauðsmári og áburðurinn er þang, þari og fiskimjöl. Halla er einnig með hænur af gömlu íslensku kyni. Heimilið er þannig sjálfu sér nægt um egg og fuglakjöt. Aðeins um 2% starfandi íbúa landsins stunda nú landbúnað. Árið 1950 voru það 35%. Þýtt og endursagt /ME Íslensk sauðfjárrækt vekur athygli Norðmanna: Beit á hvönn bragðbætir lambakjöt Vaxandi mengun getur haft ófyrirséðar afleiðingar: Jörðin hlýnar en með verulegum sveiflum Árið 1998 var óvenjulega hlýtt á jörðinni. Flest ár eftir það hefur hitastigið verið jafnhátt eða hærra en nokkru sinni frá því að þessar mælingar hófust um og upp úr 1850. Hitinn hefur þó ekki hækkað allra síðustu árin, að því er fram kemur í grein Thomas Cottis í norska blaðinu Nationen fyrir nokkru. Veðurstofan í Noregi og Bjerknes- sentret, miðstöð veðurfarsrannsókna þar í landi, hafa útskýrt það þannig að þekkt er, út frá hitamælingum og öðrum athugunum, að hækkun hitastigs á jörðinni gerist ekki jafnt og þétt heldur sé hún verulega breytileg milli ára. Helsti áhrifavaldurinn í þeim efnum er stór eldgos, sem valda kólnun lofthjúpsins í 1–2 ár eftir gos, og sólblettir sem breyta hitastigi á jörðinni og sveiflast á 11 ára bili. Þá eiga sér stað breytingar á hitastigi sjávar í Kyrrahafi sem gerast á þriggja til sjö ára fresti og nema nokkrum tíundu hlutum úr gráðu á Celsíus. Allar breytingar á hitastigi á jörðinni af mannavöldum auka hlýnun lofthjúpsins en náttúrulegar breytingar eru í báðar áttir. Ástæða þess að árið 1998 var óvenjulega hlýtt var sú að þá var hitastig Kyrrahafsins með hæsta móti. Mannkynið eykur nú jafnt of þétt losun sína á koltvísýringi og öðrum lofttegundum. Norska ríkisútvarpið, NRK, upplýsti nýlega að magn koltvísýrings í andrúmslofti á Svalbarða hefði nýlega mælst 400 ppm (milljónustu hlutar) en þar hefur það lengst af mælst um 280 ppm. Ástæðan er eins og annars staðar aukin brennsla á jarðefnum. Veðurfarsráð SÞ heldur því fram að 400 ppm af koltvísýringi hækki hitastig á jörðinni um 1,5–2,0 °C. Hvers vegna er hlýnunin þá aðeins 0,8 °C? Í stuttu máli er það vegna þess að það tekur tímann sinn að hækka hitastig á heilli plánetu. Prófessor Sigbjørn Grønås, sem starfar við veðurfarsmiðstöðina í Bjerknes, segir að aukin losun mannkyns valdi um 3ja vatta hlýnun á fermetra jarðaryfirborðs. Losun mannkynsims á sóti og öðrum brunaleifum veldur aftur á móti kólnun á lofthjúpnum um 1,4 vött á fermetra. Það er mikil hlýnun þegar á heildina er litið en jarðarkringlan er líka stór. Núverandi magn af koltvísýringi lofthjúpsins, upp á 400 milljónustu hluta, mun hækka meðalhita á jörðinni um minnst 1,5 °C en það tekur 20 ár. Með öðrum orðum mun sú losun gróðurhúsalofttegunda sem nú á sér stað einkum bitna á börnum okkar en afleiðingar þess eru ófyrirséðar. Þýtt og endursagt /ME Hugmyndir starfsmanns Neytendastofnunar Þýskalands um dún: „Plokkaður af dauðum sláturdýrum eða reyttur af fuglunum lifandi!“ Þó að Íslendingar séu yfirleitt vel meðvitaðir um hvað æðardúnn er og um farsælt samband manna og æðarfuglsins er það ekki endilega svo um almenning í þeim löndum sem kaupa af okkur dúninn. Eitt þessara landa er Þýskaland og fékk Bændablaðið á dögunum senda þýðingu á viðtali sem blaðamaður hjá Spiegel átti við efnafræðinginn Holger Brackemann sem er starfsmaður Neytendastofnunar Þýskalands. Var hann spurður um gæði dúns og hvaðan hann kæmi. Vitneskja hans virðist vægast sagt afar takmörkuð. Þá virðist hann með öllu ómeðvitaður um íslenskan æðardún þó að Þjóðverjar séu einna öflugastir í kaupum á íslenskum dún fyrir utan Japani. Er þetta ekki síður athyglisvert þegar litið er til umræðu um vörukaup fólks á Íslandi í gegnum internetið á vörum frá Kína að undanförnu. Þar hafa komið í ljós alvarleg vörusvik varðandi dúnúlpur sem reyndust jafnvel innihalda illa lyktandi kurlaðar lífrænar leifar af hænum og einhverju fiðurrusli. Aðallega frá Póllandi, Ungverjalandi, Rússlandi og Kína Í greininni í Spiegel kemur fram að Brackemann hafi nýlega rannsakað hvaðan fyllingin í dúnsængur þjóðverja komi. Blaðamaður Spiegel spyr: – „Herra Brackemann, þú rannsakaðir nýlega dúnsængur frá tíu söluaðilum. Hvers vegna er dúnn svona þægilegur? Brackemann: Endur og gæsir eru vatnafuglar, og dúnlagið sem þeir hafa undir fjaðrahamnum ver þá fyrir kulda. Hver dúneining eða dúnfjöður hefur tvær milljónir anga eða greinar, sem fléttast saman og halda hlýju lofti kyrru. Blm. Spiegel: – „Frá hvaða löndum kemur dúnninn okkar?“ Brackemann: – „Aðallega frá Póllandi, Ungverjalandi, Rússlandi og Kína.“ Blm. Spiegel: – „Hvernig er hann framleiddur?“ Brackemann: „Hugmyndin er sú að dúnninn sé plokkaður af dauðum sláturdýrum. Dýraverndunarsamtök fullyrða hins vegar að dúnninn sé reyttur af fuglunum lifandi. Ég hef séð upptökur af því.“ Blm. Spiegel: „Eru það ekki öfgakenndar fullyrðingar? Í Evrópusambandinu er bannað að kvelja nytjadýr að óþörfu.“ Brackemann: „Iðnaðar- samböndin fullyrða að það séu í hæsta lagi í tveimur prósentum tilfella sem reytt er af lifandi dýrum. En þá skil ég ekki hvers vegna enginn söluaðila sem tóku þátt í könnuninni vildi tilgreina uppruna- og afgreiðsluferli hráefnisins. Við fengum ekki að koma á eitt einasta bú, ekki heldur hjá þeim söluaðilum sem tryggja kaupandanum með innsigli að dúnninn komi ekki af lifandi dýrum.“ Blm. Spiegel: – „Eru gloppur í lögunum?“ Brackemann: „Fiðrið á öndum og gæsum endurnýjast með reglulegu millibili. Á fellitímabilinu, þegar fuglinn er í sárum, sem kallað er, er hægt að strjúka lausan dún af fiðrinu með hendinni. En það eru aldrei öll dýrin í sárum samtímis. Og við iðnaðarframleiðslu er aldrei hvert dýr skoðað sérstaklega.“ Blm. Spiegel: – „Eykst eftirspurn eftir dún?“ Brackemann: „Já. Verðið á dún hefur hækkað gífurlega. Stöðugt fleiri Kínverjar kaupa munaðarvörur eins og dúnjakka. Margt bendir til þess að á fuglabúum sé reynt að græða á því að ná dúni af slátur- fuglinum oftar en einu sinni.“ Blm. Spiegel: – „Eru aðrir val- kostir sem geta komið í stað dúns- ins?“ Brackemann: „ Aðallega eru það gerviefni. Ull og úlfaldahár eru góð náttúruleg efni en mjög eðlisþung. Maður sér að þessi dýr, sem gefa þessar afurðir, geta ekki flogið.“ /HKr. Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is • 120-175 hestafla • 17x16 gírkassi með lágsnúningsgír og vökvavendigír • Fjaðrandi ökumannshús með loftkælingu • Loftfjaðrandi ökumanns- og farþegasæti • Vökvaútskotinn dráttarkrókur • Flotmikil dekk Ódýrar og vel búnar vélar Hér færðu mikið fyrir lítið Case IH Maxxum Multi Controller Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 31 þúsund eintökum á 387 dreifingarstaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.