Bændablaðið - 28.11.2013, Page 51

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 búinn radar sem fylgist með því að áburðurinn dreifist rétt með því að taka mynd af dreifikúrvunni á hverjum tíma og bera saman við þær upplýsingar sem ökumaður vélarinnar hefur slegið inn í tölvuna s.s. um kornastærð, breidd dreifi- svæðis o.s.frv. Ef kúrvan víkur frá þeim gildum sem gefin hafa verið upp stillir tölvan einfaldlega dreifarann sjálfvirkt svo áburðardreifingin verði nákvæm lega eins og að var stefnt. Ótal dráttarvélar Það er óvinnandi vegur að greina í smáatriðum frá þeim tugum þúsunda af tækjum og tólum sem voru til sýnis en sem dæmi um stærð sýningarinnar má nefna að öll helstu dráttarvélafyrirtæki heims voru með einhverjar nýjungar á sýningunni. Flest fyrirtækin eru að feta sig upp í stærð vélanna og buðu upp á dráttarvélar allt að 440 hestöfl að stærð. Þá bjóða nú orðið allir dráttarvélaframleiðendur upp á vélar sem uppfylla hinar ströngu Tier 4 mengunarkröfur sem er ætlað að draga stórlega úr mengun dísilvéla. Tölvur og takkar Annað sammerkt með nýjungum á sýningunni er að flestallar byggja þær á notkun hugbúnaðar með einum eða öðrum hætti. Margar lausnir eru afar handhægar fyrir nútíma búskap eins og færslutakkar á John Deere en með því að þrýsta á takka á bretti dráttarvélarinnar getur maður fært hana örlítið bæði fram og aftur. Þetta er nokkuð sem á vafalítið eftir að koma sér vel fyrir marga þegar verið er að tengja vélar aftan í. Eða þá kostir þess að geta beygt afturhjólunum einnig, líkt og margar rútur gera núorðið. Þessi lausn er í boði hjá austurríska dráttarvéla- framleiðandanum Lindner í vél sinni Lintrac 90. Fræðslufundir og ráðstefnur Samhliða sýningarhaldinu voru haldnir margir áhugaverðir fræðslu- fundir og raunar ráðstefnur þar sem tekin voru fyrir mikilvæg málefni landbúnaðarins og að þessu sinni var lögð mikil áhersla á þau van- nýttu tækifæri sem eru til staðar í þróunarlöndum heimsins. Þá var auk þess haldin ráðstefna um hátækni- landbúnað en æ fleiri tæki og tól í landbúnaði byggja á tölvutækni, notkun GPS, myndavélatækni og þar fram eftir götunum. Þróunin á þessum búnaði er afar hröð og óvíst að nokkur hafi í raun yfirsýn yfir alla þá möguleika sem nútíma bændum standa til boða og því var við hæfi að bjóða upp á ráðstefnu á þessu sviði. 4 þúsund manna veisla! Einn af hápunktum sýningarinnar var stórveisla samtaka ungra bænda en alls tóku fjögur þúsund manns þátt í veislunni. Ekki spillti fyrir að meðal skemmtiatriða voru bræðurnir sem kenna sig við bú Péturs bónda (The Peterson Farm Brothers) en þeir eru þekktir í netheimum og víðar fyrir að hafa útbúið myndbönd og birt á YouTube við ýmis lög með eigin gríntextum um landbúnaðar- málefni. Næst í nóvember 2015 Þó svo að þessi sýning sé að baki og of seint að fara á hana er óhætt að fara nú þegar að láta sig hlakka til næstu Agritechnica-sýningarinnar, sem verður haldin 10. til 14. nóvember 2015. Vafalítið munu mörg vélafyrirtæki hér á landi bjóða aftur upp á ferðir á sýninguna, enda má ætla að að tveimur árum liðnum verði hún enn umfangsmeiri en sú sem haldin var í ár. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku Dráttarvélahermir Claas fékk gullverðlaun. Skotbómulyftari sem gengur fyrir bæði hráolíu og rafmagni fékk gullverðlaun á sýningunni. Radarstýrður áburðardreifari frá Rauch fékk gullverðlaun á sýningunni. Norski þróunarsjóðurinn, (Utviklingsfondet), hefur útnefnt smábændur í þróunarlöndunum sem „ofurhetjur“ samtímans. Þessir bændur eru um hálfur milljarður að tölu. Þeir framleiða matvæli og berjast gegn fátækt í heiminum. Þá leggja þeir sitt af mörkum í baráttunni við veðurfarsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á jörðinni. Francisco Olivas í Níkaragva og Fitsumbran Gdey í Eþíópu telja sig sjálfsagt ekki neinar ofurhetjur en okkur finnst þeir vera dæmigerðir fulltrúar þeirra segir í umsögn Norska þróunarsjóðsins, en greint var frá þessu í Bondebladet 14. nóvember síðastliðinn. Veðurfarsráð Sameinuðu þjóðanna varar við samdrætti í uppskeru víða um heim vegna breytinga á veðurfari. Smábændur í fátækum löndum framleiða um þessar mundir stóran hluta af matvælum þjóða sinna um leið og þeir finna verulega fyrir þeim veðurfarsbreytingum sem nú eiga sér stað í umhverfi þeirra. Þeir gegna mikilvægu hlutverki, bæði í baráttunni við fátækt og við að tryggja matvælaöflun. Smábændur eru gjarnan opnir fyrir sjálfbærum ræktunaraðferðum, m.a. vegna þess að þeir hafa ekki ráð á að kaupa vélar og verkfæri né áburð eða jurtavarnarefni. Í stað þess nota þeir ódýrar aðferðir sem fara vel með akrana. Sjálfbær landbúnaður verður ekki stundaður nema með miklu vinnuframlagi og kunnáttu, en hann getur þó skilað góðum tekjum. Hann er einnig góð vörn gegn veðurfarsbreytingum og uppskerubresti. Ofurhetjan Fitsumbran í Eþíópíu ræktar grænmeti og ávexti á landi sínu. Hún ræktar saman margar tegundir en er líka með geitur og kú og selur afurðir sínar á þorpsmarkaðnum. Hið sama gerir Francisco í Níkaragva. Hann er félagsmaður í samvinnufélagi og stundar vistvænan landbúnað. Hann ræktar yfir 30 tegundir nytjajurta. Það kostar mikla vinnu en skilar líka góðum árangri. Alþjóðlegar álitsgerðir greina frá því að landbúnaður sé hluti af lausn veðurfarsvandamála á jörðinni. En til að innleiða sjálfbæran landbúnað þarf þekkingu, leiðbeinendur og sameinað alþjóðlegt átak. Upplýsa verður bændur um það hvaða tegundir nytjajurta auðga jarðveginn af köfnunarefni og hvaða jurtir útrýma ekki öðrum tegundum. Í Asíu hafa bændur lært að nota endur eða fiska til að vinna gegn illgresi og skordýrum í ökrunum. Síðan er unnt að veiða fiskinn til matar og úrgangurinn frá honum nýtist sem áburður. Þessi búskapur hefur aukið uppskeru um allt að 20%, eiturefnanotkun hefur minnkað og tekjur aukist um 80%. Nærtækt er að halda því fram að það sé smábóndinn sem á framtíðina. Þýtt og endursagt / ME Smábændur í þróunarlöndunum eru „ofurhetjur“ Frá Súdan. Mynd / FAO

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.