Bændablaðið - 28.11.2013, Page 59

Bændablaðið - 28.11.2013, Page 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Nafn: Magnhildur Marín Erlingsdóttir Aldur: 9 ára Stjörnumerki: Ljón Búseta: Egilsstaðir Skóli: Egilsstaðaskóli Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Verkgreinar Hvert er uppáhalds- dýrið þitt? Kanínur Uppáhaldsmatur: Slátur Uppáhaldshljómsveit: Engin sérstök uppáhalds. Allar góðar. Uppáhaldskvikmynd: Aulinn ég 2 Fyrsta minningin þín: Jólin þegar ég var 2 ára Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, er í frjálsum og dansi og spila á þverflautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stökkva af háum klett og í snjóskafl Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég geri aldrei neitt leiðinlegt. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Fór í útilegu með vinum og fjölskyldu. Fór líka til Vestmannaeyja með ömmu og afa. PRJÓNAHORNIÐ Stærð: 32-34, 35-37, 38-40, 41-43. Efni: Basak frá Kartopu 1 dokka rautt K150 og 1 dokka hvítt K010 dugar í 2 pör af sokkum svo að garn í parið kostar undir þúsund krónum. Mynstrið fengum við hjá Drops. Prjónafesta: 15 x 15 = 23Lx24umf Aðferð: Sokkarnir eru prjónaðir sl. í hring á 5 prjóna endað á tánni. Þið getið notað þá hælúrtöku sem ykkur finnst best eða notað okkar. Stokkar: Fitjið upp á 4 prjóna 52-52-56-64 l. þe. 13-13- 14-16 l. á hvern prjón með rauða litnum. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. 4-5-5-6 cm eða eins og óskað er. Prjónið síðan 1 umferð sl. í þeirri umferð er tekið jafnt úr 4-4-8-4 l. svo að það verði 48-48-48-60 l. á prjónunum. Prjónið nú 1 umferð með hvítu, að því loknu er byrjað að prjóna eftir M 1. Þegar því er lokið er komið að hælnum. Okkar hæll er svona, haldið fyrstu 12-12-13- 15 l. á prjóninum setjið næstu 24-24-22-30 l. á hjálparnælu, það er ofan á ristinni, takið síðustu 12-12-13-15 l. á sama prjón og fyrstu l. Þetta eiga þá að vera 24-24-26-30 l. sem er hællinn. Prjónið nú slétt fram og til baka yfir þessar lykkjur með rauðu 4,5-5-5,5-6 cm setjið merki þar sem þið endið. Úrtaka fyrir hæl byrjar frá réttu. Prjónið þar til 9-9-9-11 l eru eftir á prjóninum* Takið næstu lykkju fram af óprjónaða , prjónið næstu l. sl og lyftið óprjónuðu l. yfir snúa við.* Rangan: prjónið brugðið þar til 9-9-9-11 l. eru eftir á prjóninum endurtakið *-* nema prjónið br. þar sem er prjónað sl. frá réttunni. Réttan: Prjónið sl. þar til 8-8-8-10 l. eru eftir á prjóninum endurtakið*-* Rangan prjónið br. 8-8-8-10 l. Endurtakið *-* Þannig er haldið áfram að taka úr með því að færri l. verða eftir á prjóninum fyrir úrtöku í hverri umferð þar til 8-8- 10-10 l. eru eftir á prjóninum. Að hælúrtökunni lokinni eru teknar upp 10-10-12-10 l. á hvorri hlið hælsins og geymdu lykkjurnar settar upp þannig að það verði 52-52-56-60 l. á prjónunum. Setjið merki beggja megin við l. sem geymdar voru ofan á ristinni. Prjónið nú sl. í hring eftir M 2 þannig. M 2 yfir 24 l. ofan á ristinni 4 l sl í hvítu, M2 yfir næstu 20-20-24-20 l. undir fætinum, 4 l. sl. hvítt. Um leið er tekið úr í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 2 l. sl. saman eftir 24-24-24-32 l. á ristinni og síðustu 2 l. í hinni hliðinni, passið upp á mynstrið . Endurtakið þessar úrtökur í annarri hvorri umferð alls 4 sinnum þar til 44-44-48-52 l. eru á prjónunum. Nú er M 2 prjónað þar til sokkurinn mælist 15-18-20-22 cm. frá merkiþræðinum á hælnum. Prjónið nú 1 umf. hvítt . Nú eru sett merki í hvorri hlið fyrir úrtökuna á tánni, það eiga að vera 22-22- 24-26 l. á hvorri hlið. Nú er táin prjónuð með rauðu. Táúrtakan: Prjónið þar til 3 l. eru að merkinu, prjónið þá 2 l. saman 2 sl. Og 2 l. prjónið þá aftan í l. Endurtakið úrtökurnar í annari hvorri umferð alls 3-3-3-4 sinnum og síðan alls 6-6-7-7- sinnum í hverri umferð, þá eiga að vera alls 8 .l eftir á prjónunum . Klippið á þráðinn og dragið hann í gegnum þær. Gangið frá endum og sokkarnir eru tilbúnir. Góða skemmtun. Inga Þyri Kjartansdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Gerir aldrei neitt leiðinlegt Jólasokkar Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 1 7 6 9 3 9 7 5 1 2 4 3 5 1 2 7 3 5 6 3 6 1 2 7 8 2 6 5 7 3 4 8 1 6 9 8 3 6 2 3 4 9 1 8 6 5 6 7 3 6 1 5 9 2 6 7 9 4 1 3 1 6 5 8 9 8 4 1 9 6 8 3 2 Mektarkötturinn Matthías og orða- stelpan eftir Kristínu Arngrímsdóttur kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku 20 nóvember. Það skemmtilegasta sem mektarkötturinn Matthías gerir er að leika sér með vinum sínum; stelpunni Sólrúnu, hrafninum og Arngrími apaskotti. En í dag leika þau sér ekki því Sólrún er niðursokkin í að skrifa uppáhaldsorðin sín. Hún ætlar nefnilega að búa til sögu úr þeim. Mektarkötturinn Matthías fylgist með og hann langar líka að búa til sögu. En hvernig í ósköpunum fer köttur að því – hann sem getur bara mjálmað, hvæst og malað? Arngrímur apaskott er yngstu kynslóðinni að góðu kunnur en hér er mektarkötturinn Matthías í aðalhlutverki. Þetta er þriðja sagan í bókaflokknum um vinina þrjá, eftir verðlaunahöfundinn Kristínu Arngrímsdóttur. Fyrri bækurnar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, Arngrímur apaskott og fiðlan hlaut Fjöruverðlaunin og Vorvinda- viðurkenninguna en Arngrímur apaskott og hrafninn var valin á Heiðurslista IBBY, alþjóðlegu barnabókmenntasamtakanna. Mektarkötturinn Matthías og orðastelpan Bækur Magnhildur Marín Erlingsdóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.