Læknablaðið - 01.09.1964, Page 22
98
LÆKNABLAÐIÐ
Finnist sjúkdómurinn ekki,
fyrr en veruleg skemmd er kom-
in í augun, er meðferð erfið-
leikum bundin. Þrátt fyrir ræki-
lega meðferð getur sjúkdómur-
inn þá lialdið áfram og eytt
sjón, jafnvel þótt augnspennu sé
lialdið innan eðlilegra marka
með lyfjameðferð og skurðað-
gerð. Aftur á móti er vitað, að
finnist sjúkdómurinn á byrjun-
arstigi, þ. e. áður en farið er
að ganga á sjónsvið, eru borf-
urnar mun lietri og lækning
auðveldari.
Atbyglisverð eru unnnæli
prófessors Goldmanns í Bern,
sem segir; „Löng reynsla mín í
læknisstarfi hefur sannað mér
og öðrum, að með því að finna
glákoma í tæka tíð er nær
undantekningarlaust unnt að
komast hjá skerðingu á sjón-
sviði og sjóntapi með því að
balda augnspennu í eðlilegu
horfi.“2
1 þeim tilgangi að uppgötva
gláku á byrjunarstigi hef ég
rúm tvö undanfarin missiri mæll
augnspennu hjá nær öllu fólki,
50 ára og eldra, sem komið hef-
ur á lækningastofu mína. Yerð-
ur i þessari grein sagt frá þeim
athugunum. Til þess að gera sér
Ijóst, um livað er verið að ræða
og ekki fari á milli mála, við
livað er ált, geri ég fyrst grein
fyrir flokkun á glákoma, sem
fram á síðari ár hefur verið
mjög á reiki og erfitt að átta
sig á. Sömuleiðis er gerð grein
fyrir eðlilegri augnspennu og
sjónsviðsmælingu, sem nauð-
svnlegt er að vita deili á við
greiningu á byrjandi glákoma.
Einnig er drepið á helztu rann-
sóknaraðferðir við greininguna.
Megintilgangur þessarar grein-
ar er að benda á leið til að finna
gláku á byrjunarstigi og þar
með koma í veg fyrir ónauð-
synlegt sjóntap eða blindu af
völdum þessa sjúkdóms, sem
verið hefur mestur blinduvald-
ur meðal íslendinga um alda-
raðir.
F 1 o k k u n.
I. tílaucoma primarium:
1. Glákoma með opnu
frambólfshorni: Glau-
coma simplex (gláka)
a. án bólgueinkenna,
b. með bólgueinkenn-
um.
2. Glákoma með þröngu
eða lokuðu framhólfs-
borni:
Glaucoma acutum et
intermittens.
II. tílaucoma secundarium.
III. Glaucoma congenitum:
1. Hydrophthalmia.
2. Glaucoma juvenilis.
Glákoma er flokkur augn-
sjúkdóma, með nokkur sameig-
inleg séreinkenni, en af marg-
vislegum orsökum, sumum
þekktum, en öðrum óþekktum.
Aðaleinkenni þessa sjúkdóma-
flokks er aukin augnspenna,
sem ein sér eða ásaml öðrum