Læknablaðið - 01.09.1964, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ
99
samverkandi orsökum veldur
skemmdum á sjóntaug. Kemur
fram sjónsviðsskerðing, ein-
kennandi fyrir glákoma, er
smáeykst og veldur að lokum
blindu, ef ekkert er að gert.
Glákoma má skipa i þrjá
aðalflokka:
1. Glaucoma primarium, en
þar er orsök ólcunn.
2. Glaucoma secundarium, er
orsakast af öðrum augn-
sjúkdómi. Eru fjölmargir
augnsj úkdómar, sem geta
valdið glákoma, t. d. iri-
docyclitis og fleiri bólgu-
sjúkdómar. Slys og afleið-
ing aðgerðar á augum valda
stundum glákoma.
3. Glaucoma congenitum et
juvenilis orsakast af með-
fæddum ágalla í augum,
einkum í frambólfshorni,
þ. e. í þeim hluta augans,
sem sérum frárennsli augn-
vökvans.
Ýmsar kenningar eru uppi
um orsakir glaucoma primari-
um. Flestir aðhyllast þá skoðun,
að um frárennslishindrun frá
augum sé að ræða (mechanical
theorv). Þessi kenning gerir ráð
fyrir, að aukin spenna í auga
stafi af hindrun á frárennsli
augnvökvans eða af auknu inn-
streymi vegna offramleiðslu
augnvökva.
Rannsóknir hafa sýnt, að hið
síðarnefnda er mjög sjaldgæft.
Frárennslishindrunin getur ver-
ið í:
a. veggjum framhólfshornsins
(angulus iridocornealis), þar
sem augnvökvinn síast úr
framhólfinu gegnum síuvef-
inn (traheculum) inn í
bláæðastokkinn (canalis
Schlemmi) (1. mynd C).
Framhólfshornið er þá op-
ið og framhólfið oftast
djúpt (1. mynd A). Hvað
það er, sem veldur þess-
ari tregðu á frárennsli, er
enn þá óráðin gáta. Smá-
sjárrannsóknir sýna herzlis-
myndun, rýrnun og æða-
þrengsli í síuvefnum og ná-
grenni hans. Vera má, að
stundum sé um stíflu að
ræða í síuveggnum, eins og
sésl við glaucoma capsularis,
er augasleinshýðið (capsula
lentis) flagnar og agnir úr
því setjast í síuvefinn. Þess-
ari tegund glákoma er af
sumum skipað í flokk með
glaucoma secundarium, en
hér á landi, eins og í Nor-
egi og Svíþjóð, sjást þessar
hreytingar æði oft samfara
glaucoma simplex. Glá-
koma með þessar breytingar
skipa ég því í hinn siðast-
nefnda flokk, einkum þar
sem sams konar breytingar
sjást bjá fólki, sem ekki er
með glákoma.3
b. Síðari orsök frárennslis-
hindrunarinnar er, að fram-
hólfshornið getur lokazt af
lithimnunni (iris), er hún
leggst að síuveggnum og