Læknablaðið - 01.09.1964, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ
101
hindrar frárennsli augans, er
augnvökvinn kemst trauðla
í snertingu við síuvefinn.
Þetta kemur fyrir í aug-
um, þar sem framhólfshorn-
ið er þröngt og framhólfið
grunnt (1. mynd B). Er þetta
meðfæddur eiginleiki, oftast
samfara fjarsýni (hyperme-
tropia). Spennuhækkun, sem
orsakast af lyfjum, er vikka
ljósopið (mydriatica), t. d.
atropin og homatropin, staf-
ar af þessum sökum. Þó má
nota þessi lyf í glákomuaugu
með opnu framhólfshorni,
án þess að óttast þurfi
spennuhækkun.
Samkvæmt ofanskráðu er nú
algengt að skipa glaucoma pri-
marium í eftirfarandi flokka:
1. Glákoma með opið fram-
hólfshorn (open angle glau-
coma) eða glaucoma sim-
plex:
a. án bólgueinkenna,
h. með bólgueinkennum
(sjaldgæft).
2. Glákoma með þröngt eða
lokað framhólfshorn (nar-
row angle, angle closure
glaucoma), sem flokka
má í:
Glaucoma acutum og
Glaucoma suijacutum sive
intermittens.
Orsakir glákoma með opnu
og lokuðu framhólfshorni eru
ekki hinar sömu. Skal liér að-
eins nefnt, að frárennslishindr-
un í síuvefnum er ekki til stað-
ar hjá glaucoma acutum, en aft-
ur á móti er frárennslishindrun
í síuvefnum í augum með glau-
coma simplex.
Glaucoma simplex er sú teg-
und glákoma, sem er langal-
gengust hér á landi og þessi
grein fjallar um. Verður hér
eftir notað orðið gláka um
þessa tegund, en glákoma, þeg-
ar rætt verður um aðrar teg-
undir glákomasjúkdómsins eða
sjúkdómsflokkinn í heild. Orðið
gláka hefur þegar náð rótfestu
í íslenzku máli.
Gláka á byrjunarstigi er
venjulega einkennalaus. Sjúkl-
ingarnir ugga eigi að sér, sem
eðlilegt er, þar eð sjóntruflanir
koma ekki fram fyrr en tiltölu-
lega seint og venjulega ekki fyrr
en varanlegar skemmdir eru
komnar í augun. Verkir eru eng-
ir, og óþægindi þurfa engin að
vera, nema ef glákan er með
hólgueinkennum, en sú tegund
er sjaldgæf liér á landi. Ilafa
menn oft gengið með sjúkdóm-
inn í mörg ár, er hann uppgötv-
ast. Gangur sjúkdómsins er
mishraður. Stundum koma
skemmdir fram í augunum á
tiltölulega skömmum tíma, en
oftar er gangurinn mjög liæg-
fara, einkum á byrjunarstigi
sjúkdómsins. Sjúkdómseinkenni
koma oft fyrr og meira fram
á öðru auga, svo að menn geta
jafnvel orðið alveg blindir á
öðru auga án þess að veita því