Læknablaðið - 01.09.1964, Side 44
116
LÆKNABLAÐIÐ
6. TAFLA.
Rýrnun á sjóntaug borin saman við skerðingu á sjónsviði.
Skerðing á sjónsviði Bæði kyn
I II III
Augnbotnar eðlilegir útlits . 40 5 0 45
Rýrnun á sjóntaug 11 18 6 35
51 23 6
svipuð á báðum augum, en í
öðrum og þriðja spennuflokki
er spennumunurinn meiri og þá
einkum meðal karla. Af níu
körlum í þriðja spennuflokki
liöfðu átta normala augnspennu
og óskert sjónsvið á aug-
anu með lægri spennuna, en
mjög háa spennu á hinu, með
miklum skemmdum á sjóntaug.
Af þessu mætti e.t.v. draga þá
ályktun, að um tvenns konar
gláku væri að ræða: lágspennu-
gláku, sem kemur í bæði augun
samtímis og er fremur góð-
kvnja, og háspennugláku, sem
lcemur fyrr í annað augað og
e.t.v. aðeins í annað augað. Er
hún illkynjaðri og tíðari meðal
karla.
Gæti þetta og gefið skýringu
á því, að blinda af völdum gláku
er líðari meðal karla hér á landi
og glákan hefur verið talin tíð-
ari hér meðal karla, enda tíðn-
in áberandi meiri meðal karla
í aldursflokknum 60—69 ára.
Rýrnun á sjóntaug.
Annar mælikvarði á starfs-
bæfni augna, auk sjónsviðs-
skerðingarinnar, er sýnilegt á-
stand sjóntaugarinnar.
Af hinum sýktu fannst rýrn-
un á sjóntaug meðal 30 eða
37.5%. Langmest bar á rýrnun-
inni meðal þeirra, sem höfðu
hæstu augnspennuna og þar sem
sjónsviðsskerðingin var komin
lengst áleiðis.
6. tafla sýnir rýrnun á sjón-
taug borna saman við skerðingu
á sjónsviði. Sést á töflunni, að
sjóntaugarrýrnun kemur fvrir
meðal allra sjónskerðingar-
flokka, en er þó langsjaldgæf-
ust, þar sem sjónskerðingin er
minnst, og oft er þar erfitt að
greina, að um rýrnun sé að
ræða. Rýrnun á sjóntaug þarf