Læknablaðið - 01.09.1964, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ
147
Mynd I
Myndin skýrir aðferð til að fá línurit af hríðum. Þrýstingur legvatns
er mældur með legg, sem stungið er inn i legvökvann. Eins eru mældir
samdrættir í legvöðva, í legbotni, legbol og leghálsi, eins og sjá má á
litlu innskotsmyndinni.
syntocinon í 500 ml. Eftir það
hnýtir legið sig vel, og kon-
an kemst í liýíld. Barnið vó
4800 g og lengd 55 cm. Sec-
tions diagnosis: Atelectasis
pulmonum. Asphyxia in
utero. Stasis organorum.
Ekki er liægt að sjá annað
en liægt hefði verið að forðast
þetta slvs, ef ekki hefði verið
verið gefið partergine ogeinung-
is haldið sig að því gamla lög-
máli að gefa aldrei secale eða
nein skyld lyf til þess að fram-
kalla fæðingu eða á fyrsta og
öðru stigi fæðingar.
Hverri heilbrigðri og réttskap-
aðri konu er það eðlilegt að
ganga með og ala barn. Er það
hámark sköpunarverksins. En
eins og allt líf er liáð áhættu,
koma fyrir slys á þessu ævi-
skeiði konunnar, og þannig
verða lil sjúkdómar á nteð-
göngutímanum og í fæðingunni,
ef allt gengur ekki eðlilega. Ein
af orsökum þessara sjúkdóma
er óeðlileg léttasótt.
Seinustu áratugina hefur mik-
ið verið gert að rannsóknum á
samdráttum legsins, hvaðan
þeim sé stjórnað og hvernig þeir
berast um legvöðvann, og mik-
ið hefur áunnizt í þeim efnum.
Virðist greinilegt, að taugar og
vöðvar legsins séu misvel gerð,
til þess að léttasóttin verði full-
komin, og má hún þá hvorki
verða of lin né of Iiörð, ef vel
á að fara fvrir hvoru tveggja,