Læknablaðið - 01.12.1965, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ
51
anna lægi fremur lijá sér en
nemandanum.
En þó aÖ Dungal legði slíka
rækt við kennslu sina, að hann
varð þegar í stað meðal fremstu
kennara deildarinnar, voru
hugðarefni hans og fram-
kvæmdir eigi minni á öðrum
sviðum. Aðstaða hans í Rann-
sóknarstofunni, í fjórum smá-
herbergjum í Kirkjustræti 12
(á árunum 1926 til 1931), var
mjög bághorin. Ýmsir smit-
sjúkdómar voru þá tíðir i land-
inu, svo sem herklaveiki, tauga-
veiki og barnaveiki, en sulla-
veikin og holdsveikin þá mjög
á undanhaldi. Aðalafrek hans
á þessum fyrstu árum var að
koma upp mvndarlegri sjúk-
dómagreiningastofnun í sýkla-
og meinafræðum, sem sjúkra-
liús landsins og starfandi lækn-
ar liöfðu aðgang að, og hötn-
uðu við það öll skilyrði til ör-
uggari sjúkdómsgreininga til
mikilla muna.
A sviði búfjársjúkdóma var
bráðapest í sauðfé mikill skað-
valdur um þessar mundir. Þó
að Dungal hefði þá aðeins eina
stúlku til aðstoðar og hyggi við
mjög þröngan húsakost, tók
hann einnig þetta viðfangsefni
þegar í stað til meðferðar.
Rannsóknir hans á hessu sviði,
sem leiddu til framleiðslu
bráðapestarbóluefnis þess, sem
ælíð síðan er kennt við Dungal,
voru mikils virði fvrir íslenzka
hændastétt. Tók bóluefni
Dungals langtfram hinu danska
hóluefni, sem áður var notað
hér, og hefur mjög dregið úr
sjúkdómi þessum í landinu,
síðan regluleg notkun bóluefn-
isins hófst. En ekki lét hann
þar við sitja. Á sviði húfjársjúk-
dómanna voru fleiri og stærri
verkefni. Hann hóf rannsóknir
á ormaveiki í sauðfé, og að ráð-
um hans var tekið að nota tetra-
chloraethylenum, sem nefnt var
eftir lionuin „Dungalslyf“, við
sjúkdómi þessum með þeim
árangri, að flcst hinna sjúku
dýra náðu sér til fulls. Þá eru
rannsóknir Dungals á mæði-
veiki og garnaveiki í sauðfé
ekki síður kunnar. Vann hann
að þeim af miklu kappi á fjórða
tugi aldarinnar og birti um þær
margar ritgerðir. Er Tilrauna-
stöðinni á Keldum var komið
á fót, fluttust þessar rannsóknir
eðlilega þangað. Eftir sem áður
voru rannsóknir þessar þó eitt
af aðaláhugamálum prófessors-
ins.
Á árunum 1933—1934 fékk
Dungal þvi áorkað, að reist var
myndarlegt hús á lóð Landspít-
alans, Rannsóknarstofa Háskól-
ans, sem stendur þar enn, ó-
breytt að mestu. Kom sér nú
vel, að á þessum kreppuárum
hafði safnazt nokkurt fé af
bóluefnisframleiðslunni, og
varði hann því að mestu til
hyggingarinnar ásamt erlendu
lánsfé, sem hann útvegaði sjálf-
ur. Var nú starfsemi stofnunar-