Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 43

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 69 Tillagan var samþykkt ein- róma. Um tillögu nr. 2 frá L.R., sem rakin er hér að framan, urðu enn töluverðar umræður, og tóku þátt í þeim Arinbjörn Kolbeinsson, Jón Þorsteinsson, Öskar Þórðarson, Páll Sigurðs- son, Gunnlaugur Snædal og Ás- mundur Breklcan. í lok þessara umræðna var borin fram breyt- ingartillaga frá Arinbirni Kol- beinssyni varðandi þelta mál, svobljóðandi: „Aðalfundur L.Í., baldinn i Reykjavík 24. og 25. júní 1965, ályktar að fela stjórn félagsins að gera tillögur um nýjar leiðir til samninga um kjör og ráðn- ingafyrirkomulag lækna, sem starfa fyrir ríki og bæ. Einnig kanni stjórn félagsins, hversu ahnennur vilji er meðal lækna að losna undan núverandi launalcerfi opinberra starfs- manna.“ Tillaga Arinbjörns var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Þá var tekin fyrir tillaga nr. 3 frá L.R. svohljóðandi: „Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík dagana 24. og 25. júní 1965, lýsir yfir stuðningi sinum við tillögur sjúkrabús- málanefndar L.R., er sam- þykktar voru á aðalfundi L.R. 10/3 1965.“ Eftir stuttar umræður (Ólaf- ur Björnsson og Gunnlaugur Snædal) var tillagan borin upp og samþykkt með samhljóða atkvæðum. Tillaga nr. 4 frá L.R.: „Aðalfundur L.Í., baldinn i Reykjavík dagana 24. og 25. júní 1965, mótmælir harðlega niðurskurði á fjárveitingu til spítalabygginga á fjárlögum þessa árs.“ Tillaga þessi var borin upp og samþykkt með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna. Þá var tekin fyrir eftirfarandi lillaga nr. 5 frá L.R.: „Aðalfundur L.I., haldinn í Reykjavík dagana 24. og 25. júní 1965, ályktar að fela stjórn- inni að kanna eða hlutast til um könnun á fyrirkomulagi lækna- stöðva í nágrannalöndunum með tilliti til endurskipulagning- ar læknisþjónustu í dreifbýli og þéttbýli hérlendis.“ Miklar umræður urðu um lil- löguna, og tóku þátt í þeim Jón Þorsteinsson, ÖlafurBjörns- son, Páll Sigurðsson, Guðmund- ur Karl Pétursson, Ásmundur Brekkan og Arinbjörn Kol- beinsson. í lok umræðna var borin fram eftirfarandi breyt- ingartillaga við tillögu L.R.: „Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík dagana 24. og 25. júní 1965, ályktar að fela stjórn- inni að hafa samráð við stjórn L.R. og læknisþjónustunefnd Reykjavíkur um könnun á fyr- irkomulagi læknastöðva í ná- grannalöndum með tillili til endurskipulagningar læknis-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.