Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 53

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 75 Kolbeinsson, Tómas Helgason og Snorri P. Snorrason; til vara Ásmundur Brekkan. Kjarasamninganefnd. Kosnir voru Ólafur Björnsson og Bragi Níelsson til tveggja ára, Yalgarð Björnsson og Guðmundur Helgi Þórðarson til eins árs. Gerðardómur samkvæmt Co- dex Ethicus: Kosnir voru Ólaf- ur Björnsson og Kristinn Stef- ánsson. Til vara: Guðmundur Karl Pétursson og Torfi Bjarna- son. Endurskoðendur reikninga félagsins. Kosnir voru Bjarni Jónsson og Bjarni Konráðsson. Þessu næst tók hinn nýkjörni formaður, Ölafur Bjarnason, til máls, þakkaði það traust, sem honum liefði verið sýnt, og frá- farandi formanni fvrir ánægju- legt og árangursríkt samstarf. Kvað hann mikið við liggja, að læknafélögin stæðu einhuga saman um liagsmunamál lækna og heill og heiður læknastétt- arinnar. Staður fyrir næsta aðalfund var ákveðinn að Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Formaður bar fram eftirfar- andi lillögu: „Aðalfundur L.Í., haídinn í I. kennslustofu Háskólans dagana 24.-—26. júni 1965, ályktar að kjósa nýyrðanefnd, sem verði til ráðlegginga um nýyrðasmíð fræðiheita í læknisfræði.“ Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Þvi næst bar formaður fram lillögu um, að eftirfarandi að- ilar vrðu kosnir í nýyrðanefnd: Aðalritstjóri Læknablaðsins, Þórarinn Guðnason, Snorri P. Snorrason, Þorkell Jóhannes- son og Ólafur Björnsson. Aðrar tillögur um menn í nefndina komu ekki fram, og voru þess- ir samþvkktir einróma. Reikningar félagsins voru bornir upp og samþykktir sam- hljóða. Samþykkt var að fela sljórn L.í. að skijja menn í nefnd til að undirbúa námskeið fyrir al- menna lækna á næsta ári. Gunnlaugur Snædal tók því næst til máls og bauð liinn nýja formann velkominn til starfa og árnaði honum og stjórninni allra heilla. Gunnlaugur bauð síðan fundarmönnum og gest- um þeirra til siðdegisdrykkju á Hótel Sögu um kvöldið lcl. 7. Formaður bar fram eftirfar- andi tillögu: „Aðalfundur L.Í., haldinn í I. kennslustofu IJáskólans dagana 24.—26. júní 1965, beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að stofnað verði sérstakt heil- brigðismálaráðuneyti í stjórn- arráði íslands.“ Tillagan var samþykkt ein- róma. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Þórður Oddsson, fundarritari.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.