Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 55

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 77 gagna í vísindalegum til- gangi fást í kaupbæti söfn upplýsinga, sem nauðsynleg- ar eru til rannsókna á starfs- tækni, vinnuhagræðingu, einingaafköstum og skipu- lagsatriðum einstakra deilda eða stærri eininga í lieil- brigðisstofnunum. Kerfi og forskriftir. Nauðsynlegt er að gæta fyrir- hyggju og nákvæmni við söfn- un upplýsinga, er nota skal sem úrvinnslugögn í rafeindasam- steypu. Þegar í upphafi upplýsinga- söfnunar verður að gera áætlun um verkefnið, sem vélunum er ætlað til úrvinnslu. Á þeirri áætlun er síðan hyggð forskrift (program) um úrvinnsluþætti. Raunverulega eru þeir mögu- lcikar, sem hægt er að gera for- skriftir um, jafnmargþættir og heili manns og hugur. Hins vegar verður, þegar gerðar eru forskriftir um úrvinnslu ákveð- inna gagna, að takmarka sig við ákveðinn hóp upplýsinga. Gæla verður þess við söfn- un upplýsinga, að ekki sé um endurtekningar að ræða. Eink- um á þetta við, ef nýjum upp- lýsingum er bætt inn í eldri forskrift. Crvinnslugögn, sem ætluð eru rafeindasamsteypu, verða að vera í talna- eða hókstafa- kerfum. Yerður því að gera þær kröfur til upplýsinganna, að þeim verði auðveldlega gerð skil í slíkum kerfum. Þessi kerfi (codar) geta orðið allflók- in og mismunandi eftir því, hvaða vélasamsteypur eru not- aðar. Algengastar eru talna- eða bókstafasamstæður, sem, flokk- aðar á ýmsa vegu, tákna mis- munandi ritaðar upplýsing- ar eða niðurstöður í forskrift þeirri, sem úrvinnsla er síðan gerð eftir. Hér hefur aðeins verið hreyft nokkrum kynnisatriðum um undirbúning að úrvinnslu með rafeindavélum. í næstu blöðum mun leitazt við að kynna þessi mál nánar með aðstoð sérfræð- inga.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.