Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 60

Læknablaðið - 01.12.1965, Page 60
82 LÆKNABLAÐIÐ arliella við allar hreyfingar og áður var, heldur hefur nú skipt um hlutverk, svo að það bein- línis hindrar eðlilega hrevfingu og skemmir nú fleti þá, sem það hlífði áður. Mun ég víkja að þessum aðgerðum síðar. En fyrst nokkur orð um framvindu sjúkdómsins. Liðagikt getur byrjað á öll- um aldri, en oftast þó á þriðja og fjórða áratug. Er hún um það bil fjórum sinnum algengari lijá konum en körl- um. Á hún það til að stöðvast, á hvaða stigi sem er, og oflast eru umskipti líð, batnar og versnar á vixl. Sjálf sjúkdóms- myndin er auk þess allbreytileg, þar eð mismikið vökvasafn (ex- sudation) verður í lið og sina- slíðri, stundum lítið sem ekkert. Eyðist þá brjósk og bein liægt og bítandi, án verulegra ein- lcenna frá mjúkum vefjum. Á höndum má oft sjá byrjandi bólgu í einum lið, jafnframt því sem einn eða l'leiri liðir sömu handar eru löngu orðnir af- myndaðir af liðagikt. En í stór- um dráttum verða báðar hend- ur sjúklingsins þó mjög svip- aðar að lokum. Þegar þannig háttar, að liða- giktin hefur sýnt sitt rétta eðli, er vandalaust að gera áætlanir um meðferð. En oft er crfitt að sjá fyrir duttlunga þessa sjúkdóms, og þarf ofl langan tíma til þess að átta sig á, hvaða stefnu hann tekur, og eins því, hversu alvarlegur hann er hjá sjúklingnum. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með framvindu sjúkdómsins til þess að geta ráðlagt aðgerð á rétt- um tíma, eða áður en veruleg- ar skemmdir hafa átt sér stað. En það er einmitt þá, sem veru- legl gagn má verða af kírúrg- ískri meðferð á liðagikt, með því að koma í veg fyrir skemmdir, sem sjá má fyrir að biða á næsta leiti. Samstarf lyf- læknis og skurðlæknis er þvi forsenda þess, að góður árang- ur náist. Aðgerðir á byrjunarstigi liðagiktar. Þegar liðagiktar verður fyrst vart, má auk verkja i liðnum merkja litla, afbrigðilega stöðu í liðnum vegna bólgu í þelinu, sem leiðir til misvægis milli rétlivöðva og beygivöðva, með því að átak sinanna verður skakkt. Koma brátt í ljós af- laganir (deformitet), sem eru einkennandi fyrir liðagikt í fingrum. Tvö hin algeng- ustu eru svanaháls-aflögun (swan-neck deformity) og „Boutonniére“-aflögun (sjá mynd). Við svanaháls-aflögun er beygja í metacarpo-phalangeal lið, yfirrétting í efri fingurlið (inter-phalangeal lið), en beygja

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.