Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 35
L Æ K N A B L A Ð I Ð
59
Toble 7 : Stomoch Concer, Age
Distribution in Present series
Histologicolly confirmed coses (47)
Age Per cent. ? Per cent. *♦»
30-39 2 20 2
40-49 4 10.8 4
50-59 5 13.5 2 20 7
60 -69 14 37.8 2 20 1 6
70-79 10 27. í 4 40 1 4
80 4 10.8 4
7. tafla
Aldurssklpting sjúklinga með magakrabba.
rneð polyposis ventriculi, neitaði að gangast undir skurðaðgerð. Hún
er hér talin með góðkynja æxli, enda þótt breytingar í maga hennar
væru mjög útbreiddar við röntgenrannsókn. Þessum sjúklingum, með
góðkynja magaæxli, verða gerð nánari skil á öðrum vettvangi.
Sex sjúklingar reyndusl við skurðaðgerð hafa góðkynja magasár,
en sameiginlegt þeim öllum var, að mikil bólga og herzli voru í slím-
húð og vöðvalögun magans og því hart nær ógerlegt að útiloka ill-
kynja vöxt við röntgenrannsókn.
Hjá tveimur sjúklingum, sem skornir voru upp, var ekki unnt
að staðfesta röntgengreininguna „tumor“ né finna aðrar sjúklegar breyt-
ingar við skoðun á maganum.
Hjá fimm sjúklingum var endurtekin röntgenrannsókn og þá
ekki hægt að staðfesta greininguna „tumor“; einn þeirra sjúklinga
reyndist þó hafa magasár við endurtekna rannsókn.
Sjúkdómsbreytingar í maga eða næsta umhverfi hans voru þannig
hjá 68 af þeim 74 sjúklingu.m, er greindir voru með „tumor ventriculi",
eða hjá 91%. Þar af voru góðkynja magasár sjö (9.5%); illkynja æxli
og meinvörp utan maga fjögur (5.4%); góðkynja æxli sjö (9.5%); og
cholecystitis-perigastritis einn (1.3%).
Ofgreining virðist því vera hjá sex sjúklingum, eða 8.1%.
Niðurstöður þessa þáttar athugunarinnar eru mjög líkar og hjá
Amberg, er gerði svipaða eftirrannsókn 1960. 1