Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 26
52 LÆKNABLAÐIÐ lega. Hann var fæddur að Hvanneyri í Borgarfirði 1. nóv. 1890, og voru foreldrar hans Valgerður Einarsdóttir og Sveinn Sveins- son skólastjóri, mikill frömuður í búnaðarstétt á þeim árum. Föð- ur sinn missti ólafur, þegar hann var á öðru ári. Árið 1903 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf prentnám árið eftir í Isafoldarprent- smiðju hjá Birni Jónssyni. Stundaði hann æ síðan prentiðn og hafði því starfað við hana full 60 ár, er hann féll frá. ólafur var tvikvæntur og átti sex börn með konum sínum. Snemma gerðist Ólafur áhugasamur íþróttamaður og vann mikið og gott starf fyrir íþróttamál Islendinga. Eins og kunnugt er, hóf Læknablaðið göngu sína árið 1915 og var fyrstu þrjú árin prentað í Prentsmiðjunni Rún, en síðan ,í Félagsprentsmiðjunni. I Rún komst ólafur í kynni við blaðið árið 1917, og síðan vann hann óslitið við það alla ævi, þegar frá eru skilin nokkur ár. Kynntist hann þess vegna snemma völund- arhúsum læknamáls og ekki sízt læknaskriftar, og mun enginn leikmaður hafa staðið honum á spcrði að lesa úr því og ráða þær rúnir. Varð mér þetta vel ljóst i slarfi mínu, og dáðist ég að því, hversu sj'nt honum var að lesa úr ekki allt of greinilegum eða vel búnum handritum til prentunar. Málamaður var Ólafur ágætur, einkum enskumaður, og kom það vel að haldi við setningu er- lendra greina í blaðinu. Auðfundið var, að Ólafur gat verið þéttur fyrir, og hann hélt fast á skoðun sinni, en sannur íþróttaandi og meðfædd lipurð kom í veg fyrir nokkra snurðu á ágætu samstarfi. Er vissulega ánægju- legt að hafa kynnzt manni með þá eiginleika og raunar mikið tjón fyrir Læknablaðið að verða að sjá á bak slíkum starfsmanni. En enginn má sköpum renna og „eitt sinn skal hverr deyja". Þetta vita allir og þá ekki sízt læknar, sem reyna þó eins lengi og unnt er að tefja fyrir manninum með ljáinn. Þegar hinn mæti og samvizkusami setjari, Ólafur Sveinsson, hefur ýtt úr vör í siðasta skipti, skulu honum færðar alúðarþakk- ir ritstjórnar Læknablaðsins fyrir langa og dygga þjónustu. Sjálf- ur vil ég þakka Ólafi mjög ánægjulega samvinnu, sem varð því miður of stutt, en allt um það ógleymanleg. Jón Aðalsteinn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.