Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 41
I. Æ K N ABLAÐIfi
65
3. mynd
Sárgígur á curvatura minor, rétt
ofan angulus. Oreglulegur, slitr-
óttur garður utan um sárið, sem
er óglöggt afmarkað í botninn;
ávallt mjög grunsamlegt mn
krabbamein. — 48 ára karlmað-
ur. Operatio radicalis.
Vefjagreining: Adenocarcinoma
exulcerans.
Loks má með æðarannsóknum og inndælingu skuggaefna í a.
coeliaca eða greinar hennar sýna fram á æxli í magaveggnum, út-
breiðslu þeirra og íferð. 21
Við grunsamleg magasár er nauðsynlegt að endurtaka röntgen-
rannsókn eftir brig'gja vikna vel skipulagða magasársmeðferð; sama
gildir um hvers konar grunsamlegar slímhúðar- eða mýktarbreytingar.
Nokkrum erfiðleikum er ávallt bundið að greina milli stífni á canalis-
svæði, er kunni að vera af illkynja uppruna, og þykknis í þessu svæði
vegna perigastritis og jafnvel einstöku sinnum svæsinnar cholecystitis.
Rannsókn á hreyfingu magans er, eins og áður getur, mjög mikil-
væg. Sár og æxli á ákveðnum stöðum valda rofi á vöðva slímhúðar-
beðs og innri vöðvalögum magans og geta á þann hátt eyðilagt leiðslu-
hæfni þessara vöðvalaga, sem gefur miög sérkennilega mynd; eins
konar „lömun“ á hreyfingu magans.12
í slíkum tilfellum er mjög verðmætt að kvikmynda hreyfinguna,
annaðhvort á filmu eða á sjónvarpssegulband, og skoða hana síðan
nákvæmlega aftur í góðu tómi til þess að gera sér grein fyrir einstök-
um þáttum hennar.
30. Aðrar rannsóknaraðferðir
Greinilega kemur fram á rannsóknarefni því, sem hér er lagt fram,
svo og við samanburð á hliðstæðum rannsóknum annarra, að sjúkl-
ingar' með magakrabba koma of seint til lækninga.
Sjúkdómseinkennin eru því miður oftast lítil og óljós með því
mati, sem við notum í dag, og einkum eru „subjectiv“ einkenni sjúkl-
inganna sjálfra oft og tíðum mjögóveruleg. 2 7 Röntgengreiningæxlis-
ins kemur því alloftast of seint, en fyllsta ástæða er þó jafnan til mestu
árvekni og beitingar beztu tækni við allar röntgenrannsóknir á maga
og að röntgenlæknirinn hafi ávallt „a high index of suspicion“ í mati
sínu á rannsókninni.