Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 40
64
LÆKNABLAÐIÐ
9. Röntgenrannsókn í leit að magakrabba
Röntgenrannsókn er enn þá ein mest notaða aðferðin í leit að maga-
krabba. Miklu máli skiptir, hvernig rannsóknin er framkvæmd. Að
sjálfsögðu verður sjúklingurinn að vera fastandi á mat og drykk. Sé
klíniskur grunur um teppu (retentio), þarf að skola og tæma magann
a. m. k. í einn sólarhring, áður en rannsókn er gerð. Skuggaefnið, sem
almennt er notað, er svifblanda af bariumsúlfati í vatni. Þykkt á þeirri
svifblöndu þarf að ákvarða með tilliti til hörku þeirra röntgengeisl-
unar, sem notuð er til myndatökunnar. Skyggning er mikilvægur þátt-
ur rannsóknarinnar, og er þá allt undir því komið, að „adaptatio"
skyggnandans sé fullkomin, þannig að hann geti fylgzt með hreyfingu
magans og mýkt veggjarins, en til þess þarf að nota hæfilegan þrýst-
ing á kvið sjúklingsins með þar til gerðum koddum.
Með sjónvarpsskyggnimögnun batnar aðstaða skyggnandans mjög,
og tækni öll við magaskyggningu verður nokkuð frábrugðin eldri
tækni við magaskyggningu.18
Nauðsynlegt er að taka röntgenmyndir, er sýna slímhúð magans
sem bezt, en auk þess myndir af maganum vel fylltum í mismunandi
stöðum. 10 17
Við röntgenrannsókn geta komið fram breytingar, sem eru aug-
ljóslega eða mjög sennilega af völdum krabbameins. Aðrar breytingar
geta bent til illkynja vaxtar, en eru ekki eins einhlítar, og loks getur
röntgenrannsókn verið algjörlega neikvæð, þótt um illkynja vöxt sé
að ræða í maganum.
Fyllingarrof í skuggaefnið í vel fylltum maga er venjulega ótví-
rætt merki um illkynja æxlisvöxt; sömuleiðis óregluleg rof í slímhúð-
armyndina, en þau sjást mjög oft við ífarandi vöxt í magaveggnum.
Meðal þeirra einkenna, sem benda mjög eindregið til illkynja æxl-
is, má nefna sár með sérstöku útliti (3. mynd), stífni í hluta maga-
veggjarins, þrengsli í sinus- og canalis-hluta magans og einstöku sinn-
um breiðar, fremur stífar slímhúðarfellingar. Þessar síðasttöldu breyt-
ingar eru þó ekki einhlít einkenni um illkynja æxlisvöxt.
Loks getur verið krabbameinsvöxtur hvar sem er í slímhúð mag-
ans, án þess að röntgenrannsókn geti sýnt hann. Einkum er þetta í
fornix- og cardia-svæðum magans, en það geta einnig verið útbreiddar
íferðir um slímhúðarbeðinn, án þess að magaveggurinn sé áberandi
stífur. Oftast má þó í þeim tilfellum sjá einhverjar óljósar breytingar,
sem hvetja til frekari rannsókna. Sjálfsögð og einföld aðferð, sem oft
gefur góðan árangur, er loftfylling magans: Sjúklingurinn fær um 1.5
g acid. tartaricum og um 2 g natri bicarbonas í dufti, sem hann kyngir
með einum eða tveim sopum af skuggaefnisblöndu (eða aðeins vatni).
Við þetta fæst mikil loftmyndun í magann, og má þá oft sýna fram
á æxlisvöxt í maganum, einkum í fornix-svæðinu, sem erfitt er að
greina á venjulegum röntgenmyndum (4. mynd). Frekari árangri má
ná í vafatilfellum með parietografiu.1X,16 Dælt er 200—300 ml af súr-
efni inn í kviðarhol, lofti bætt í magann með áðurgreindri aðferð, en
síðan teknar sneiðmyndir í fyrirfram ákveðnum stöðum. Þessi rann-
sókn veitir oft mjög góðar upplýsingar um útbreiðslu æxlis gegnum
magann og íferð í aðliggjandi vefi.