Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ
51
ÓLAFUR SVEINSSON
PRENTARI
l\l IIMIMIIM G
Hinn 19. febrúar sl. lézt í
Landspítalanum Ólafur Sveins-
son prentari, rúmlega 75 ára að
aldri.
Ólafur var sá maður, er lengst
hafði starfað við Læknablaðið
sem setjari þess. Er þess vegna
tilhlýðilegt að minnast hans að
leiðarlokum með fáum kveðju-
orðum og þakka honum óvenju-
gott starf í þágu blaðsins.
Þegar ég hóf að vinna við
Læknablaðið, hlaut brátt að
koma að því, að ég kvnntist
mönnum þeim, sem settu idaðið
í prentsmiðjunni. Að vonum
sneri ég mér fyrst til verkstjór-
ans og ræddi við hann um hand-
rit og prófarkir, og gekk svo um
hríð. En þar kom, að ég stóð
frammi fyrir þeim manni, sem
setti blaðið og hafði gert um áratugi. Man ég vel, er það gerðist í
fyrstasinni, enda hlaut slíkt að verða minnisstætt. ÓlafurSveinsson
stóð upp, heilsaði og kynnti sig með nafni og lmeigði sig um leið
að hofmannasið. Upp frá þessu leit ég ávallt til Olafs með sér-
stakri virðingu og hylltist til að skipta við hann nokkrum orðum,
þegar leið lá í prentsmiðjuna. Og aldrei brást það, að hann stóð
upp frá setjaravélinni og heilsaði með handabandi, — og það
handtak var bæði traust og hlýtt. Var ljóst, að hér var á ferð
óvenjufágaður maður bæði til orðs og æðis. Aldrei liitti ég Ólaf
svo á förnum vegi, að hann tæki ckki ofan, um leið og hann heils-
aði, og gerði j)að með sérstökum glæsibrag. Var ógerlegt að sjá,
að ]>ar færi maður á áttræðisaldri, enda var hann frár á fæti og
snar í snúningum til hinztu stundar.
Oþarft er að rekja hér æviferil Ólafs Sveinssonar nákvæm-