Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 85 Verður nú gefið stutt yfírlit yfir einsíaka flokka illkynja æxla, sem skráð voru hérlendis á árunum 1935—1960. Osteosarcoma Osteosarcoma (eða osteogen sarcoma) eru æxli, sem mynda bein sjálf, þ. e. æxlisbein (tumorbein) í stað ertnisbeins (reactiv beins), sem getur myndazt umhverfis bæði illkynja og góðkynja beinaæxli. ' ! * j Ekki eru meinafræðingar sammála um, hversu mikið af beini þurfi að myndast, til þess að æxlið geti kallazt „osteogen". Sumir kalla öll æxli osteosarcoma, sem vottur af beini sést í, en aðrir vilja, að beinmyndandi æxlisvefur sé í meirihluta til þess að hljóta þetta nafn. Stundum sjást líka eyjar af brjóskvef eða bandvef, og mætti þá kalla æxlin chondrosarcoma eða fibrosarcoma. En flest æxli, sem vafi leikur á um nafngift, eru svo illa þroskuð (different- ieruð), að nafnið skiptir raunverulega litlu máli, þar sem þau vaxa öll hratt og mynda snemma meinvörp. Flest osteosarcoma gera vart við sig milli 10 og 20 ára aldurs og minnkar tiðnin síðan ört. Osteosarcoma í rosknu fólki á oftast upptök sín í beinum með Pagets sjúkdóm eða myndast ef tir geisla- meðferð vegna annarra sjúkdóma. Sem dæmi má nefna osteosar- coma í nærenda upparmsleggs eftir röntgengeislun við krabba- meini í brjósti. Osteosarcoma er algengara í körlum en konum og á oftast upptök sín í metaphysis löngu útlimabeinanna. Meðferð osteosarcoma er róttæk skurðaðgerð, ef henni verð- ur við komið. Ef æxlið er í útlim, er aflimun nauðsynleg, en annars staðar er skorið burt eins mikið af heilbrigðum vef umhverfis og hægt er. Geislameðferð er notuð, þegar skurðaðgerð er ekki fram- kvæmanleg. Flest osteosarcoma eru lítið næm fyrir röntgengeisl- um, og er sú meðferð því hálfgert örþrifaráð. Horfur eru frekar slæmar, og af sjúklingunum frá Mayo Clinic lifðu 19% fimm ár eftir aðgerð og 15% lifðu 10 ár. 2 Osteosarcoma í rosknu fólki með Pagets sjúkdóm í beinum er mjög ískyggilegt, og deyja flestir sjúklinganna með meinvörp. Chondrosarcoma Chondrosarcoma nefnast æxli með yfirgnæfandi brjóskmynd- andi vef. Flest eiga upptök sín i mjaðmagrind, rifjum og nærend- um upparmsleggs og lærleggs. Þau eru algengari í körlum en kon- um og eru langoftast i uppkomnu eða eldra fólki. Til dæmis kem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.