Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 63
læknablaðið
87
Ewing’s sarcoma
Eiwing’s sarcoma er algengast á fyrstu þremur áratugum
ævinnár, þ. e. yfirleitt í yngra fólki en önnur illkynja beinaæxli.
Þessi æxli eru algengari í körlum en konum og myndast oftast
í löngu útlimabeinunum og mjaðmagrindinni. Meinvörp eru al-
geng í lungum, eitlum og beinum, og hefur stundum verið talið,
að æxlið geti myndazt í fleiri en einu beini samtímis á svipaðan
bátt og lymphoma.
Læknismeðferð er venjulega röntgengeislun, en stundum má
framkvæma skurðaðgerð, og telja sumir læknar liana betri en
geislameðferð. 0 7 Æxlið er í byrjun mjög næmt fyrir röntgen-
geislum, en horfur eru slæmar, og læknast sjaldan fleiri en 5—
10% sjúklinganna.
Lymphoma
Stundum gerir lymphoma malignum fyrst vart við sig í bein-
um, og verður þá að álíta, að það eigi upptök sín þar. Algengara
er, að lymphoma á síðari stigum seljist að í beinum sem mein-
vörp. Lympboma er algengast í löngu útlimabeinunum. Horfur
eru heldur betri með lymphoma en flest önnur illkynja beinaæxli,
og eru allt að 35% sjúklinganna á lífi fimm árum eftir greiningu.8
Ekki er þó hægt að telja sjúklinginn læknaðan, þótt hann hafi ver-
ið einkennalaus í fimm ár, þar sem æxlið getur tekið sig upp síð-
ar og þá víðar um líkamann.
Læknismeðferð er oftast skurðaðgerð og röntgengeislun á
eftir eða röntgengeislun eingöngu, og virðist árangurinn vera
svipaður með háðum aðferðunum.
Myeloma
Myeloma er algengasta illkynja æxli í beinum. Ekki er kleift
að draga neinar ályktanir um tíðni ]æss hérlendis af þessum fáu
æxlum, sem hafa komið til vefjagreininga á Rannsóknastofu Há-
skólans, þar sem sjúkdómsgreiningin er oftast gerð á sjúkrahús-
unum með mergstroki og blóð- og þvagrannsóknum.
Æxlið er yfirleitt mjög útbreitt um beinmerginn og í mörg-
um beinum samtímis. Einstaka sinnum er aðeins einn æxlishnútur
í byrjun, og verður sjúkdómurinn ekki útbreiddur fyrr cn fimm
til tíu árum síðar.
Myeloma er oftast í beinum, sem innihalda blóðmyndandi
merg, t. d. hrygg, liaúskúpu, hrjóstbeini og mjaðmagrind.
Myeloma cr sjaldgæft fyi’ir fimmtugsaldur, og flestir sjúkl-