Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 87 Ewing's sarcoma Elwing's sarcoma er algengast á fyrstu þremur áratugum ævinnar, þ. e. yfirleitt í yngra fólki en önnur illkynja beinaæxli. Þessi æxli eru algengari í körlum en konum og myndast oftast i löngu útlimabeinunum og mjaðmagrindinni. Meinvörp eru al- geng í lungum, eitlum og beinum, og hefur stundum verið talið, að æxlið geti myndazt í fleiri en einu beini samtímis á svipaðan hátt og lymphoma. Læknismeðferð er venjulega röntgengeislun, en stundum má framkvæma skurðaðgerð, og telja sumir læknar hana betri en geislameðferð. ° 7 Æxlið er í byrjun mjög næmt fyrir röntgen- geislum, en horfur erii slæmar, og læknast sjaldan fleiri en 5— 10% sjúklinganna. Lymphoma Stundum gerir lymphoma malignum fyrst vart við sig í bein- um, og verður þá að álíta, að það eigi upptök sín þar. Algengara er, að lymphoma á síðari stigum setjist að í beinum sem mein- vörp. Lymphoma er algengast í löngu útlimabeinunum. Horfur eru heldur betri með lymphoma en flest önnur illkynja beinaæxli, og eru allt að 35% sjúklinganna á lífi fimm árum eftir greiningu. 8 Ekki er þó hægt að telja sjúklinginn læknaðan, þótt hann hafi ver- ið einkennalaus í fimm ár, þar sem æxlið getur tekið sig upp síð- ar og þá víðar um líkamann. Læknismeðferð er oftast skurðaðgerð og röntgengeislun á eftir eða röntgengeislun eingöngu, og virðist árangurinn vera svipaður með báðuíri aðferðunum. Myeloma Myeloma er algengasta illkynja æxli í beinum. Ekki er kleift að draga neinar ályktanir um tíðni þess hérlendis af þessum fáu æxlum, sem hafa komið til vefjagreininga á Rannsóknastofu Há- skólans, þar sem sjúkdómsgreiningin er oftast gerð á sjúkrahús- unum með mergstroki og blóð- og þvagrannsóknum. Æxlið er yfirleitt mjög útbreitt um beinmerginn og í mörg- um beinum samtímis. Einstaka sinnum er aðeins einn æxlishnútur í byrjun, og verður sjúkdómurinn ekki útbreiddur fyrr en fimm til tíu árum síðar. Myeloma er oftast í beinum, sem innihalda blóðmyndandi merg, t. d. hrygg, hauskúpu, brjóstbeini og mjaðmagrind. Myeloma er sjaldgæft fyrir fimmtugsaldur, og flestir sjúkl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.