Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 56
80
LÆKNABLAÐIÐ
Jónas Hallgrímsson:
ILLKYNJA BEINAÆXLF
Greining beinaæxla er mjög erfið og skiptar skoðanir um
uppruna þeirra, hvemig skuli flokka og gefa þeim nöfn, og jafn-
framt óvissa um, hvernig skuli hátta meðferð sjúklinganna. Má
að nokkru leyti um kenna, að beinaæxli eru sjaldgæf og aðeins
fáar stofnanir hafa nægilegan efnivið, til þess að ])ar sé hægt að
draga áreiðanlegar ályktanir um greiningu og meðferð. Af sömu
ástæðu hafa aðeins fáir meinafræðingar verulega reynslu í grein-
ingu beinaæxla.
Til þess að greina beinaæxli þarf nána samvinnu beina-
skurðlæknis, röntgenlæknis og meinafræðings. Röntgenmynd-
ir eru mjög mikilsverðar, og oft má fara nærri um rétta
greiningu meinsins af myndunum einum. Til dæmis má sjá,
hvort æxlið muni vera góðkynja eða illkynja og einnig stað-
setja æxlið nákvæmlega í heininu. Staðsetning er gagnleg, þar
sem sumar tegundir æxla eru hundnar við sérstaka hluta beins-
ins. Einnig eru sum bein allt að því „ónæm“ fyrir ákveðnum
tegundum æxla, en algengur heður annarra tegunda. Má í því
sambandi nefna sem dæmi, að osteosarcoma er afar sjaldgæft í
beinum handa og fóta og æxli i brjóstbeini eru oftast illkynja.
Enda þótt geta megi til um vefjagerð æxlis mcð skynsamlegri
athugun röntgenmyndar, verður lokasvarið alltaf að bíða vefja-
sýnis og smásjárskoðunar.
Við greiningu heinaæxlis er sjúkrasaga og skoðun sjúklings
til takmarkaðs gagns. Algengustu sjúkdómseinkenni eru sárs-
auki og fyrirferðaraukning, og koma þau mest að haldi við að
ákveða staðinn til röntgenmyndunar og töku vefjasýnis. Aldur
sjúklingsins skiptir máli, því að sumar tegundir æxla eru bundn-
ar ákveðnum aldursskeiðum.
Vefjasýni til smásjárskoðunar má fá á tvennan hátt:
1. skorið er inn á æxlið og bili úr því numinn á hrott eða
2. stungusýni er tekið með nál.
Stungusýni er víða notað og i höndum þeirra, sem vanir eru,
*) Erindi flutt í Læknafélaginu EIR 25. janúar 1966.