Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 38
62
LÆKNABLAÐIÐ
enda þótt fleiri rannsóknaraðferðum sé jafnframt beitt, hvort maga-
krabbi sé í rauninni skurðtækur eða ekki. 1 7 i3
Við athugun á 9. töfiu kemur í Ijós, að aðeins 33.3% sjúklinganna,
sem skornir voru upp, hafa í rauninni verið skurðtækir, ef lagður er sá
skilningur í hugtakið „skurðtækur“, að æxlið sé sæmilega vel afmarkað
við líffærið; ekki komin íinnanleg meinvörp í eitla og helzt ekki ífar-
andi vöxtur um mikinn hluta líffærisins.
Ofangreindar niðurstöður eru í fullkomnu samræmi við víðtækar
rannsóknir, m. a. í Bandarikjunum, Bretlandi og Þýzkalandi. Þannig
er talið í athugun frá Lahey Clinic á magakrabba árin 1932—1955, að
um 38% allra sjúklinga séu „skurðtækir“, er þeir komi til aðgerða, og
virðist sú hundraðstala ekki fara hækkandi.13 Við nýlega athugun á
50 ára reynslu handlæknisdeildar háskólaspítalanna í Bonn kom í ljós,
að skurðtækir sjúklingar með magakrabba voru milli 30 og 34% öll
ár athugunartímabilsins og ekki sjáanleg nein tilhneiging til hækk-
unar þeirrar hundraðstölu. u 10
Við víðtæka nýlega athugun á tíðni magakrabba og afdrifum
sjúklinga með hann á Birmingham-svæðinu 1950—1959 er gerð grein
fyrir 5441 sjúklingi. Af þeim voru 1444, eða rúmlega 26.5%, taldir
skurðtækir. 3
í eftirrannsókn á sjúklingum með magakrabba á árunum 1942—
1950 telur Ochsner skurðtæka sjúklinga aðeins 15.7%, en Mc. Neer
telur skurðtæka sjúklinga sína, skv. ofangreindri skilgreiningu, 33.9%
á tímabilinu 1951—1955 (báðir í Bandaríkjunum, cit.: Bockus1’).
Eins og fram kemur á 9. töflu, var gerð umfangsmikil skurðað-
gerð hjá 29 sjúklingum. Af þeim reyndust þó 16 vera með meinvörp
í eitlum eða ífarandi vöxt, svo þar verður að telja aðgerðina „pallia-
tiva“.
Sé hundraðstala lifenda, miðað við 1. júlí 1965, talin meðaltala lif-
enda einu ári eftir aðgerð (25.6%) og athuguð með tilliti til víðtækari
aðgerða (operatio radicalis), kemur eftirfarandi í ljós:
1) Miðað við víðtæka aðgerð hjá öllum sjúklingum (29) eru
38% á lífi í lok athugunartímabilsins.
2) Miðað við víðtæka aðgerð hjá þeim sjúklingum, sem ekki
höfðu meinvörp, eru 84.6% á lífi í lok athugunartímabils-
ins.
Báðar þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við tölur lifenda
eftir eitt ár í áður ívitnuðum rannsóknum. 1 3 10 13
8. Staðsetning krabbameina í maga
(1. og 2. mynd)
Á 1. og 2. mynd er sýnd staðsetning æxla hjá þeim 47 sjúklingum,
er röntgengreindir voru og komu annaðhvort til skurðaðgerða eða
voru krufðir. Er hér fylgt nafngift Forssell’s, 8 en svæðaskipting mag-
ans við staðsetningar og lýsingar er annars mjög á reiki. Er algengt
að nefna allt svæðið frá pylorus að angulus „pars pylorica“, og mun
svo vera hjá mörgum meinafræðingum og öðrum, er fjalla um stað-
setningu æxla í maga.