Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 70
92 LÆKNABLAÐIÐ 6. Félagar geta allir þeir lyflæknar, skurðlæknar og vísindamenn í öllum löndum orðið, sem taka virkan þátt í einhvers konar brunameðferð eða taka þátt í tilraunum til þess að koma í veg fyrir slík slys. Formaður félagsins eða General Secretary var kjörinn A. B. Wallace frá Edinborg, og síðan var kjörin 14 manna stjórn með fulltrúum frá jafnmörgum löndum. Ákveðið var, að miðstöð félags- ins skyldi verða í Royal College of Surgeons, Nicolson Street í Edin- borg, og ákveðið, að næsta þing skyldi haldið í Tékkóslóvakíu í þriðju viku september 1970. 'Jrá lœknum Embættisprófi í læknisfræði við Háskóla íslands luku í febrúar 1966: Bjarni Þjóðleifsson, Guðmundur Jónmundsson, Guðmundur Steinsson og Jón Grétar Stefánsson. ★ Almennt lækningaleyfi hafa fengið (1966): Konráð Sigurðsson 28. febr., Matthías Kjeld 18. marz, Gísli G. Auðunsson 12. apríl og Örn Smári Arnaldsson 12. apríl. ★ Sæmundur Kjartansson var hinn 2. febr. 1966 viðurkenndur sér- fræðingur í húð- og kynsjúkdómum. Hann er fæddur í Eystri Garðs- auka í Rangárvallasýslu 27. sept. 1929, stúdent frá M. R. 1948, cand. med. vorið 1956. Að loknu kandídatsári í Reykjavík var hann héraðs- læknir á Kópaskeri og Raufarhöfn í þrjú ár. Var síðan við sérnám i Minneapolis í Bandaríkjunum, í lyflækningum eitt ár og húð- og kyn- sjúkdómum fjögur og hálft ár. Alm. lækningaleyfi 24. des. 1957. Viðurkenndur sérfræðingur í Bandaríkjunum 22. okt. 1965. M. S. í húðsjúkdómum, með sýkla- og ónæmisfræði sem undirgreinar, við háskólann í Minnesota í desember 1965. Hefur rekið lækningastofu í Reykjavík frá 13. jan. 1966. ★ Jónas Hallgrímsson var hinn 3. febr. 1966 viðurkenndur sérfræð- ingur í líffærameinafræði. Hann er fæddur að Kirkjubæjarklaustri á Síðu 6. sept. 1931, stúdent frá M. R. 1951, cand. med vorið 1958. Var aðstoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans í 15 mánuði, en hélt þá til Bandaríkjanna. Var við sérnám í blóðsjúkdómum í níu mánuði í Minneapolis, en síðan námskandídat í eitt ár í Worcester í Massa- chusetts. Var því næst við sérnám í líffærameinafræði í þrjú ár í Boston, síðasta árið jafnframt kennari í meinafræði við Tufts lækna- skólann, en síðan aðstoðarlæknir í Boston í eitt ár og jafnframt að- stoðarkennari í meinafræði við Harvard læknaskólann. Loks var hann j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.