Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 24
68 LÆKNABLAÐIÐ Hjalti Þórarinsson, Jónas Hallgrímsson, Olafur Bjarnason, Gísli Fr. Petersen: Lungnakrabbamein á íslandi á tímabilinu 1931 -1964 Forspjall Grein þessi er nokkuð styttur fyrirlestur, sem einn höfundanna (Hj. Þór.) flutti á tveim læknaþingum síðastliðið sumar; fyrst hér í Reykjavík í júní á fundi með The International Surgical Group og síðan á IX. International Congress on Diseases of the Chest, sem hald- inn var í Kaupmannahöfn 20.—25. ágúst, en honum hafði borizt boð írá ameríska brjcstholssérfræðingafélaginu um að flytja þar erindi um sjálfvalið efni á sviði brjóstholsskurðlækninga. í upphafi máls var gerð nokkur grein fyrir landi og þjóð og bent á þá síaðreynd, að hér cru ekki fyrir hendi ým.sir þeir lungnakrabba- valdar, sem algengir eru víða erlendis í sambandi við námugröft og ýmsar tegundir iðnaðar. Þá er andrúmsloftið hér hreinna og ómengaðra en erlsndis í iðnaðarborgum og stórborgum. Enda þótt bifreiðum hafi að vísu fjölgað hér mikið, er veðurfar okkar þannig, að lítil kyrrstaða er á loftinu og því minni hætta á mengun af þessum orsökum. Annars var ekki rætt neitt teljandi um orsakir sjúkdómsins, en áherzla þó lögð á þá staðreynd, að vindlingareykingar tíðkuðust lítt hér á landi fyrir síðari heimsstyrjöldina, en hafa síðan aukizt stórlega, svo ssm glöggt kemur fram á 1. mynd.1 Þess vegna er ekki ástæðulaust að ætla, að þarna sé orsakasamband á milli, einkum þegar vitað er, að ýmsir aðrir þekktir krabbavaldar, sem geta átt drjúgan þátt í aukinni tíðni lungnakrabbameins í öðrum löndum, eru alls ekki fyrir hendi hér. Lungnakrabbi var sjaldgæfur hér á landi til skamms tíma. Á árunum 1932—1950 voru gerðar 1738 krufningar á Rannsóknarstofu Háskólans, og fundust aðeins 14 frumæxli í lungum (primary lung cancer); hjá 11 karlmönnum og þremur konum. Síðan hefur verið um greinilega aukningu að ræða, og fundust 48 krabbamein í lungum (32 karlar og 16 konur) við krufningu á næstu 10 árum, eða frá 1951 —1960.1 Teknir voru til umræðu allir þeir sjúklingar, sem vitað er um, að hafi haft krabbamein i lungum á þeim þrjátíu og fjórum árum, sem skýrslan nær yfir, eða frá 1931—1964, en ferill þeirra allra hafði verið rannsakaður. Hér er ekki um mikinn fjölda sjúklinga að ræða, enda þjóðin fámenn og sjúkdómurinn, sem betur fer, ekki enn þá eins tíður hér og víða erlendis. Aðstæður okkar eru hins vegar sérstæðar, hvað það snertir, að það er kleift að finna flesta ef ekki alla sjúklingana við þe.ss háttar rannsóknir, og hefur það auðveldazt mjög við tilkomu krabba- meinsskráningarinnar 1955.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.