Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 34
76
LÆKNABLAÐIÐ
(sbr. 1. mynd). Álítum við þess vegna, að þarna sé orsakasam-
band á milli, enda fáum öðrum þekktum krabbavöldum til að
dreifa hér.
Hin mikla aukning vindlingareykinga verður 15—20 árum
áður en lungnakrabbameinssjúklingum fjölgar verulega, og kem-
ur það heim við reynslu annars staðar.
Meðalaldur þeirra sjúklinga, sem vistast á skurðdeild, er álika
og í öðrum löndum (karlar 55,8 ár, konur 58,7 ár), en athyglis-
vert er, að meðalaldur sjúklinga í binum flokknum, sem vistast
ekki á skurðdeild, er mun hærri, eða 63,2 ár bjá körlum og 69,8
ár hjá konum. Sambærilegar tölur höfum við ekki erlendis frá,
því að þeir sjúklingar, sem eru ekki vistaðir á skurðdeildum þar,
koma oftast ekki fram í skýrslum.
Erlendis er lungnakrabbi miklu algengari meðal karlmanna;
England og Wales 1960 6:1; Mc. Farlane 13,5:1; Taylor 1960 12,4:1
meðal skurðsjúldinga, en 8,6:1, þegar allir sjúklingar voru taldir.0
Hér á landi eru tölurnar þessar 1931—1954 2,8:1 og 1'955—1964
1,9:1, sem sýnir, að hér er miklu minni munur á tíðni sjúkdóms-
ins hjá körlum og konum en þekkt er annars staðar. Við vitum
ekki með vissu, hvernig unnt er að skýra þetta, nema ef ástæðan
væri sú, að hér á landi reyki konur meira og hafi gert það lengur
cn konur annars staðar.
Erlendis er lungnakrabbi a. m. k. helmingi algengari í borg-
um en sveitum. Eins og áður er getið, eru aðeins íbúar Reykja-
víkur taldir Ijorgarbúar við krabbameinsskráningu hér, og yrði þá
hlutfallið milli borgarbúa og sveitabúa 1:1,5.
II. tafla sýnir, að á árabilinu 1955—1961 er heildarfjöldi karla
með lungnakrabba hinn sami í borg og sveitum, en konur með
sjúkdóminn rúmlega helmingi fleiri í Reykjavík en utan hennar.
Það mun staðreynd, að reykingar meðal kvenna eru miklu al-
gengari í Reykjavík, en fátítt, að sveitakonur reyki.
Heildarfjöldi sjúklinga á þessu árabili eru 93 i borg og 70
í sveitum eða 1,33:1. Ef tekið er lillit til íbúafjölda, verður þetta
hlutfall 2:1 — eða liið sama og víða erlendis.
Þegar litið er á vefjafræðilega flokkun lungnakrabbans hér
(III. tafla), kemur í ljós, að hún er mjög frábrugðin því, sem er
annars staðar.
Víðast hvar er flöguþekjukrabbi í meiri hluta eða 48—73%,°
en lijá okkur aðeins 19,8%, en verstu tegundirnar, oat cell carci-
noma og lai’ge cell undifferentiated carcinoma, eru samanlagt