Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 64
98 LÆKNABLAÐIÐ Verkefni Segja má, að starfsemi L.R. hafi á liðnu starfsári fram undan. mótazt verulega af launadeilu sjúkrahúslækna. Meðan á henni stóð, snerist starfsemi skrifstofunnar ogstjórn- ar og meðstjómar að verulegu leyti um hana. Sá sigur, sem lækna- samtökin unnu, en mikilvægi hans er aðallega fólgið í því, að stór hópur lækna gekk út úr launakerfi opinberra starfsmanna, á eftir að hafa mikil áhrif á framtíðarþróun og framtíðarstarfsemi læknasamtak- anna. Fullyrða má, að úrslit deilu þessarar hafi mjög flýtt fyrir stofn- un lífeyrissjóðs lækna, en lífeyrissjóðurinn á eftir að verða læknasam- tökunum mikil lyftistöng og undirstaðan undir styrkleika þeirra í fram- tíðinni. Það verður því höfuðmál í væntanlegum samningum á sumri komanda að fá lífeyrissjóðinn endanlega viðurkenndan, og framlag í hann viðurkennt sem frádráttarbært frá skatti. Hóptryggingarnar, sem byrjað var á, hafa dregizt úr hömlu, og eru ekki enn tryggðir nema 27 læknar við ríkisspítalana. Ástæðurnar fyrir þessum drætti eru margar og of langt upp að telja. Nú mun þó vera kominn skriður á málið að nýju, og verður væntanlega hægt að tryggja fleiri hópa alveg á næstunni. Bókasafnamál lækna eru stöðugt á dagskrá, og hafa stjórnir lækna- félaganna nú skipað þá Ásmund Brekkan, Gunnlaug Snædal og Tómas Á. Jónasson til að athuga þessi mál, og munu þeir félagar væntanlega skila skýrslu um athuganir sínar á fundi í félaginu á næstunni. Eins og getið er um fyrr í skýrslunni, var haldinn almennur auka- fundur um uppkast að nefndaráliti læknisþjónustunefndar Reykja- víkurborgar. Fundur þessi leiddi í ljós, að ekki hefur verið unnið vel að málum þessum af hálfu læknafélaganna. Hlýtur það að verða eitt af framtíðarverkefnum félagsins að hefja athugun á núverandi heimilis- læknakerfi, með það fyrir augum að gera heimilislæknisstarfið eftir- sóknarverðara en það nú er. En æ erfiðara er að fá menn til að starfa sem heimilislæknar, og ekki er útlit fyrir, að það ástand batni á næst- unni, nema róttækar breytingar verði gerðar á kerfinu í heild. Stofnun lækningastöðva hefur verið mjög á dagskrá á liðnu ári, og hafa ungir læknar haft þar frumkvæði. Er nú mjög aðkallandi að láta fara fram athuganir á því, hvernig slíkum stöðvum verði bezt fyrir komið og á hvaða grundvelli þær eigi að starfa, hvort í stöðvum þessum eigi framvegis að starfa saman heimilislæknar og sérfræðingar. Nauðsynlegt er einnig, að athugim fari fram á því, hvort hægt sé að tengja heimilislækna á einhvern hátt nánari böndum við sjúkrahús- in, og á þann hátt að gera starfið eftirsóknarverðara. Loks ber þess að geta, að nefnd sú, er starfar að athugun og tillög- um um framtíðarskipulag sjúkralæknisþjónustu, hefur skilað áliti, og var það birt í heild ásamt tillögum um lágmarksstaðal sjúkrahúsa í síðasta hefti Læknablaðsins. Mun það verða eitt af mikilvægustu mál- um læknafélagsins að fá slíkan staðal samþykktan og að raunhæft eftirlit verði með því, að hann verði haldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.