Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 84
114
LÆKNABLAÐIÐ
Verkan
Ekki er vitað um áhrif þessara efna, enda þótt margt sé vitað
um östrogen og progestin hvort í sínu lagi. Talið er, að þau komi
í veg fvrir þroskun eggbúanna og þá um leið egglos, en Goldzieher
o. fl. hafa skýrt frá athugunum á yfir 7000 tiðahringum án nokk-
urrar þungunar,1 en auk þess fannst hjá 7% kröftug aukning á
pregnandiol á seinni liluta tiðahrings (21. degi), samsvarandi því,
sem finnst eftir egglos, en pregnandiol er niðurbrotsefni úr pro-
gesteron, sem skilst út með þvagi, sem næst helmingi meir eftir
en fyrir egglos. f þessu sambandi er rétt að minnast þess, að corti-
coidar, s. s. desoxycorticosterone, hrotna niður í pregnandiol, sem
þá finnst i þvagi kvenna, sem egg losna ekki hjá (anovulation).
G. Rybo o. fl. athuguðu tíu konur á kvnþroska aldri, sem
höfðu eðlileg egglos og gerð var á hystero-oophorectomia eftir
meðferð með gestagen-östrogenum. Hjá þeim sást ekkert guluhú,
hvorki með berum augum né í smásjá, þ. e. egglos hafði ei átt sér
stað.2
Á milli kynhormóna og gonadotropina ræður „gagnkvæmt“
samhand, þannig að t. d. östrogen liafa letjandi áhrif á gonadotrop-
inmyndun og þá um leið áhrif þeirra á eggjastokkana. Einnig
getur verið um að ræða röskun á hlutfallinu milli FSH og LH, sem
þá gæti liaft áhrif á svörun eggjastokkanna. Ekki liggja fyrir
óyggjandi niðurstöður í þessum efnum, en lausn fæst að líkindum
innan tíðar með bættum rannsóknaraðferðum.
Allmildar breytingar verða á slíminu (niucus) í leghálsi i
hverjum tíðahring. Þannig er það fremur lítið og þykkt strax
eftir tíðir, og sé það þurrkað, má sjá í því fjölda frumna, bæði frá
cervix og vagina, auk hvítfrumna (leucocytae). Frá áttunda degi
og fram að egglosi evkst svo slimið og verður miklu þynnra og
þá um leið engin hindrun fyrir sáðfrumur (Fern test).3
Gestagen-östrogen meðferð hefur í för með sér þurrt og seigt
slím, sem sáðfrumur komast trauðla í gegnum. Loks sjást við
meðferð breytingar á legslímhúð, sem torvelda mjög eða útiloka
eggfestingu.
Auk áhrifa á kynfæri og heiladingul hafa þessi efni almennar
verkanir, sem verða eldci ræddar frekar hér.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru alltiðar og geta að sjálfsögðu orðið alvar-
legar, sé illa á spilunum haldið. Ýmsar tölur hafa verið birtar um