Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 22
66
LÆKNABLAÐIÐ
Hospital í Lundúnum um nokkurn tíma og var nýkominn heim
frá þeirri námsdvöl, þegar sjúkdómurinn þyrmdi yfir hann.
Við Kjartan kynntumst fyrst að ráði haustið 1963, þegar hann
hóf starf silt á Kleppsspítalanum, og urðum frá þcim tíma dag-
legir samstarfsmenn á stofnuninni og miklir mátar.
Þótt Kjartan hefði litla reynslu í geðlæknisfræði, þegar hann
byrjaði á Kleppi, hafði hann áður en varði kastað sér öllum og
óskiptum úl í starfið og notaði hverja stund aflögu til þess að
afla sér öruggrar þekkingar í sérgrein sinni. Hann var gæddur
frjórri greind og skarpri eftirtektargáfu, sem gerði honum auð-
velt að ná skjótum tökum á viðfangsefnunum, og hann hafði
óvenjuvakandi auga fyrir öllum nýjungum, sem verða máttu til
hóta. Varð hann því á skömmum tíma öruggur og liðtækur sam-
starfsmaður í hverri raun og þar að auki ósérhlífinn og hamhleypa
lil vinnu.
I daglegu starfi og umgengni var Kjartan karlmannlegur og
hressilegur i framkomu, kátur og fvndinn í viðræðum, spaug-
samur og hnyttinn i tilsvörum og brá þá oft fvrir sig góðlátlegri
striðni, sem var þó aldrei illskeytt eða illa meint, en fjörgaði um-
liverfið og iífgaði stril hinna löngu og ströngu vinnudaga. Beitti
hann tíðum þessu sérkennilega, „íróníska“ glensi í gagnrýni á
okkur kollegum hans á stofnuninni, og kunni ég ávallt einkar
vel við þann þátt í fari hans, enda minnist ég ekld að hafa unnið
með öllu þægilegri félaga. Um liann lék alltaf einhver hressandi
gustur og smitandi áhugi, sem orkaði lífgandi og örvandi á sam-
starfsmenn lians og sjúklinga. Hann var ávallt slcemmtilegur og
reifur í erli dagsins, og fórum við alltaf hressari og kátari en
áður af hvors annars fundi.
Náin kynni og samvinna við Kjartan leiddi þó fljótt í ljós,
að undir yfirborði glettninnar og galsans ijjuggu næmar tilfinn-
ingar og viðkvæm lund, og kom það gleggst fram í samskiptum
hans við sjúldingana. Hann liafði til að bera þá eiginleika, sem
öllum geðlæknum, og raunar öllum læknum, ætlu að vera með-
fæddir, að geta lifað sig inn i vandamál sjúklinga sinna, umhorið
viðhrögð þeirra sem einstaklinga og reynzt þeim óbrigðull hjálpar-
maður i þrengingum þeirra og nauðum. Jafnskjótt og Kjartan
hafði tekið að sér sjúkling, var hann á augabragði orðinn þaul-
kunnugur sjúkrasögu hans og öllum aðstæðum og lagði sig þá
allan fram honum til aðstoðar og framdráttar með óhifanlegum
ákafa og þrautseigju.