Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1967, Side 22

Læknablaðið - 01.06.1967, Side 22
66 LÆKNABLAÐIÐ Hospital í Lundúnum um nokkurn tíma og var nýkominn heim frá þeirri námsdvöl, þegar sjúkdómurinn þyrmdi yfir hann. Við Kjartan kynntumst fyrst að ráði haustið 1963, þegar hann hóf starf silt á Kleppsspítalanum, og urðum frá þcim tíma dag- legir samstarfsmenn á stofnuninni og miklir mátar. Þótt Kjartan hefði litla reynslu í geðlæknisfræði, þegar hann byrjaði á Kleppi, hafði hann áður en varði kastað sér öllum og óskiptum úl í starfið og notaði hverja stund aflögu til þess að afla sér öruggrar þekkingar í sérgrein sinni. Hann var gæddur frjórri greind og skarpri eftirtektargáfu, sem gerði honum auð- velt að ná skjótum tökum á viðfangsefnunum, og hann hafði óvenjuvakandi auga fyrir öllum nýjungum, sem verða máttu til hóta. Varð hann því á skömmum tíma öruggur og liðtækur sam- starfsmaður í hverri raun og þar að auki ósérhlífinn og hamhleypa lil vinnu. I daglegu starfi og umgengni var Kjartan karlmannlegur og hressilegur i framkomu, kátur og fvndinn í viðræðum, spaug- samur og hnyttinn i tilsvörum og brá þá oft fvrir sig góðlátlegri striðni, sem var þó aldrei illskeytt eða illa meint, en fjörgaði um- liverfið og iífgaði stril hinna löngu og ströngu vinnudaga. Beitti hann tíðum þessu sérkennilega, „íróníska“ glensi í gagnrýni á okkur kollegum hans á stofnuninni, og kunni ég ávallt einkar vel við þann þátt í fari hans, enda minnist ég ekld að hafa unnið með öllu þægilegri félaga. Um liann lék alltaf einhver hressandi gustur og smitandi áhugi, sem orkaði lífgandi og örvandi á sam- starfsmenn lians og sjúklinga. Hann var ávallt slcemmtilegur og reifur í erli dagsins, og fórum við alltaf hressari og kátari en áður af hvors annars fundi. Náin kynni og samvinna við Kjartan leiddi þó fljótt í ljós, að undir yfirborði glettninnar og galsans ijjuggu næmar tilfinn- ingar og viðkvæm lund, og kom það gleggst fram í samskiptum hans við sjúldingana. Hann liafði til að bera þá eiginleika, sem öllum geðlæknum, og raunar öllum læknum, ætlu að vera með- fæddir, að geta lifað sig inn i vandamál sjúklinga sinna, umhorið viðhrögð þeirra sem einstaklinga og reynzt þeim óbrigðull hjálpar- maður i þrengingum þeirra og nauðum. Jafnskjótt og Kjartan hafði tekið að sér sjúkling, var hann á augabragði orðinn þaul- kunnugur sjúkrasögu hans og öllum aðstæðum og lagði sig þá allan fram honum til aðstoðar og framdráttar með óhifanlegum ákafa og þrautseigju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.