Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ
115
tíðni þeirra, en óhætt mun að fullyrða, að u. þ. b. helmingur allra
kenni einliverra óþæginda i upphafi meðferðar, en þau hverfa
síðan hjá flestum.
U. Larsson-Cohn skýrir frá athugunum á 284 konum, en af
þeim voru aðeins 4%, sem höfðu eftir tvo mánuði veruleg óþæg-
indi.4
Segja má, að ástand það, sem skapast við meðferð, sé eins
konar þungun án fósturs, og eru aukaverkanir þá eftir því.
Augljóst er, að gæta verður varúðar, þegar slik efni eru gefin
heilbrigðum konum, svo sem gert er. Þannig má meðferð ekki
fela í sér hættu fyrir hlutaðeigandi og þá jafnvel fyrir afkom-
endur, hvorki á byrjunarstigi meðferðar né seinna. T. d. gæti verið
fyrir hendi eitthvert ástand, sem versnaði þá við meðferðina.
Þrátt fyrir u. þ. h. tíu ára reynslu af notkun þessara efna til
getnaðarvarna án nokkurra skaðlegra áhrifa, svo að vitað sé, er
ekki hægt að gera sér grein fvrir, hvað framtíðin her í skauti sér.
Er einmitt þessi óvissa aðalmótbára þeirra, sem andvígir eru
notkun gestagena.
Af aukavérkunum er ógleðin langalgengust og skiptir um
leið e. t. v. minnstu máli, þar sem hún hverfur hjá flestum eftir
eins til tveggja mánaða meðferð.
Blæðingatruflanir koma stundum fyrir, oftast sem blettun,
sem ráða má bót á með því að auka skammtinn um tíma, eða
þá sem svonefnd gegnblæðing, sem og stafar af ónógu magni
progestina og/eða östrogena til að koma í veg fyrir blæðingu.
Aukning líkamsþunga er mörgum hvimleið, en er oft aðeins
bundin fyrstu mánuðum meðferðar, og getur stafað af natríum-
haldandi verkun östrogena eða almennum eiginleikum gestagena
til að mynda hvítuefni (protein).
Tíðateppa kemur stundum fyrir og veldur þá áhyggjum, sem
eru þó oftast ástæðulausar. Ilafi blæðing ei komið viku eftir að
seinasta tafla var tekin, ber að byrja á ný. Leiki grunur á, að
um vanrækslu sé að ræða og þungun hafi átt sér stað, ber að
sjálfsögðu að hætta meðferð.
Eymsli í brjóstum koma stundum fyrir og hverfa, sé með-
ferð hætt.
Aukin tiðni brjóstakrabba hjá þeim, sem meðferð fá, hefur
ei sannazt. Ekki er heldur álitið, að aukin tíðni legbolskrabba á
seinustu 20 árum stafi af aukinni notkun gestagena (Kistner).