Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
87
7. gr.
Á fast mánaðarkaup skv. 1. gr. greiðist verðlagsuppbót lögum sam-
kvæmt. Einnig ber borgarsjóði að greiða 6% af þeim mánaðarlaunum
til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar eða í annan viður-
kenndan lífeyrissjóð, enda greiði læknar iðgjöld af launum sínum til
sjóðsins skv. reglum hans.
8. gr.
Um bifreiðastyrk fer eftir þeim reglum, sem gilda um borgar-
starfsmenn.
9. gr.
Deildarlæknar (sérfræðingar) eiga rétt á námsferð til útlanda í
einn mánuð annað hvert ár, samkvæmt nánari ákvörðun sjúkrahús-
nefndar. Viðkomandi sjúkrahús greiða ferða- og dvalarkostnað skv.
úr.skurði sjúkrahúsnefndar.
10. gr.
Samningur þessi gildir til 1. júlí 1967 og framlengist um 2 ár í
senn, sé honum ekki sagt upp með 6 mánaða fyrirvara.
Viðbotargrein:
Samningsaðilar lýsa því yfir, að haldið muni verða áfram samn-
ingaviðræðum um starfsaðstöðu læknanna á sjúkrahúsum Reykjavíkur-
borgar, svo og um réttindi þeirra
í samningi þessum.
Reykjavík,
F. h. Reykjavíkurborgar að
áskildu samþykki borgarráðs:
Jón Sigurðsson (sign.)
Guttormur Erlendsson (sign.)
Haukur Benediktsson (sign.)
og skyldur að öðru leyti en gert er
29. apríl 1966.
F. h. Læknafélags Reykjavíkur
að áskildu samþykki félagsins:
Árni Björnsson (sign.)
Víkingur H. Arnór.sson (sign.)
Guðmundur Ingvi Sigurðsson (sign.)
Nokkrum dögum eftir að þessi samningur var gerður, hófust við-
ræður milli launanefndar L. R. og tveggja manna úr stjórnarnefnd
ríkis,spítalanna, þeirra Guðjóns Hansens og Þórs Vilhjálmssonar. Kváðu
þeir sig einungis hafa umboð til að semja við L. R. um greiðslur fyrir
þau sjúkrahússtörf, sem uppsagnalæknar hefðu áður gegnt, en kjör
þeirra lækna, sem ekki hefðu sagt upp stöðum sínum, væru ekki til
umræðu. Þeir vildu semja um sömu laun og tilgreind væru í samn-
ingum við Reykjavíkurborg, en engin þau fríðindi, sem þar væri getið
um, ,s. s. launagreiðslu í orlofi og veikindaforföllum, lífeyrissjóðsrétt-
indi o. fl. Yrði að meta þessi hlunnindi til peninga, sem síðan bættust
við hin föstu laun.
Hinn 20. maí var eftirfarandi samningur milli L. R. og stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna um laun lausráðinna lækna samþykktur af báð-
um aðilum og staðfestur með undirskrift 26. s. m.: