Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 70
102
LÆKNABLAÐIÐ
nauðsyn þess að staldra við og
hugleiða lækninga- og rann-
sóknaraðferðir sínar og þann
árangur, er verður af aðgerðum
þeirra. Einnig er nauðsynlegt,
að starfsálag og vinnuaðstaða
þeirra sé með ])eim liætti, að
þeim sé kleift að gera slika „út-
tekt“ á störfum sínum á vís-
indalegan hátt; með samanburði
á fyrri eigin árangri, árangri
annarra og rökréttu mati á nið-
urstöðum slíkra rannsókna. Hér
á landi, og raunar víða annai's
staðar, hefur þessi afstaða ekki
ráðið nægu í hugsanahætti
lækna og lieilbrigðisyfirvalda,
en afleiðingin orðið sú, að allt
of lítið er vitað um greininga-
og meðfei'ðaárangur velflestra
sjúkdómsflokka, hvort lieldur
er á sjúkrahúsum eða utan
þeirra.
Ýmsir munu ætla, að mann-
fæð og þar með fæð sjúkdóms-
tilfella í einstökum sjúkdóms-
flokkum torveldi slíkar rann-
sóknir. Það mun þó ekki vera
rétl í vel flestum tilvikum; að
vísu er ekki iiægt að semja
doktorsritgerðir að þýzk-nor-
rænni fyrirmynd, en sennilega
má gera þeim mun fleiri skýr-
ar athuganir, sem yrðu rann-
sakendum og öðrum til veru-
legrar leiðbeiningar um sjúk-
dómsgreiningar og meðferð.
A ensku er við háskólastofn-
anir til orðtækið „pulilish or
perish“. Oft er vitnað í þessa
setningu í neikvæðum skilningi,
og vissulega eru mikil brögð að
rannsóknum og birtingum
greina, er hafa takmarkað gildi
til annars en að auka vísinda-
legan hróður skrifarans, en hitt
mun þó sannara, að án vísinda-
legrar forvitni og skipulegrar
úrvinnslu þeirra gagna, sem
læknirinn og aðstoðarfólk lians
safna um sjúklinga og sjúk-
dóma, er harla lítillar framþró-
unar að vænta.
LÆKNAÞING
í síðasta lölublaði Lækna-
blaðsins var auglýstur aðalfund-
ur L. í. og læknaþing, sem
lialdið verður 27.—29. júlí, og
að venju í Reykjavík.
L. I. liefur að þessu sinni sem
oft áður boðið góðum gestum
til læknaþingsins, en efni þess
verður sjúkdómar í skjaldkirtli
og rannsóknir þeirra. Það er
von stjórnar L. 1„ að íslenzkir
læknar fjöhnenni til lækna-
þingsins og stuðli þannig að því,
að þessi þing verði verulegur
vegsauki læknastéttarinnar og
félagssamtaka hennar.