Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 42
82
LÆKNABLAÐIÐ
legra starfa setið fundi með stjórn og meðstjórn félagsins, einnig félags-
fundi og fundi með ýmsum nefndum.
Sú breyting verður á starfsliði skrifstofunnar, að Guðrún Þórhalls-
dóttir, sem starfað hefur hjá félaginu í sex ár, hættir nú störfum hjá
félaginu og mun flytjast af landi brott. Guðrún hefur unnið ómetan-
legt starf fyrir læknafélögin á undanförnum árum, og er mikill missir
að slíkum starfskrafti. Óskar stjórn félagsins henni allra heilla í fram-
tíðinni, um leið og hún þakkar henni frábærlega vel unnin störf á
undanförnum árum. Við starfi Guðrúnar tekur frú Ingibjörg Bjarna-
dóttir, en hún hefur áður starfað hjá Flugfélagi íslands. Býður stjórn
félagsins hana velkomna til starfa.
Sökum sívaxandi starfsemi má búast við, að innan tíðar þurfi að
bæta við starfsfólki, en ekkert hefur verið afráðið um það enn.
Lögfræðileg Eins og undanfarið hefur stjórn félagsins notið að-
aðstoð. stoðar lögfræðinga við allar samningagerðir, bæði við
stjórnir sjúkrahúsa, sjúkrasamlög og Tryggingastofnun.
Hefur á liðnu ári mest mætt á Guðmundi Ingva Sigurðssyni hrl. í
sambandi við launadeilur lækna við borg og ríki, og veitti Guðmundur
launanefnd og stjórn L. R. ómetanlega að.stoð, meðan á samninga-
gerðinni stóð. í samningum við Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkra-
samlag Reykjavíkur hafa samninganefndir félagsins notið aðstoðar
Sveins Snorrasonar lögfræðings. Samstarfið við báða þessa lögfræðinga
hefur verið með ágætum, og vill stjórn félagsins flytja þeim beztu
þakkir fyrir störf þeirra í þágu félagsins.
STÖRF NEFNDA
Samninganefnd Nefndina skipuðu Stefán Bogason formaður, Jón
heimilislækna. Gunnlaugsson og Þorgeir Jónsson.
Samningum heimilislækna var að venju sagt upp fyrir áramótin
1965—1966, og var nú miðað við 1. maí, en ekki 1. apríl eins og áður.
Var því breytt vegna þess, að tími hefur oft reynzt naumur fyrir nýja
stjórn og samninganefnd frá aðalfundi í byrjun marz og til 1. apríl.
Nefndin hélt nokkra fundi og hafði samráð við stjórn Félags
sjúkrasamlagslækna, stjórn og stórráð L. R., framkvæmdastjóra L. R.
og lögfræðing L. R., Svein Snorrason, sem var nefndinni til mikillar
aðstoðar í samningunum. Einnig leitaði nefndin ráða hjá Benedikt Sig-
urjónssyni, sem annazt hefur samninga fyrir félagið mörg undanfarin
ár. Gengið var frá kröfum og þær sendar S. R. í bréfi dags. 15. apríl
1966.
Nú var í fyrsta sinn samið við nýstofnaða samninganefnd sameigin-
lega fyrir S. R. og Tryggingastofnun ríkisins. Var það til hagræðis
fyrir báða aðila. Fyrsti samningafundur var haldinn 24. apríl, en alls
urðu formlegir samningafundir fimm talsins, auk þess sem lögfræð-
ingur og formaður samninganefndar áttu marga óformlega fundi og
viðræður við mótaðila til lausnar ýmsum þáttum deilunnar.