Læknablaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 95
LÆKNABLAÐIÐ
123
tae. Vegna þeirra, sem nákvæmastir vilja vera, má geta þess, að
ungventum heitir nú unguentum!
Hér hefur verið stiklað á því helzta, en þeim, er vildu kynna sér
þetta nánar, er m. a. bent á auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 31/
1966, sem fæst sérprentuð og var reyndar á sínum tíma send læknum.
M.
Hrafn Tulinius var hinn 29. desember 1966 viðurkenndur sérfræð-
ingur í líffærameinafræði. Hann er fæddur í Reykjavík 20. apríl 1931,
stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1950 og cand. med. frá Háskóla
íslands í janúar 1958. Að embættisprófi loknu var hann aðstoðarlæknir
á Kleppsspítala í þrjá mánuði, en því næst settur héraðslæknir á ísa-
firði í fjóra mánuði og staðgöngumaður héraðslæknisins í Neskaupstað
í tvo mánuði. Námskandídat í Reykjavík veturinn 1958—1959 og haustið
1960. Aðstoðarlæknir á Rannsóknarstofu Háskólans frá júní 1959 til
sept. 1960. Háraðslæknir í Sandshéraði í Færeyjum frá des. 1960 til
júlí 1961. Við sérnám í meinafræði í Freiburg í Þýzkalandi eitt ár og í
Houston i Bandaríkjunum frá sept. 1962 til júní 1965, jafnframt vetrar-
langt við nám í meðferð geislavirkra efna í læknisfræði. Frá 1. júlí
1965 kennari í meinafræði við læknadeild Union háskólans í Albany í
New York fylki. Alm. lækningaleyfi 27. júní 1966. Ritgerðir: Distribution
of labeled anti-human-fibrin antibody in human tumors (Clin. Research
1963); Untersuchungen úber die Generationszeit, DNS-Synthesezeit und
Mitosedauer von Zellen der hyperplastischen Epidermis und des Plat-
tenepithelcarcinoma der Maus nach Methylcholanthrenpinselung (Z.
Krebsfor.sch. 1964); Significance of thyroid tissue in lymph nodes
associated with carcinoma of the head, neck or lung (Cancer 1967).
Guðmundur Georgsson var hinn 2. febrúar 1967 viðurkenndur sér-
fræðingur í líffærameinafræði. Hann er fæddur í Reykjavík 11. janúar
1932, stúdent frá M. R. 1952 og cand. med. frá Háskóla íslands í janúar
1960. Að loknu embættisprófi var hann námskandídat í Reykjavík, en
gegndi því næst héraðslæknisstörfum á Siglufirði í sex mánuði. Að-
stoðarlæknir á Rannsóknarstofu Háskólans frá janúar 1962 til sept.
1963. Hann hefur verið við sérnám í meinafræði í Bonn frá 1. október
1963 og frá 1964 jafnframt starfað að rafeindasmásjárrannsóknum.
Alm. lækningaleyfi 7. febrúar 1962. Doktorspróf við háskólann í Bonn